Bíó og sjónvarp

Casablanca endurgerð á Indlandi

Humphrey Bogart og Ingrid Bergman í hlutverkum sínum
Humphrey Bogart og Ingrid Bergman í hlutverkum sínum

Hin margrómaða kvikmynd Casablanca verður endurgerð á Indlandi. Gamla handritið verður þýtt og staðfært að suður-indverskum nútímaveruleika. Í stuttu máli fjallar myndin, sem hefur fengið titilinn Ezham Mudra, um veitingarstaðareiganda sem aðstoðar sína heitt elskuðu, sem er Tamiltígri í stríði við stjórnvöld á Sri Lankan, við að flýja frá Indlandi.

Leikstjóri endurgerðarinnar tjáði fjölmiðlum að myndin yrði virðingarvottur við Casablanca. Stefnt er að því að frumsýna endurgerðina í Casablanca sjálfri, borginni í Marokkó þar sem gamla myndin átti sér stað.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.