Raup dagsins 21. ágúst 2007 00:01 Menningarnóttin með Glitnishlaupinu innanborðs nálgaðist óþægilega hratt þetta sumarið. Vegna heitstrenginga frá í fyrra hefur það verið undirlagt af hlaupatilraunum þeirrar sem áður var þekktari af værukærri heimasetu og þrátt fyrir ríflegan undirbúningstíma hefðu reyndar tvær, þrjár vikur í viðbót verið vel þegnar. Í upphafi æfingatímabilsins var markmiðið einfaldlega að staulast 10 kílómetra með einhverjum ráðum og komast í mark fyrir kvöldið. Snemma í vor fæddist svo dálítið hliðarmarkmið sem aðeins fáeinum var trúað fyrir: Að klára hlaupið á innan við klukkustund. Fyrir suma er það pís of keik en fyrir ráðsetta frú sem stundaði síðast íþróttir með 5. flokki HK í blaki var það töluverð áskorun, jafnvel meiri en að sjást á almannafæri í þröngum spandexgalla. Eftirvænting mín og annarra hlaupara í Lækjargötunni að morgni laugardagsins var næstum áþreifanleg. Hinn leyndi metnaður rak mig til að troðast fremst að rásmarkinu þar sem félagsskapurinn var aðallega ungir karlmenn með svellandi keppnisskap. Mætur maður hafði nokkrum dögum áður gefið mér afbragðsráð til að halda góðu tempói í hlaupinu: Ég skyldi bara velja mér snotran rass og elta hann. Því miður reyndust þessir stæltu samferðamenn mínir aðeins of sprækir svo sekúndubrotum eftir að byssuskotið reið af voru þeir horfnir í rykmekki. Hinsvegar trimmaði á undan mér dálítill snáði svona átta eða tíu ára og með járnvilja tókst mér að halda í við hann um skeið. Lengi framan af leið mér samt eins og eyju í stórfljóti sem kastast fram með dumbum dyn. Það þýðir á mannamáli að allir fóru framúr mér. Samt hljóp ég eins og ég ætti lífið að leysa en við þær aðstæður mótmælir skrokkurinn venjulega með því að standa á öndinni og hóta uppköstum. Það gerði hann einmitt þennan dag og því var í mínu tilfelli umrædd stemming úr Lækjargötunni skilin eftir þar. Strax á Tjarnarbrúnni datt mér í hug að hætta við alltsaman og hugmyndin hljómaði æ betur því lengra sem dró. Nú get ég sest í helgan stein. Þegar barnabörnin í framtíðinni spyrja um afrek langrar ævi sýni ég roggin verðlaunapening frá Glitni úr skíragulli. Tími: 56 mínútur, 24 sekúndur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórhildur Elín Elínardóttir Mest lesið 100 þúsund á mánuði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Styrkleiki íslensku grunnskólanna Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn boðar skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Ólafsfjörður og Dalvík: Kraftaverk að enginn hafi látið lífið Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Sérfræðingar í vonlausum aðstæðum Víðir Reynisson,Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar. Takið eftir Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Niðurgreidd sálfræðiþjónusta án sálfræðinga, hvernig hljómar það? Kristbjörg Þórisdóttir ,Edda Sigfúsdóttir Skoðun Að deyja fyrir að vera öðruvísi Arna Magnea Danks Skoðun Ég vil ekki að þeim líði illa Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Menningarnóttin með Glitnishlaupinu innanborðs nálgaðist óþægilega hratt þetta sumarið. Vegna heitstrenginga frá í fyrra hefur það verið undirlagt af hlaupatilraunum þeirrar sem áður var þekktari af værukærri heimasetu og þrátt fyrir ríflegan undirbúningstíma hefðu reyndar tvær, þrjár vikur í viðbót verið vel þegnar. Í upphafi æfingatímabilsins var markmiðið einfaldlega að staulast 10 kílómetra með einhverjum ráðum og komast í mark fyrir kvöldið. Snemma í vor fæddist svo dálítið hliðarmarkmið sem aðeins fáeinum var trúað fyrir: Að klára hlaupið á innan við klukkustund. Fyrir suma er það pís of keik en fyrir ráðsetta frú sem stundaði síðast íþróttir með 5. flokki HK í blaki var það töluverð áskorun, jafnvel meiri en að sjást á almannafæri í þröngum spandexgalla. Eftirvænting mín og annarra hlaupara í Lækjargötunni að morgni laugardagsins var næstum áþreifanleg. Hinn leyndi metnaður rak mig til að troðast fremst að rásmarkinu þar sem félagsskapurinn var aðallega ungir karlmenn með svellandi keppnisskap. Mætur maður hafði nokkrum dögum áður gefið mér afbragðsráð til að halda góðu tempói í hlaupinu: Ég skyldi bara velja mér snotran rass og elta hann. Því miður reyndust þessir stæltu samferðamenn mínir aðeins of sprækir svo sekúndubrotum eftir að byssuskotið reið af voru þeir horfnir í rykmekki. Hinsvegar trimmaði á undan mér dálítill snáði svona átta eða tíu ára og með járnvilja tókst mér að halda í við hann um skeið. Lengi framan af leið mér samt eins og eyju í stórfljóti sem kastast fram með dumbum dyn. Það þýðir á mannamáli að allir fóru framúr mér. Samt hljóp ég eins og ég ætti lífið að leysa en við þær aðstæður mótmælir skrokkurinn venjulega með því að standa á öndinni og hóta uppköstum. Það gerði hann einmitt þennan dag og því var í mínu tilfelli umrædd stemming úr Lækjargötunni skilin eftir þar. Strax á Tjarnarbrúnni datt mér í hug að hætta við alltsaman og hugmyndin hljómaði æ betur því lengra sem dró. Nú get ég sest í helgan stein. Þegar barnabörnin í framtíðinni spyrja um afrek langrar ævi sýni ég roggin verðlaunapening frá Glitni úr skíragulli. Tími: 56 mínútur, 24 sekúndur.
Styrkleiki íslensku grunnskólanna Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Niðurgreidd sálfræðiþjónusta án sálfræðinga, hvernig hljómar það? Kristbjörg Þórisdóttir ,Edda Sigfúsdóttir Skoðun
Styrkleiki íslensku grunnskólanna Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Niðurgreidd sálfræðiþjónusta án sálfræðinga, hvernig hljómar það? Kristbjörg Þórisdóttir ,Edda Sigfúsdóttir Skoðun