Góðir stakkfirðingar 1. september 2007 06:00 Örnefni eru vandmeðfarin því fólk tekur við þau ástfóstri, eins og dæmin sanna. Ekki er langt síðan lá við borgarastyrjöld norður í landi vegna ágreinings um heiti á fjalli. Við sameiningu íslenskra sveitarfélaga komu upp svipuð vandamál. Sumir Keflvíkingar harðneituðu að vera annað en Keflvíkingar áfram og Njarðvíkingar tóku í svipaðan streng. Niðurstaðan var hið afleita nafn Reykjanesbær. Nafnið er í fyrsta lagi afleitt vegna hrokans sem það lýsir. Þessu má líkja við að Ísafjörður héti skyndilega Vestfjarðabær - af fullkomnu tillitsleysi við Bolvíkinga, Þingeyringa, Tálknfirðinga og aðra Vestfirðinga. Í öðru lagi er það afleitt vegna þess hve óþjált og tilgerðarlegt það er. Enginn tekur ástfóstri við svona örnefni, sem er í raun aðeins pólítísk þrautalending án tengsla við sögu, land eða lýð. Enda hafa Keflvíkingar purkunarlaust haldið áfram að vera Keflvíkingar og Njarðvíkingar Njarðvíkingar. Þannig skila orðin „Keflvíkingur" og „Keflvíkingar" 13.460 niðurstöðum séu þau „gúgluð", „Njarðvíkingur" og „Njarðvíkingar" 5.250 niðurstöðum en „Reykjanesbæingur" og „Reykjanesbæingar" samtals 27. Nafnið er ónothæft. Fyrir vikið er sungið „Ó, Keflavík" á Ljósanótt, en ekki „Ó, Njarðvík" eða „Ó, Reykjanesbær". (Hvernig skyldu Siglfirðingar taka því ef Fjallabyggðarlagið héti „Ó, Ólafsfjörður"?) Loks er það ekki annað en hvimleið meinloka og lýti á landakortum að sveitarfélög verði að heita „bær" eða „byggð". Um árabil hefur verið hægt að segjast vera í Hafnarfirði án þess að nokkur vaði í þeirri villu að ekki sé átt við bæinn heldur fjörðinn sem bærinn er kenndur við. Stakksfjörður er fallegt örnefni með merkilega sögu. Þetta er breiður og djúpur fjörður sem gengur suður úr Faxaflóa og afmarkast að austan af Keilisnesi en af Stakksnípu í Hólmsbergi á Rosmhvalanesi að vestan. Hann dregur nafn sitt af stökum klettadrangi, Stakki, sem er undan Hólmsbergi. Inn úr Stakksfirði ganga tvær víkur, Keflavík og Njarðvík. Því má færa rök fyrir því að bæði Keflvíkingar og Njarðvíkingar séu Stakkfirðingar. Það gerir þá ekki að minni Keflvíkingum eða Njarðvíkingum. Ég óska öllum Stakkfirðingum til hamingju með hátíðahöld helgarinnar og byggð í Stakksfirði blómlegra daga um alla framtíð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Þór Jónsson Mest lesið Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun
Örnefni eru vandmeðfarin því fólk tekur við þau ástfóstri, eins og dæmin sanna. Ekki er langt síðan lá við borgarastyrjöld norður í landi vegna ágreinings um heiti á fjalli. Við sameiningu íslenskra sveitarfélaga komu upp svipuð vandamál. Sumir Keflvíkingar harðneituðu að vera annað en Keflvíkingar áfram og Njarðvíkingar tóku í svipaðan streng. Niðurstaðan var hið afleita nafn Reykjanesbær. Nafnið er í fyrsta lagi afleitt vegna hrokans sem það lýsir. Þessu má líkja við að Ísafjörður héti skyndilega Vestfjarðabær - af fullkomnu tillitsleysi við Bolvíkinga, Þingeyringa, Tálknfirðinga og aðra Vestfirðinga. Í öðru lagi er það afleitt vegna þess hve óþjált og tilgerðarlegt það er. Enginn tekur ástfóstri við svona örnefni, sem er í raun aðeins pólítísk þrautalending án tengsla við sögu, land eða lýð. Enda hafa Keflvíkingar purkunarlaust haldið áfram að vera Keflvíkingar og Njarðvíkingar Njarðvíkingar. Þannig skila orðin „Keflvíkingur" og „Keflvíkingar" 13.460 niðurstöðum séu þau „gúgluð", „Njarðvíkingur" og „Njarðvíkingar" 5.250 niðurstöðum en „Reykjanesbæingur" og „Reykjanesbæingar" samtals 27. Nafnið er ónothæft. Fyrir vikið er sungið „Ó, Keflavík" á Ljósanótt, en ekki „Ó, Njarðvík" eða „Ó, Reykjanesbær". (Hvernig skyldu Siglfirðingar taka því ef Fjallabyggðarlagið héti „Ó, Ólafsfjörður"?) Loks er það ekki annað en hvimleið meinloka og lýti á landakortum að sveitarfélög verði að heita „bær" eða „byggð". Um árabil hefur verið hægt að segjast vera í Hafnarfirði án þess að nokkur vaði í þeirri villu að ekki sé átt við bæinn heldur fjörðinn sem bærinn er kenndur við. Stakksfjörður er fallegt örnefni með merkilega sögu. Þetta er breiður og djúpur fjörður sem gengur suður úr Faxaflóa og afmarkast að austan af Keilisnesi en af Stakksnípu í Hólmsbergi á Rosmhvalanesi að vestan. Hann dregur nafn sitt af stökum klettadrangi, Stakki, sem er undan Hólmsbergi. Inn úr Stakksfirði ganga tvær víkur, Keflavík og Njarðvík. Því má færa rök fyrir því að bæði Keflvíkingar og Njarðvíkingar séu Stakkfirðingar. Það gerir þá ekki að minni Keflvíkingum eða Njarðvíkingum. Ég óska öllum Stakkfirðingum til hamingju með hátíðahöld helgarinnar og byggð í Stakksfirði blómlegra daga um alla framtíð.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun