Bergmansþing í kvöld 14. ágúst 2007 05:00 Ingmar Bergman á velmektarárum sínum. Rannsóknahópurinn Deus ex cinema stendur fyrir málþingi í kvöld sem ber yfirskriftina Guð á hvíta tjaldinu um trúarleg minni í verkum sænska leikstjórans Ingmars Bergman sem lést í júlí og fleiri stórskálda kvikmyndanna. Þingið fer fram í Hallgrímskirkju í tengslum við Kirkjulistahátíð. Þar verða sýnd nokkur myndbrot úr kvikmyndum sem sýna Guð og guðlega nærveru og fjallað um það hvernig kvikmyndagerðarmenn hafa í gegnum söguna sýnt Guð á hvíta tjaldinu sem persónu eða á annan hátt. Dagskráin verður helguð minningu Ingmars Bergman, og fjallað verður um Guð, trú og kirkju í nokkrum mynda hans en þar er af nógu að taka: trúarleg stef og álitamál gegnumsýra höfundarverk Bergmans. Einnig verða kvikmyndir danska leikstjórans Carls Theodors Dreyer teknar til skoðunar en mynd hans Jóhanna af Örk verður sýnd á miðnætursýningu í Hallgrímskirkju á fimmtudagskvöld. Meðal þátttakenda á málþinginu verða dr. Pétur Pétursson, prófessor, sem gaf út bók um kvikmyndir Bergmans og Oddný Sen, kvikmyndafræðingur, sem er einn af okkar helstu sérfræðingum um kvikmyndagerð Dreyers. Þinghald hefst kl. 20 í Hallgrímskirkju. Mest lesið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lífið „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Lífið Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Rannsóknahópurinn Deus ex cinema stendur fyrir málþingi í kvöld sem ber yfirskriftina Guð á hvíta tjaldinu um trúarleg minni í verkum sænska leikstjórans Ingmars Bergman sem lést í júlí og fleiri stórskálda kvikmyndanna. Þingið fer fram í Hallgrímskirkju í tengslum við Kirkjulistahátíð. Þar verða sýnd nokkur myndbrot úr kvikmyndum sem sýna Guð og guðlega nærveru og fjallað um það hvernig kvikmyndagerðarmenn hafa í gegnum söguna sýnt Guð á hvíta tjaldinu sem persónu eða á annan hátt. Dagskráin verður helguð minningu Ingmars Bergman, og fjallað verður um Guð, trú og kirkju í nokkrum mynda hans en þar er af nógu að taka: trúarleg stef og álitamál gegnumsýra höfundarverk Bergmans. Einnig verða kvikmyndir danska leikstjórans Carls Theodors Dreyer teknar til skoðunar en mynd hans Jóhanna af Örk verður sýnd á miðnætursýningu í Hallgrímskirkju á fimmtudagskvöld. Meðal þátttakenda á málþinginu verða dr. Pétur Pétursson, prófessor, sem gaf út bók um kvikmyndir Bergmans og Oddný Sen, kvikmyndafræðingur, sem er einn af okkar helstu sérfræðingum um kvikmyndagerð Dreyers. Þinghald hefst kl. 20 í Hallgrímskirkju.
Mest lesið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lífið „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Lífið Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein