Betra en á Straumsafslætti 22. ágúst 2007 00:01 Maður getur stundum grætt á því að synda á móti straumi ekki síður en að synda með Straumi. Þannig náði ég í bréf í Exista með verulegum afslætti meðan markaðurinn var að hreinsa af sér skuldsetta leigubílstjóra og gamlar frænkur. Bréfin höfðu lækkað óeðlilega mikið miðað við að innanborðs eru stabíl rekstrarfélög sem maður heyrir ekki annað en að séu í góðum gír. Nú kom sér vel að hafa geymt slatta á peningamarkaðsreikningingi í sumar og bíða eftir smá taugaveiklun. Ég er sumsé búinn að græða í prósentuvís meira en þeir sem keyptu bréfin af Straumi og það sem meira er að enginn tortryggir mig, enda þekki ég engan í Exista, nema konuna sem sér um kaffið sem er fjarskyld frænka mín. Nú veit ég ekkert um það hverjir keyptu bréfin, en ég er tilbúinn að fara með þeim út að borða til að halda upp á gróða undanfarinna daga. Þessi sala var afar klaufaleg hjá Straumi og ekki til þess fallin að efla traust á félaginu, án þess að nokkuð sé hægt að fullyrða um að þetta hafi verið óeðlilegt. Hagsmunir allra hluthafa eru það sem stjórnendur eiga að hafa að leiðarljósi. Í því kann að felast að selja hluti til erlendra fagfjárfesta með afslætti. Þegar hins vegar ekkert fylgir með tilkynningu svona sölu og allar skýringar koma eftir á, þá læðist að manni sá grunur að þetta séu ekki virtir erlendir fjárfestar, heldur gamlir kunningjar í nýjum eignarhaldsfélögum. Annars er ég ekki vanur að velta mér upp úr því hvernig aðrir græða, heldur hugsa ég mest um eigið skinn og það sem undir því er. Ég er svo sem búinn að græða eitt og annað á Straumi í gegnum tíðina, en hef ekki látið mikið fyrir mér fara þar upp á síðkastið. Ég myndi samt ekkert slá hendinni á móti því að taka við smá slatta á svona afslætti sem veittur var fyrir helgi. Hins vegar voru Exista og Kaupþing á fínum afslætti fyrir helgi og þegar allt var búið að hækka nema Glitnir, þá stökk maður inn þar og tók tvö prósent meðan miðlarar bankans keyptu hann upp í eðlilega sjálfsvirðingu á ný. Maður kemur því ansi vel nestaður inn í veturinn með fullt búrið af berjasultu og fulla vasa af peningum. Ef maður fer í gæs í ofanálag, þá má veturinn koma mín vegna. Spákaupmaðurinn á horninu Á gráa svæðinu Markaðir Spákaupmaðurinn Mest lesið Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Northvolt í þrot Viðskipti erlent Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Sjá meira
Maður getur stundum grætt á því að synda á móti straumi ekki síður en að synda með Straumi. Þannig náði ég í bréf í Exista með verulegum afslætti meðan markaðurinn var að hreinsa af sér skuldsetta leigubílstjóra og gamlar frænkur. Bréfin höfðu lækkað óeðlilega mikið miðað við að innanborðs eru stabíl rekstrarfélög sem maður heyrir ekki annað en að séu í góðum gír. Nú kom sér vel að hafa geymt slatta á peningamarkaðsreikningingi í sumar og bíða eftir smá taugaveiklun. Ég er sumsé búinn að græða í prósentuvís meira en þeir sem keyptu bréfin af Straumi og það sem meira er að enginn tortryggir mig, enda þekki ég engan í Exista, nema konuna sem sér um kaffið sem er fjarskyld frænka mín. Nú veit ég ekkert um það hverjir keyptu bréfin, en ég er tilbúinn að fara með þeim út að borða til að halda upp á gróða undanfarinna daga. Þessi sala var afar klaufaleg hjá Straumi og ekki til þess fallin að efla traust á félaginu, án þess að nokkuð sé hægt að fullyrða um að þetta hafi verið óeðlilegt. Hagsmunir allra hluthafa eru það sem stjórnendur eiga að hafa að leiðarljósi. Í því kann að felast að selja hluti til erlendra fagfjárfesta með afslætti. Þegar hins vegar ekkert fylgir með tilkynningu svona sölu og allar skýringar koma eftir á, þá læðist að manni sá grunur að þetta séu ekki virtir erlendir fjárfestar, heldur gamlir kunningjar í nýjum eignarhaldsfélögum. Annars er ég ekki vanur að velta mér upp úr því hvernig aðrir græða, heldur hugsa ég mest um eigið skinn og það sem undir því er. Ég er svo sem búinn að græða eitt og annað á Straumi í gegnum tíðina, en hef ekki látið mikið fyrir mér fara þar upp á síðkastið. Ég myndi samt ekkert slá hendinni á móti því að taka við smá slatta á svona afslætti sem veittur var fyrir helgi. Hins vegar voru Exista og Kaupþing á fínum afslætti fyrir helgi og þegar allt var búið að hækka nema Glitnir, þá stökk maður inn þar og tók tvö prósent meðan miðlarar bankans keyptu hann upp í eðlilega sjálfsvirðingu á ný. Maður kemur því ansi vel nestaður inn í veturinn með fullt búrið af berjasultu og fulla vasa af peningum. Ef maður fer í gæs í ofanálag, þá má veturinn koma mín vegna. Spákaupmaðurinn á horninu
Á gráa svæðinu Markaðir Spákaupmaðurinn Mest lesið Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Northvolt í þrot Viðskipti erlent Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Sjá meira