Leyndarmálið afhjúpað 23. ágúst 2007 05:00 Ísleifur hefur tryggt sér útgáfuréttinn að íslenskri útgáfu myndarinnar The Secret. MYND/Pjetur Fyrirtækið Græna ljósið hefur tryggt sér útgáfuréttinn á kvikmyndinni The Secret með íslenskri talsetningu og texta. „Ég hef ekki séð aðra eins spennu og eftirspurn eftir nokkrum DVD-diski hér á landi,“ segir Ísleifur B. Þórhallsson, framkvæmdastjóri Græna ljóssins ,um The Secret. „Það hefur myndast hálfgerður svartur markaður hérna og menn hafa keypt myndina í Englandi á uppsprengdu verði, 4700 krónur. Það að það sé svartamarkaðsstarf í gangi sýnir að það er gríðarleg eftirspurn eftir henni.“ Að sögn Ísleifs var myndin ekki sýnd í kvikmyndahúsum þegar hún kom út erlendis, heldur eingöngu á DVD. „The Secret er fyrst og fremst bíómynd um þetta blessaða lögmál aðdráttaraflsins. Það sem þú hugsar rætist. Það sem þú ert alltaf að hugsa um og einbeita þér að, það laðast að þér í lífinu,“ segir hann. Stefnt er að útgáfu myndarinnar í seinni hluta september eða byrjun október og standa vonir til að aðstandendur myndarinnar eða leikendur komi hingað af því tilefni. „Oprah er búin að taka The Secret algjörlega upp á sína arma og myndin hefur verið að fá stanslausa umfjöllun hjá henni. Við vonumst til að fá hingað fólkið sem hefur verið hvað sýnilegast hjá henni,“ segir Ísleifur. Mest lesið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Bæjarfjallið Esjan - gönguleiðir og hjólastígar Lífið samstarf Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Fleiri fréttir Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Fyrirtækið Græna ljósið hefur tryggt sér útgáfuréttinn á kvikmyndinni The Secret með íslenskri talsetningu og texta. „Ég hef ekki séð aðra eins spennu og eftirspurn eftir nokkrum DVD-diski hér á landi,“ segir Ísleifur B. Þórhallsson, framkvæmdastjóri Græna ljóssins ,um The Secret. „Það hefur myndast hálfgerður svartur markaður hérna og menn hafa keypt myndina í Englandi á uppsprengdu verði, 4700 krónur. Það að það sé svartamarkaðsstarf í gangi sýnir að það er gríðarleg eftirspurn eftir henni.“ Að sögn Ísleifs var myndin ekki sýnd í kvikmyndahúsum þegar hún kom út erlendis, heldur eingöngu á DVD. „The Secret er fyrst og fremst bíómynd um þetta blessaða lögmál aðdráttaraflsins. Það sem þú hugsar rætist. Það sem þú ert alltaf að hugsa um og einbeita þér að, það laðast að þér í lífinu,“ segir hann. Stefnt er að útgáfu myndarinnar í seinni hluta september eða byrjun október og standa vonir til að aðstandendur myndarinnar eða leikendur komi hingað af því tilefni. „Oprah er búin að taka The Secret algjörlega upp á sína arma og myndin hefur verið að fá stanslausa umfjöllun hjá henni. Við vonumst til að fá hingað fólkið sem hefur verið hvað sýnilegast hjá henni,“ segir Ísleifur.
Mest lesið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Bæjarfjallið Esjan - gönguleiðir og hjólastígar Lífið samstarf Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Fleiri fréttir Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira