Away From Her - Fjórar stjörnur 31. ágúst 2007 00:01 Away From Her Kvikmyndin Away From Her segir frá miðaldra hjónum, Fionu og Grant, takast á við Alzheimer-sjúkdóm Fionu og innlögn hennar á hjúkrunarheimili fyrir Alzheimer-sjúklinga. Við fylgjumst með Fionu missa minnið smám saman og erfiðleika þeirra hjóna við að sætta sig við sjúkdóminn og afleiðingar hans. Away From Her er fyrsta myndin í fullri lengd sem Sarah Polley leikstýrir. Sarah er tæplega þrítug, margverðlaunuð leikkona, sem hefur áður gert nokkrar stuttmyndir. Polley tekst einstaklega vel að fjalla um þetta viðkvæma efni af virðingu og án þess að vera væmin eða of dramatísk. Í grunninn er þetta einfaldlega saga um fólk sem er að gera sitt besta til að takast á við lífið í skugga illviðráðanlegs sjúkdóms. Leikurinn í myndinni er góður. Aðalleikkonan Julie Christie sýnir snilldarleik. Henni tekst að túlka andlega hnignun Fionu á einkar sannfærandi hátt. Aðrir standa nokkuð í skugganum af henni en skila sínu áfallalaust. Söguþráðurinn er að mörgu leyti fyrirsjánlegur en það kemur ekki að sök því ekki er verið að elta einhverjar klisjur. Persónusköpunin er það sterk að það sem er fyrirsjánlegt verður samt aldrei ósannfærandi. Away from her er því þegar á heildina er litið góð mynd um manneskjur í erfiðum aðstæðum. -Jarþrúður Karlsdóttir Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Fleiri fréttir Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira
Kvikmyndin Away From Her segir frá miðaldra hjónum, Fionu og Grant, takast á við Alzheimer-sjúkdóm Fionu og innlögn hennar á hjúkrunarheimili fyrir Alzheimer-sjúklinga. Við fylgjumst með Fionu missa minnið smám saman og erfiðleika þeirra hjóna við að sætta sig við sjúkdóminn og afleiðingar hans. Away From Her er fyrsta myndin í fullri lengd sem Sarah Polley leikstýrir. Sarah er tæplega þrítug, margverðlaunuð leikkona, sem hefur áður gert nokkrar stuttmyndir. Polley tekst einstaklega vel að fjalla um þetta viðkvæma efni af virðingu og án þess að vera væmin eða of dramatísk. Í grunninn er þetta einfaldlega saga um fólk sem er að gera sitt besta til að takast á við lífið í skugga illviðráðanlegs sjúkdóms. Leikurinn í myndinni er góður. Aðalleikkonan Julie Christie sýnir snilldarleik. Henni tekst að túlka andlega hnignun Fionu á einkar sannfærandi hátt. Aðrir standa nokkuð í skugganum af henni en skila sínu áfallalaust. Söguþráðurinn er að mörgu leyti fyrirsjánlegur en það kemur ekki að sök því ekki er verið að elta einhverjar klisjur. Persónusköpunin er það sterk að það sem er fyrirsjánlegt verður samt aldrei ósannfærandi. Away from her er því þegar á heildina er litið góð mynd um manneskjur í erfiðum aðstæðum. -Jarþrúður Karlsdóttir
Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Fleiri fréttir Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira