Duglegur 10. ágúst 2007 06:00 Ein lífseigasta mýtan um Íslendinga (sem enginn heldur reyndar fram nema við sjálf) er sú að þeir séu allra þjóða duglegastir. Rökin eru yfirleitt á þá leið að augljóst sé að aðeins harðgert úrvalsfólk hafi getað tórt á þessu harðbýla landi öldum saman og af þeim harðjöxlum séum við komin. Strit hljómar betur en hokur og vinnuharkan hefur lengi verið tignuð sem hálfguð. Nýjasta birtingarmynd hennar eru „útrásarvíkingarnir"; sómi okkar, sverð og skjöldur á 21. öldinni. Í sumum kreðsum þykir meira að segja dæmi um eftirsóknarverða skaphöfn að vera „öflugur bloggari". Það gæti jafnvel orðið vinsæl grafskrift þegar gæðabloggararnir fara að bera beinin. Þetta er sköruleg sjálfsmynd en sem betur fer ekki alls kostar sönn. Stundum er sagt að eyjarnar á Breiðafirði, hólarnir í Vatnsdal og vötnin á Arnarvatnsheiði verði ekki talin. Sem er auðvitað þvæla. Það hefur bara enginn nennt því af augljósum ástæðum. Þegar öllu er á botninn hvolft eru Íslendingar ekkert sérstaklega duglegir, til dæmis sýna kannanir að þótt við vinnum lengi er framlegðin lítil. Íslendingar dá hins vegar strit og hampa hinum framúrskarandi duglegu því við erum það fæst. Við dáumst að þeim eiginleikum í fari annarra sem við búum ekki yfir sjálf; flinkur gítarleikari og frábær kokkur vekur meiri hrifningu en öruggur og sparsamur bílstjóri. Þess vegna er dugnaðurinn orðinn gullfótur gildismats okkar og fagurfræði; eina ástæðan fyrir því að okkur þykir Hallgrímskirkja falleg er að við vitum að það var erfitt að byggja hana. Ekki er þó svo að skilja að ég telji að letihaugar og iðjuleysingjar séu salt jarðar en leiðinlegasta manngerð sem fyrirfinnst er þó tvímælalaust dugnaðarforkurinn. Hver hefur ekki búið (eða heyrt af einhverjum sem býr) í sambýli við nágranna sem þarf alltaf að vera að dytta að einhverju - vinnualka sem notar allar sínar frístundir til að stússast í garðinum, dytta að þakinu, niðurfallinu, múrhúðinni, grindverkinu eða innkeyrslunni? Manneskju sem horfir á mann ásakandi augum þegar hún sér að okkar hluti garðsins hefur ekki verið sleginn í tæpan mánuð og fer í fýlu ef við viljum nota sumarfríið til að fara til útlanda frekar en að mála húsið að utan? Einu skiptin sem maður fær hvíld frá möglinu er þegar forkurinn fer í Grímsnes að lakka sumarbústaðinn. Reyni nágranninn að hneppa mann í þrældóm í garðinum á laugardegi er farsælt að leita í brunn klassísku spekinganna. Hómer heitir einn mesti hugsuður fyrr og síðar (Simpson það er að segja) og hafði svör á reiðum höndum þegar átti að skikka hann til að reyta arfa: „En enginn myndi reyta hann ef hann héti álfagras." Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bergsteinn Sigurðsson Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun
Ein lífseigasta mýtan um Íslendinga (sem enginn heldur reyndar fram nema við sjálf) er sú að þeir séu allra þjóða duglegastir. Rökin eru yfirleitt á þá leið að augljóst sé að aðeins harðgert úrvalsfólk hafi getað tórt á þessu harðbýla landi öldum saman og af þeim harðjöxlum séum við komin. Strit hljómar betur en hokur og vinnuharkan hefur lengi verið tignuð sem hálfguð. Nýjasta birtingarmynd hennar eru „útrásarvíkingarnir"; sómi okkar, sverð og skjöldur á 21. öldinni. Í sumum kreðsum þykir meira að segja dæmi um eftirsóknarverða skaphöfn að vera „öflugur bloggari". Það gæti jafnvel orðið vinsæl grafskrift þegar gæðabloggararnir fara að bera beinin. Þetta er sköruleg sjálfsmynd en sem betur fer ekki alls kostar sönn. Stundum er sagt að eyjarnar á Breiðafirði, hólarnir í Vatnsdal og vötnin á Arnarvatnsheiði verði ekki talin. Sem er auðvitað þvæla. Það hefur bara enginn nennt því af augljósum ástæðum. Þegar öllu er á botninn hvolft eru Íslendingar ekkert sérstaklega duglegir, til dæmis sýna kannanir að þótt við vinnum lengi er framlegðin lítil. Íslendingar dá hins vegar strit og hampa hinum framúrskarandi duglegu því við erum það fæst. Við dáumst að þeim eiginleikum í fari annarra sem við búum ekki yfir sjálf; flinkur gítarleikari og frábær kokkur vekur meiri hrifningu en öruggur og sparsamur bílstjóri. Þess vegna er dugnaðurinn orðinn gullfótur gildismats okkar og fagurfræði; eina ástæðan fyrir því að okkur þykir Hallgrímskirkja falleg er að við vitum að það var erfitt að byggja hana. Ekki er þó svo að skilja að ég telji að letihaugar og iðjuleysingjar séu salt jarðar en leiðinlegasta manngerð sem fyrirfinnst er þó tvímælalaust dugnaðarforkurinn. Hver hefur ekki búið (eða heyrt af einhverjum sem býr) í sambýli við nágranna sem þarf alltaf að vera að dytta að einhverju - vinnualka sem notar allar sínar frístundir til að stússast í garðinum, dytta að þakinu, niðurfallinu, múrhúðinni, grindverkinu eða innkeyrslunni? Manneskju sem horfir á mann ásakandi augum þegar hún sér að okkar hluti garðsins hefur ekki verið sleginn í tæpan mánuð og fer í fýlu ef við viljum nota sumarfríið til að fara til útlanda frekar en að mála húsið að utan? Einu skiptin sem maður fær hvíld frá möglinu er þegar forkurinn fer í Grímsnes að lakka sumarbústaðinn. Reyni nágranninn að hneppa mann í þrældóm í garðinum á laugardegi er farsælt að leita í brunn klassísku spekinganna. Hómer heitir einn mesti hugsuður fyrr og síðar (Simpson það er að segja) og hafði svör á reiðum höndum þegar átti að skikka hann til að reyta arfa: „En enginn myndi reyta hann ef hann héti álfagras."
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun