Herör gegn okri 20. september 2007 00:01 Samkeppnislögum er ætlað að torvelda fyrirtækjum að okra á almenningi. Viðskiptaháttalag, sem tíðkaðist á Íslandi um langt árabil, til dæmis í bönkum og olíufélögum, og var þá löglegt, varðar nú við lög. Svo er Evrópu fyrir að þakka. Aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu (EES) frá 1994 hefur veitt fólkinu í landinu lagavernd gegn gamla okrinu: vernd, sem þjóðin hafði reynzt ófær um að veita sér af sjálfsdáðum. Samkeppniseftirlit ESB styður við bakið á eftirliti einstakra aðildarlanda. Það er því ef til vill engin furða, að andstaðan gegn inngöngu Íslands í ESB skuli vera einna mest og megnust meðal gömlu okraranna og bandamanna þeirra, sem virðast enn ráða ferðinni í Sjálfstæðisflokknum og Samtökum atvinnulífsins. Hitt sætir furðu, að Alþýðusambandið stendur í þessu máli þögult við hlið þeirra, sem skeyta manna minnst um hag fátæks fólks.Verðlag og vextirNý ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks hefði þurft að stíga fram strax í vor leið og viðurkenna, að verðlag er yfirleitt of hátt á Íslandi líkt og útlánsvextir. Hvort tveggja stafar að talsverðu leyti af ónógri samkeppni að utan auk landlægrar og heimatilbúinnar fákeppni. Vandinn er ekki nýr.Þegar einokunarverzlun danskra kaupmanna lagðist af á sinni tíð, tóku íslenzkir menn að okra á almenningi, og hefur sú skipan haldizt nær óbreytt með ýmsu sniði æ síðan. Eimskipafélagið, óskabarn þjóðarinnar, fékk vini sína í Sjálfstæðisflokknum til að drepa alla samkeppni í sjóflutningum, helzt í fæðingu. Og þannig fóru Flugleiðir að. Þessa sögu kunna manna bezt þeir Björgólfur Guðmundsson í Hafskipum, nú Landsbankanum, og Guðni Þórðarson í Sunnu, ferðaskrifstofunni. Forlag Björgólfs, Edda, gaf út sögu Guðna fyrir síðustu jól; þar skefur Guðni ekki utan af hlutunum. Uppgjör Björgólfs verður einnig fróðlegt, þegar þar að kemur.Ríkisstjórnin á sterkan leik í stöðunni. Hún getur gert skjótvirkar ráðstafanir til að laða erlend fyrirtæki til Íslands líkt og Írar hafa gert með skattfríðindum og öðrum tilslökunum. Það væri fengur í að fá hingað heim erlend flugfélög til að keppa fyrir alvöru við Icelandair og Iceland Express, erlenda banka til að keppa við íslenzku bankana og erlend tryggingafélög til að keppa við íslenzku félögin. Það væri góð byrjun. Enn betra væri að sækja án frekari tafar um aðild að ESB, því að þá kæmi hitt af sjálfu sér. Norrænir bankar starfa nú orðið í Þýzkalandi og þykir sjálfsagt. Íslenzkir bankar starfa í Noregi og Svíþjóð og bjóða viðskiptavinum sínum þar betri kjör en þeir bjóða hér heima, því að hér þurfa þeir ekki að keppa nema hver við annan.Ójöfnuður og okurRíkisstjórnin nýja hefði einnig þurft að kannast vafningalaust við aukinn ójöfnuð hér heima síðan 1993, fjalla vandlega um málið og leggja fram tillögur um viðbrögð, til dæmis um hækkun skattleysismarka og samræmda skattmeðferð launa og fjármagnstekna. Í kosningabaráttunni í vor þrættu málsvarar beggja þáverandi stjórnarflokka fyrir aukinn ójöfnuð, þótt þeir vissu upp á sig sökina. Þeir héldu því blákalt fram, að þróun ójafnaðar í tekjuskiptingu hér heima undangengin ár væri svipuð og í nálægum löndum og báru jafnvel Hagstofuna fyrir sig eins og það kæmi málinu ekki við, að sjálfur forsætisráðherrann, þá fjármálaráðherra, hafði nokkru áður lagt fram á Alþingi órækar upplýsingar um stóraukinn ójöfnuð. Ég hef því farið þess á leit við Efnahags- og framfarastofnunina (OECD) í París, að hún kanni og kortleggi þróun tekjuskiptingar í aðildarlöndum sínum undangengin ár, svo að venjulegt fólk þurfi ekki að velkjast í vafa um staðreyndir málsins og óprúttnir stjórnmálamenn og erindrekar þeirra komist ekki upp með ítrekuð ósannindi.Þeir hjá OECD hafa gert slíkt áður: frá þeim eru komnar búverndarkostnaðartölurnar, sem gera málsvörum haftastefnunnar í landbúnaði hér heima og annars staðar nú ókleift að halda fram röngum upplýsingum eins og þeir gerðu lengi, áður en OECD gekk í málið.Þessi tvö mál tengjast. Bankarnir taka 24 prósent ársvexti af þeim 71 milljarði króna, sem heimili og fyrirtæki velta á undan sér á yfirdrætti. Það gerir að jafnaði 18 þúsund krónur á mánuði í yfirdráttarvexti árið um kring á hverja fjögurra manna fjölskyldu um landið. Ætla má, að efnalítil heimili og smáfyrirtæki beri bróðurpartinn af þessari byrði.Bankarnir hafa allmiklar tekjur í útlöndum, rétt er það, en þeir raka einnig saman fé fátæks fólks og smáfyrirtækja hér heima til að mylja undir sig og sína. Af þessu háttalagi bankanna sprettur einn angi aukins ójafnaðar á Íslandi. Bankarnir þurfa aðhald og samkeppni að utan. Ríkisstjórnin á leik. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorvaldur Gylfason Mest lesið Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun
Samkeppnislögum er ætlað að torvelda fyrirtækjum að okra á almenningi. Viðskiptaháttalag, sem tíðkaðist á Íslandi um langt árabil, til dæmis í bönkum og olíufélögum, og var þá löglegt, varðar nú við lög. Svo er Evrópu fyrir að þakka. Aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu (EES) frá 1994 hefur veitt fólkinu í landinu lagavernd gegn gamla okrinu: vernd, sem þjóðin hafði reynzt ófær um að veita sér af sjálfsdáðum. Samkeppniseftirlit ESB styður við bakið á eftirliti einstakra aðildarlanda. Það er því ef til vill engin furða, að andstaðan gegn inngöngu Íslands í ESB skuli vera einna mest og megnust meðal gömlu okraranna og bandamanna þeirra, sem virðast enn ráða ferðinni í Sjálfstæðisflokknum og Samtökum atvinnulífsins. Hitt sætir furðu, að Alþýðusambandið stendur í þessu máli þögult við hlið þeirra, sem skeyta manna minnst um hag fátæks fólks.Verðlag og vextirNý ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks hefði þurft að stíga fram strax í vor leið og viðurkenna, að verðlag er yfirleitt of hátt á Íslandi líkt og útlánsvextir. Hvort tveggja stafar að talsverðu leyti af ónógri samkeppni að utan auk landlægrar og heimatilbúinnar fákeppni. Vandinn er ekki nýr.Þegar einokunarverzlun danskra kaupmanna lagðist af á sinni tíð, tóku íslenzkir menn að okra á almenningi, og hefur sú skipan haldizt nær óbreytt með ýmsu sniði æ síðan. Eimskipafélagið, óskabarn þjóðarinnar, fékk vini sína í Sjálfstæðisflokknum til að drepa alla samkeppni í sjóflutningum, helzt í fæðingu. Og þannig fóru Flugleiðir að. Þessa sögu kunna manna bezt þeir Björgólfur Guðmundsson í Hafskipum, nú Landsbankanum, og Guðni Þórðarson í Sunnu, ferðaskrifstofunni. Forlag Björgólfs, Edda, gaf út sögu Guðna fyrir síðustu jól; þar skefur Guðni ekki utan af hlutunum. Uppgjör Björgólfs verður einnig fróðlegt, þegar þar að kemur.Ríkisstjórnin á sterkan leik í stöðunni. Hún getur gert skjótvirkar ráðstafanir til að laða erlend fyrirtæki til Íslands líkt og Írar hafa gert með skattfríðindum og öðrum tilslökunum. Það væri fengur í að fá hingað heim erlend flugfélög til að keppa fyrir alvöru við Icelandair og Iceland Express, erlenda banka til að keppa við íslenzku bankana og erlend tryggingafélög til að keppa við íslenzku félögin. Það væri góð byrjun. Enn betra væri að sækja án frekari tafar um aðild að ESB, því að þá kæmi hitt af sjálfu sér. Norrænir bankar starfa nú orðið í Þýzkalandi og þykir sjálfsagt. Íslenzkir bankar starfa í Noregi og Svíþjóð og bjóða viðskiptavinum sínum þar betri kjör en þeir bjóða hér heima, því að hér þurfa þeir ekki að keppa nema hver við annan.Ójöfnuður og okurRíkisstjórnin nýja hefði einnig þurft að kannast vafningalaust við aukinn ójöfnuð hér heima síðan 1993, fjalla vandlega um málið og leggja fram tillögur um viðbrögð, til dæmis um hækkun skattleysismarka og samræmda skattmeðferð launa og fjármagnstekna. Í kosningabaráttunni í vor þrættu málsvarar beggja þáverandi stjórnarflokka fyrir aukinn ójöfnuð, þótt þeir vissu upp á sig sökina. Þeir héldu því blákalt fram, að þróun ójafnaðar í tekjuskiptingu hér heima undangengin ár væri svipuð og í nálægum löndum og báru jafnvel Hagstofuna fyrir sig eins og það kæmi málinu ekki við, að sjálfur forsætisráðherrann, þá fjármálaráðherra, hafði nokkru áður lagt fram á Alþingi órækar upplýsingar um stóraukinn ójöfnuð. Ég hef því farið þess á leit við Efnahags- og framfarastofnunina (OECD) í París, að hún kanni og kortleggi þróun tekjuskiptingar í aðildarlöndum sínum undangengin ár, svo að venjulegt fólk þurfi ekki að velkjast í vafa um staðreyndir málsins og óprúttnir stjórnmálamenn og erindrekar þeirra komist ekki upp með ítrekuð ósannindi.Þeir hjá OECD hafa gert slíkt áður: frá þeim eru komnar búverndarkostnaðartölurnar, sem gera málsvörum haftastefnunnar í landbúnaði hér heima og annars staðar nú ókleift að halda fram röngum upplýsingum eins og þeir gerðu lengi, áður en OECD gekk í málið.Þessi tvö mál tengjast. Bankarnir taka 24 prósent ársvexti af þeim 71 milljarði króna, sem heimili og fyrirtæki velta á undan sér á yfirdrætti. Það gerir að jafnaði 18 þúsund krónur á mánuði í yfirdráttarvexti árið um kring á hverja fjögurra manna fjölskyldu um landið. Ætla má, að efnalítil heimili og smáfyrirtæki beri bróðurpartinn af þessari byrði.Bankarnir hafa allmiklar tekjur í útlöndum, rétt er það, en þeir raka einnig saman fé fátæks fólks og smáfyrirtækja hér heima til að mylja undir sig og sína. Af þessu háttalagi bankanna sprettur einn angi aukins ójafnaðar á Íslandi. Bankarnir þurfa aðhald og samkeppni að utan. Ríkisstjórnin á leik.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun