Ástandið 25. ágúst 2007 00:01 Með reglulegu millibili blossar upp á Íslandi umræða um hið svokallaða ástand í miðbænum, en "ástandið í miðbænum" er eiginlega orðið sérstakt hugtak í íslenskri umræðu, notað af þeim sem telja miðbæinn vera gróðrastíu ofbeldis, óláta og óhreininda. Alla mína hundstíð hef ég hlýtt með litlu millibili á bölv og ragn í fjölmiðlum út af miðbænum. ÞEGAR ég var unglingur var Hallærisplanið hættulegasti staður í heimi. Þar var sagt að pönkarar myndu líklega taka mann hálstaki og snúa mann niður í götuna með hvellum hrossahlátri ef maður gerðist svo fífldjarfur að ganga þar um að kvöldlagi. Hlemmur þótti líka stórhættulegur staður og gott ef það var ekki haft fyrir satt að í þeirri strætisvagnastoppistöð myrkraaflanna byggju mannætur í leðurjökkum sem biðu eftir nýju fórnarlambi á degi hverjum, einkum guttum úr úthverfi eins og mér. ÉG verð að viðurkenna að ég var til dæmis verulega taugaóstyrkur þegar ég fór inn á Hlemm í fyrsta skipti á mínum 17 ára afmælisdegi til þess að láta taka þar af mér passamynd í ökuskírteinið. Ég bjóst alveg eins við að vera sleginn niður þá þegar af ógæfumanni, miðað við sögurnar, en svoleiðis leiðindi hefðu auðvitað verið sárgrætileg í aðdraganda myndatökunnar í ljósi þess að gert er ráð fyrir að sama myndin sé í skírteininu allt til 2042, í mínu tilviki, og því ekki gott að vera með sprungna vör eða glóðarauga eftir átök. EN þetta slapp nú allt saman. Ég hef gengið óáreittur um miðbæinn að kvöld- og næturlagi um árabil. Þar hef ég oft skemmt mér konunglega, þótt undanfarið sé ég orðinn alveg kolómögulegur pöbbaröltari, enda rólyndismaður orðinn og meira að segja kominn með nokkur grá hár í vangann, sem ég er reyndar nokkuð stoltur af, því það veitir mér vissulega aukinn þunga í daglegu lífi. En hvað um það. Einstaka sinnum horfi ég dreyminn út um stofugluggann og rifja upp með sjálfum mér tryllt djamm á Kaffibarnum og þreifa á örinu sem ég er með fyrir ofan annað augað eftir að félagi minn skall á mér í einhverju brjáluðu og ábyrgðarlausu danssporinu þarna í sveittum þrengslunum um og upp úr aldamótum, svo að sauma þurfti sjö spor. EN ég skil líka afskaplega vel þá sem finnst erfitt að búa þarna. Einu sinni bjó ég fyrir ofan skemmtistað í Belgíu þegar lagið Makarena var nýbúið að slá gegn. Þá var ég við það að missa vitið. En svona er þetta. Réttur minn var enginn. Mér var bara sagt að dansa með, sem ég gerði ekki. Ég held að okkur ætti öllum að vera það ljóst að við Íslendingar, ekki frekar en Belgar, erum ekki fólk sem fer endilega snemma að sofa eða höfum lágt þegar við skemmtum okkur. Til þess að sporna við alls kyns vitleysisgangi sem því fylgir að hafa skemmtanalíf er ég handviss um að aðeins eitt ráð virki: Sýnileg löggæsla. Hingað til hefur hún nefnilega verið ósýnileg og það virkar í öllu falli ekki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Steingrímsson Mest lesið 100 þúsund á mánuði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Ólafsfjörður og Dalvík: Kraftaverk að enginn hafi látið lífið Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Styrkleiki íslensku grunnskólanna Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn boðar skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Sérfræðingar í vonlausum aðstæðum Víðir Reynisson,Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar. Takið eftir Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Niðurgreidd sálfræðiþjónusta án sálfræðinga, hvernig hljómar það? Kristbjörg Þórisdóttir ,Edda Sigfúsdóttir Skoðun Að deyja fyrir að vera öðruvísi Arna Magnea Danks Skoðun Fólkið sem Sjálfstæðisflokkurinn og Viðreisn treystir ekki Ögmundur Jónasson Skoðun
Með reglulegu millibili blossar upp á Íslandi umræða um hið svokallaða ástand í miðbænum, en "ástandið í miðbænum" er eiginlega orðið sérstakt hugtak í íslenskri umræðu, notað af þeim sem telja miðbæinn vera gróðrastíu ofbeldis, óláta og óhreininda. Alla mína hundstíð hef ég hlýtt með litlu millibili á bölv og ragn í fjölmiðlum út af miðbænum. ÞEGAR ég var unglingur var Hallærisplanið hættulegasti staður í heimi. Þar var sagt að pönkarar myndu líklega taka mann hálstaki og snúa mann niður í götuna með hvellum hrossahlátri ef maður gerðist svo fífldjarfur að ganga þar um að kvöldlagi. Hlemmur þótti líka stórhættulegur staður og gott ef það var ekki haft fyrir satt að í þeirri strætisvagnastoppistöð myrkraaflanna byggju mannætur í leðurjökkum sem biðu eftir nýju fórnarlambi á degi hverjum, einkum guttum úr úthverfi eins og mér. ÉG verð að viðurkenna að ég var til dæmis verulega taugaóstyrkur þegar ég fór inn á Hlemm í fyrsta skipti á mínum 17 ára afmælisdegi til þess að láta taka þar af mér passamynd í ökuskírteinið. Ég bjóst alveg eins við að vera sleginn niður þá þegar af ógæfumanni, miðað við sögurnar, en svoleiðis leiðindi hefðu auðvitað verið sárgrætileg í aðdraganda myndatökunnar í ljósi þess að gert er ráð fyrir að sama myndin sé í skírteininu allt til 2042, í mínu tilviki, og því ekki gott að vera með sprungna vör eða glóðarauga eftir átök. EN þetta slapp nú allt saman. Ég hef gengið óáreittur um miðbæinn að kvöld- og næturlagi um árabil. Þar hef ég oft skemmt mér konunglega, þótt undanfarið sé ég orðinn alveg kolómögulegur pöbbaröltari, enda rólyndismaður orðinn og meira að segja kominn með nokkur grá hár í vangann, sem ég er reyndar nokkuð stoltur af, því það veitir mér vissulega aukinn þunga í daglegu lífi. En hvað um það. Einstaka sinnum horfi ég dreyminn út um stofugluggann og rifja upp með sjálfum mér tryllt djamm á Kaffibarnum og þreifa á örinu sem ég er með fyrir ofan annað augað eftir að félagi minn skall á mér í einhverju brjáluðu og ábyrgðarlausu danssporinu þarna í sveittum þrengslunum um og upp úr aldamótum, svo að sauma þurfti sjö spor. EN ég skil líka afskaplega vel þá sem finnst erfitt að búa þarna. Einu sinni bjó ég fyrir ofan skemmtistað í Belgíu þegar lagið Makarena var nýbúið að slá gegn. Þá var ég við það að missa vitið. En svona er þetta. Réttur minn var enginn. Mér var bara sagt að dansa með, sem ég gerði ekki. Ég held að okkur ætti öllum að vera það ljóst að við Íslendingar, ekki frekar en Belgar, erum ekki fólk sem fer endilega snemma að sofa eða höfum lágt þegar við skemmtum okkur. Til þess að sporna við alls kyns vitleysisgangi sem því fylgir að hafa skemmtanalíf er ég handviss um að aðeins eitt ráð virki: Sýnileg löggæsla. Hingað til hefur hún nefnilega verið ósýnileg og það virkar í öllu falli ekki.
Styrkleiki íslensku grunnskólanna Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Niðurgreidd sálfræðiþjónusta án sálfræðinga, hvernig hljómar það? Kristbjörg Þórisdóttir ,Edda Sigfúsdóttir Skoðun
Styrkleiki íslensku grunnskólanna Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Niðurgreidd sálfræðiþjónusta án sálfræðinga, hvernig hljómar það? Kristbjörg Þórisdóttir ,Edda Sigfúsdóttir Skoðun