Þakklæti 30. ágúst 2007 00:01 Fyrirbærið þakklæti er ekki hátt skrifað í nútímanum. Flestum finnst álíka fáránlegt að vera þakklátur og að safna sér fyrir einhverju. Til hvers að safna sér fyrir einhverju þegar maður fær lánað fyrir því á þremur mínútum? Til hvers að vera þakklátur fyrst allt kemur hvort sem er upp í hendurnar á manni? Það eru helst trúaðir sem gangast upp í því að vera þakklátir. Þeir eru þakklátir guði fyrir allt heila klabbið. Alveg ástæðulaust er að trúaðir einoki þakklætið. Þó ekki nema fyrir þá sjálfselsku ástæðu að þakklæti fylgir hin ágæta tilfinning auðmýktarinnar. Ég sagði Lufsunni við matarborðið að við ættum að vera þakklátari. Til dæmis ættum við að vera þakklát þessum kjúklingi sem lá steiktur fyrir framan okkur. Þessi lífvera hafði þraukað í pyntingabúðum til þess eins að láta drepa sig og pakka í plastbakka. Svo hafði kjúklingurinn legið í kæli fiðurlaus og útglenntur þangað til ég kom og keypti hann. Lufsan yppti öxlum og vék talinu að öðru áður en ég setti saman borðræðu um hrásalatið. Mér leið nokkuð vel með að hafa þakkað hænunni fyrir að fórna sér fyrir fjölskyldu mína. Dálítið eins og indjána sem er í sterkum tengslum við náttúruna. Elsta hæna í heimi varð 14 ára, svo þessi hefði getað kroppað árum saman í kringum kofa hefði henni verið gefið frelsi. Nú var hún dauð fyrir magafylli á þriðjudegi. Mörg tækifæri eru til þakklætis. Þriðja heims fólkið sem þrælaði við að búa til fötin okkar og allt dótið á skilið þakklæti. Fólkið sem nú dvelur á elliheimilum en kom Íslandi úr moldarkofunum með þrældómi á skilið þakklæti. Líka ómissandi fólkið í illa launuðu störfunum sem keyrir þjóðfélagið áfram í dag. Á persónulegri nótum getur maður svo verið þakklátur fyrir ágæta heilsu, almenna velferð og síðast en ekki síst þá heppni að hafa fæðst á þessu skeri. Það er samt dálítið bjánalegt að hafa engan til að þakka. Enginn guð er til að taka við þessu og því er ég að spá í að beina þakklæti mínu til milljarða ljósárabreiðu eyðunnar sem vísindamenn voru að finna í alheiminum, suð-vestur af Óríon. Þar er nákvæmlega ekki neitt svo það ætti að vera nóg pláss. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dr. Gunni Mest lesið Ólafsfjörður og Dalvík: Kraftaverk að enginn hafi látið lífið Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun 100 þúsund á mánuði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Styrkleiki íslensku grunnskólanna Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn boðar skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Sérfræðingar í vonlausum aðstæðum Víðir Reynisson,Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar. Takið eftir Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Niðurgreidd sálfræðiþjónusta án sálfræðinga, hvernig hljómar það? Kristbjörg Þórisdóttir ,Edda Sigfúsdóttir Skoðun Að deyja fyrir að vera öðruvísi Arna Magnea Danks Skoðun Fólkið sem Sjálfstæðisflokkurinn og Viðreisn treystir ekki Ögmundur Jónasson Skoðun
Fyrirbærið þakklæti er ekki hátt skrifað í nútímanum. Flestum finnst álíka fáránlegt að vera þakklátur og að safna sér fyrir einhverju. Til hvers að safna sér fyrir einhverju þegar maður fær lánað fyrir því á þremur mínútum? Til hvers að vera þakklátur fyrst allt kemur hvort sem er upp í hendurnar á manni? Það eru helst trúaðir sem gangast upp í því að vera þakklátir. Þeir eru þakklátir guði fyrir allt heila klabbið. Alveg ástæðulaust er að trúaðir einoki þakklætið. Þó ekki nema fyrir þá sjálfselsku ástæðu að þakklæti fylgir hin ágæta tilfinning auðmýktarinnar. Ég sagði Lufsunni við matarborðið að við ættum að vera þakklátari. Til dæmis ættum við að vera þakklát þessum kjúklingi sem lá steiktur fyrir framan okkur. Þessi lífvera hafði þraukað í pyntingabúðum til þess eins að láta drepa sig og pakka í plastbakka. Svo hafði kjúklingurinn legið í kæli fiðurlaus og útglenntur þangað til ég kom og keypti hann. Lufsan yppti öxlum og vék talinu að öðru áður en ég setti saman borðræðu um hrásalatið. Mér leið nokkuð vel með að hafa þakkað hænunni fyrir að fórna sér fyrir fjölskyldu mína. Dálítið eins og indjána sem er í sterkum tengslum við náttúruna. Elsta hæna í heimi varð 14 ára, svo þessi hefði getað kroppað árum saman í kringum kofa hefði henni verið gefið frelsi. Nú var hún dauð fyrir magafylli á þriðjudegi. Mörg tækifæri eru til þakklætis. Þriðja heims fólkið sem þrælaði við að búa til fötin okkar og allt dótið á skilið þakklæti. Fólkið sem nú dvelur á elliheimilum en kom Íslandi úr moldarkofunum með þrældómi á skilið þakklæti. Líka ómissandi fólkið í illa launuðu störfunum sem keyrir þjóðfélagið áfram í dag. Á persónulegri nótum getur maður svo verið þakklátur fyrir ágæta heilsu, almenna velferð og síðast en ekki síst þá heppni að hafa fæðst á þessu skeri. Það er samt dálítið bjánalegt að hafa engan til að þakka. Enginn guð er til að taka við þessu og því er ég að spá í að beina þakklæti mínu til milljarða ljósárabreiðu eyðunnar sem vísindamenn voru að finna í alheiminum, suð-vestur af Óríon. Þar er nákvæmlega ekki neitt svo það ætti að vera nóg pláss.
Styrkleiki íslensku grunnskólanna Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Niðurgreidd sálfræðiþjónusta án sálfræðinga, hvernig hljómar það? Kristbjörg Þórisdóttir ,Edda Sigfúsdóttir Skoðun
Styrkleiki íslensku grunnskólanna Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Niðurgreidd sálfræðiþjónusta án sálfræðinga, hvernig hljómar það? Kristbjörg Þórisdóttir ,Edda Sigfúsdóttir Skoðun