Öllum í hag 24. ágúst 2007 06:00 Í mannlífinu keppir fólk í margvíslegum leikjum, ekki nauðsynlega hvert við annað, heldur að einhverjum markmiðum. Leikjafræði (e. game theory) bregður þess vegna skæru ljósi á sum viðfangsefni okkar. Þrenns konar leikirLeikjafræðingar skipta leikjum iðulega í þrennt. Ein tegundin er, þegar hreinn gróði er af leiknum (positive-sum game). Dæmi um það er frjáls viðskipti. Ef einn maður á epli, sem hann þarf ekki, en vantar glóaldin, og annar maður á glóaldin, sem hann þarf ekki, en vantar epli, þá skiptast þeir á þessum ávöxtum. Báðir græða. Annað dæmi er umferðarreglur. Menn koma sér saman um að aka annaðhvort á vinstra vegarhelmingi eins og Englendingar eða hinum hægri eins og við, og umferð verður greiðari. Allir græða.Önnur tegund leikja er, þegar hvorki er gróði né tap af leiknum sjálfum, heldur græðir einn leikandinn, þegar annar tapar (zero-sum game). Dæmi um það er stöðuveitingar. Einn umsækjandi hlýtur eftirsótta stöðu, en aðrir sitja eftir með sárt ennið. Annað dæmi er valdabarátta. Einn flokkur sigrar í kosningum, annar tapar. Þriðja tegund leikja er, þegar hreint tap er af leiknum, allir verr settir eftir hann (negative-sum game). Skýrasta dæmið um það er stríð milli þjóða. Annað dæmi er kjarabarátta, sem háð er með tíðum og hörðum verkföllum, en skilar aðeins verðbólgu. Þá tapa allir.KvótakerfiðHér hefur verið einstæður stöðugleiki í stjórnmálum frá 1991. Ein ástæðan er, að ríkisstjórnir þessa tímabils hafa leikið tvo leiki af fyrstu tegundinni. Annar leikurinn fólst í kvótakerfinu í sjávarútvegi. Í einföldustu mynd sinni var vandinn sá, að sextán bátar sóttu á fiskimið, sem átta bátar gátu nýtt með gróða. Fækka þurfti bátunum úr sextán í átta. Þetta var gert með því að úthluta til bátanna sextán aflaheimildum eða kvótum, sem nægðu átta þeirra til ábatasams reksturs. Þá keyptu eigendur átta bátanna með betri afkomu kvóta af eigendum átta bátanna með verri afkomu, svo að hinir síðarnefndu hættu veiðum.Allir græddu. Eigendur átta bátanna með verri afkomu sneru í land með fullar hendur fjár. Það markmið náðist friðsamlega að fækka bátunum úr sextán í átta. Eigendur átta bátanna með betri afkomu héldu áfram veiðum og undu glaðir við sitt. Þjóðin græddi á því, að sjávarútvegur skilaði arði, en var ekki rekinn með tapi eins og víðast annars staðar í heiminum. Ríkið græddi á því, að útgerðarfyrirtæki greiddu skatta.EinkavæðingHinn leikurinn fólst í einkavæðingu. Tímabilið 1991-2007 seldi ríkið fyrirtæki fyrir röska 120 milljarða króna. Þar á meðal voru fyrirtæki, sem okkur finnst nú óskiljanlegt, að ríkið skyldi hafa rekið, til dæmis ferðaskrifstofa og prentsmiðja. Mestu munaði þó um síldarverksmiðjur ríkisins, Fjárfestingarbanka atvinnulífsins, Búnaðarbankann, Landsbankann og Símann.Allir græddu á einkavæðingunni. Seljandinn, sem var ríkið fyrir hönd almennings, fékk í sinn hlut ærið fé, sem var sem betur fer notað til að grynnka á skuldum, meðal annars áföllnum lífeyrisskuldbindingum, sem fyrri ríkisstjórnir höfðu lítt skeytt um. Kaupendur eignuðust fyrirtæki, sem döfnuðu í höndum þeirra, enda fara menn betur með eigið fé en annarra. Starfsfólk naut hærra kaups. Skatttekjur stórjukust af þessum fyrirtækjum.SkattalækkanirBáðir þessir leikir voru dæmi um það, þegar gæði færast úr óhagkvæmri nýtingu í hagkvæma. Margt er þar vissulega enn ógert, en fleiri og meiri tækifæri eru í þriðja leiknum, sem felst í skattalækkunum. Þær eru öllum í hag. Reynslan sýnir, að ríkið fær þá í sinn hlut auknar skatttekjur, af því að menn vinna betur, skapa meiri verðmæti og skjóta sér síður undan skattgreiðslum. Almenningur græðir, af því að hann heldur eftir stærri hlut af sjálfsaflafé sínu. Ráðstöfunartekjur hans aukast. Jafnvel þeir, sem háðir eru velferðaraðstoð, græða, því að afkoma ríkisins verður traustari við öflugt atvinnulíf.Það er umhugsunarefni, að skatttekjur ríkisins á mann eru svipaðar í Sviss og Svíþjóð, þótt skattheimta sé um 30% af landsframleiðslu í Sviss og rösk 50% í Svíþjóð. Skattheimta er hér rösk 40% af landsframleiðslu. Okkur er því óhætt að stefna í átt til Svisslendinga án þess að óttast lægri skatttekjur ríkisins eða skerta velferðaraðstoð. Núverandi ríkisstjórn á leikinn. Ef hún hefur áhuga á að endast, þá á hún að ráðast í djarflegar skattalækkanir. Hún hefur allt að vinna og engu að tapa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hannes Hólmsteinn Gissurarson Mest lesið Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Í mannlífinu keppir fólk í margvíslegum leikjum, ekki nauðsynlega hvert við annað, heldur að einhverjum markmiðum. Leikjafræði (e. game theory) bregður þess vegna skæru ljósi á sum viðfangsefni okkar. Þrenns konar leikirLeikjafræðingar skipta leikjum iðulega í þrennt. Ein tegundin er, þegar hreinn gróði er af leiknum (positive-sum game). Dæmi um það er frjáls viðskipti. Ef einn maður á epli, sem hann þarf ekki, en vantar glóaldin, og annar maður á glóaldin, sem hann þarf ekki, en vantar epli, þá skiptast þeir á þessum ávöxtum. Báðir græða. Annað dæmi er umferðarreglur. Menn koma sér saman um að aka annaðhvort á vinstra vegarhelmingi eins og Englendingar eða hinum hægri eins og við, og umferð verður greiðari. Allir græða.Önnur tegund leikja er, þegar hvorki er gróði né tap af leiknum sjálfum, heldur græðir einn leikandinn, þegar annar tapar (zero-sum game). Dæmi um það er stöðuveitingar. Einn umsækjandi hlýtur eftirsótta stöðu, en aðrir sitja eftir með sárt ennið. Annað dæmi er valdabarátta. Einn flokkur sigrar í kosningum, annar tapar. Þriðja tegund leikja er, þegar hreint tap er af leiknum, allir verr settir eftir hann (negative-sum game). Skýrasta dæmið um það er stríð milli þjóða. Annað dæmi er kjarabarátta, sem háð er með tíðum og hörðum verkföllum, en skilar aðeins verðbólgu. Þá tapa allir.KvótakerfiðHér hefur verið einstæður stöðugleiki í stjórnmálum frá 1991. Ein ástæðan er, að ríkisstjórnir þessa tímabils hafa leikið tvo leiki af fyrstu tegundinni. Annar leikurinn fólst í kvótakerfinu í sjávarútvegi. Í einföldustu mynd sinni var vandinn sá, að sextán bátar sóttu á fiskimið, sem átta bátar gátu nýtt með gróða. Fækka þurfti bátunum úr sextán í átta. Þetta var gert með því að úthluta til bátanna sextán aflaheimildum eða kvótum, sem nægðu átta þeirra til ábatasams reksturs. Þá keyptu eigendur átta bátanna með betri afkomu kvóta af eigendum átta bátanna með verri afkomu, svo að hinir síðarnefndu hættu veiðum.Allir græddu. Eigendur átta bátanna með verri afkomu sneru í land með fullar hendur fjár. Það markmið náðist friðsamlega að fækka bátunum úr sextán í átta. Eigendur átta bátanna með betri afkomu héldu áfram veiðum og undu glaðir við sitt. Þjóðin græddi á því, að sjávarútvegur skilaði arði, en var ekki rekinn með tapi eins og víðast annars staðar í heiminum. Ríkið græddi á því, að útgerðarfyrirtæki greiddu skatta.EinkavæðingHinn leikurinn fólst í einkavæðingu. Tímabilið 1991-2007 seldi ríkið fyrirtæki fyrir röska 120 milljarða króna. Þar á meðal voru fyrirtæki, sem okkur finnst nú óskiljanlegt, að ríkið skyldi hafa rekið, til dæmis ferðaskrifstofa og prentsmiðja. Mestu munaði þó um síldarverksmiðjur ríkisins, Fjárfestingarbanka atvinnulífsins, Búnaðarbankann, Landsbankann og Símann.Allir græddu á einkavæðingunni. Seljandinn, sem var ríkið fyrir hönd almennings, fékk í sinn hlut ærið fé, sem var sem betur fer notað til að grynnka á skuldum, meðal annars áföllnum lífeyrisskuldbindingum, sem fyrri ríkisstjórnir höfðu lítt skeytt um. Kaupendur eignuðust fyrirtæki, sem döfnuðu í höndum þeirra, enda fara menn betur með eigið fé en annarra. Starfsfólk naut hærra kaups. Skatttekjur stórjukust af þessum fyrirtækjum.SkattalækkanirBáðir þessir leikir voru dæmi um það, þegar gæði færast úr óhagkvæmri nýtingu í hagkvæma. Margt er þar vissulega enn ógert, en fleiri og meiri tækifæri eru í þriðja leiknum, sem felst í skattalækkunum. Þær eru öllum í hag. Reynslan sýnir, að ríkið fær þá í sinn hlut auknar skatttekjur, af því að menn vinna betur, skapa meiri verðmæti og skjóta sér síður undan skattgreiðslum. Almenningur græðir, af því að hann heldur eftir stærri hlut af sjálfsaflafé sínu. Ráðstöfunartekjur hans aukast. Jafnvel þeir, sem háðir eru velferðaraðstoð, græða, því að afkoma ríkisins verður traustari við öflugt atvinnulíf.Það er umhugsunarefni, að skatttekjur ríkisins á mann eru svipaðar í Sviss og Svíþjóð, þótt skattheimta sé um 30% af landsframleiðslu í Sviss og rösk 50% í Svíþjóð. Skattheimta er hér rösk 40% af landsframleiðslu. Okkur er því óhætt að stefna í átt til Svisslendinga án þess að óttast lægri skatttekjur ríkisins eða skerta velferðaraðstoð. Núverandi ríkisstjórn á leikinn. Ef hún hefur áhuga á að endast, þá á hún að ráðast í djarflegar skattalækkanir. Hún hefur allt að vinna og engu að tapa.
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun