Grínverktaki rekinn 22. september 2007 00:01 Fyrir nokkrum vikum var tilkynnt um grundvallarbreytingu á einni af helstu stofnunum íslensks samfélags, sjálfri Spaugstofunni. Einn félaganna sem hefur verið með í hópnum frá upphafi, Randver Þorláksson, hefur verið rekinn frá Ríkisútvarpinu og verður ekki með í Spaugstofunni í ár. Í sjálfu sér eru það engin tíðindi að Sjónvarpið endurráði ekki starfsmann. Það sem vakti athygli mína voru hins vegar viðbrögð félaga Randvers í Spaugstofunni. Að sögn eru þeir óánægðir með brottreksturinn en ekkert sé við þessu að gera. Þeir hafi alla tíð verið fimm verktakar sem ráðnir voru í vinnu hjá Ríkisútvarpinu. Þetta finnst mér merkileg yfirlýsing vegna þess að ég hef aldrei litið á Spaugstofuna þessum augum fyrr. Í mínum augum var Spaugstofan skapandi afl, ekki verktakar að vinna eftir teikningum heldur listamenn að búa til eitthvað nýtt. Gamanleikir eru meðal merkustu listgreina hvers samfélags og Spaugstofan telst stórmerkileg á þeim mælikvarða - þátturinn hefur verið vinsælasta gamanefni Íslendinga í 18 ár. Það sem var merkilegast við þáttinn var þó líklega hvernig hann varð til sem afsprengi hópvinnu. Húmor Spaugstofunnar tilheyrir ekki einum manni heldur varð kómíkin til í sínu eigin rými; tengslanna sem voru á milli þessara ágætu gamanleikara. Á bak við Spaugstofuna voru einstaklingar en hún var líka sjálfstætt afl, lítið samfélag sem endurspeglaði annað stærra samfélag. Fólk trúði því jafnvel að einhver ósýnileg tengsl væru á milli Spaugstofunnar og íslensku þjóðarsálarinnar. Þannig virkar líka kómíkin. Það gengur ekki að hafa Laurel án Hardys, eða Abbott án Costellos. Marxbræður færu ekki að reka einn bróður og ráða óskyldan mann í hans stað. Monty Python-hópurinn dó með Graham Chapman, ekkert síður en Bítlarnir dóu með John Lennon. Á sama hátt ætti Spaugstofan ekki að geta þrifist án Randvers. Eða ekki. Nú er okkur sagt að þetta hafi allt saman verið blekking. Spaugstofan var aldrei til sem samfélag skapandi listamanna heldur voru þetta verktakar í vinnu hjá ríkinu. Ríkisútvarpið á Spaugstofuna eins og hvert annað skrásett vörumerki. Samfélag Karls Ágústs, Sigurðar, Arnar, Pálma og Randvers - míkrókosmosinn sem okkur fannst stundum fela í sér allt Ísland - var heldur aldrei til. Þeir voru staksteinar sem komu hver öðrum ekkert meira við en hver annar Kínverji eða Portúgali við Kárahnjúka. Það er ekki til samfélag, bara einstaklingar.Martröð nýfrjálshyggjunnarAuðvitað veit maður að söngur tímans er svona. Við komum hvert öðru ekkert við heldur erum við öll lítil atóm sem verða hvert og eitt að eiga við stórabróður - hinn alráða vinnuveitanda. Atómin koma hvert öðru ekkert við því að þau eru frjáls og sjálfstæð. Samstaða þeirra og samhjálp kemur ekki til greina því að hún er stórhættuleg; gott ef hún er ekki kommúnismi. Forðumst öfgar, er boðskapur þjóðstjórnarinnar nýju, og núna eru það hættulegar öfgar að efast um frelsi atómanna og tala þess í stað um samstöðu.Svona er veruleiki nýfrjálshyggjunnar og boðberar stefnunnar þreytast ekki á að segja manni að það sé ekki til neinn annar valkostur. Allir eiga að vera saman í einu liði - liði hinnar samstiga og alráðu einstaklingshyggju. Við megum ekki eiga lengur neitt saman, ekki skóla, sjúkrahús eða rafmagnsleiðslurnar sem liggja í húsin okkar. Við erum öll sjálfstætt starfandi verktakar í samfélagi launaleyndar þar sem öll dýrð, peningar og áhrif flæða að ofan en ekki vegna þess að atómin séu að rekast saman. Í rýminu milli atómanna gerist ekkert, engin sköpun getur orðið til þar; hvort sem það er á sviði auðsköpunar eða lista.Et tu ¿ Brute?Einhvern veginn trúði maður því þó samt að Spaugstofan væri undanskilin þessu. Að á milli okkar firrtu og valdalausu launþeganna leyndist eitt hirðfífl sem tæki ekki þátt í sjónleik nýfrjálshyggjunnar. Hirðfífl sem hægt væri að hlæja að en segði stundum óþægilegan sannleika. Að meðal þjóðar þar sem samvinnuhugsjónin væri dauð leyndist eitt, lítið samvinnufélag þar sem veruleikanum var snúið við. Að til væri samfélag hláturmenningarinnar þar sem konungur betlaranna ríkti þótt það væri ekki nema eitt kvöld í viku, hálftíma í senn. Að Bogi og Örvar myndu aldrei skilja þó að ekkert annað samfélag fái þrifist í veröld nýfrjálshyggjunnar.En auðvitað er slíkt samfélag ekki til. Það er enginn annar valkostur, ekki einu sinni í gamni. Spaugstofan var aldrei til, aðeins stakir launamenn og sjálfstætt starfandi verktakar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sverrir Jakobsson Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun
Fyrir nokkrum vikum var tilkynnt um grundvallarbreytingu á einni af helstu stofnunum íslensks samfélags, sjálfri Spaugstofunni. Einn félaganna sem hefur verið með í hópnum frá upphafi, Randver Þorláksson, hefur verið rekinn frá Ríkisútvarpinu og verður ekki með í Spaugstofunni í ár. Í sjálfu sér eru það engin tíðindi að Sjónvarpið endurráði ekki starfsmann. Það sem vakti athygli mína voru hins vegar viðbrögð félaga Randvers í Spaugstofunni. Að sögn eru þeir óánægðir með brottreksturinn en ekkert sé við þessu að gera. Þeir hafi alla tíð verið fimm verktakar sem ráðnir voru í vinnu hjá Ríkisútvarpinu. Þetta finnst mér merkileg yfirlýsing vegna þess að ég hef aldrei litið á Spaugstofuna þessum augum fyrr. Í mínum augum var Spaugstofan skapandi afl, ekki verktakar að vinna eftir teikningum heldur listamenn að búa til eitthvað nýtt. Gamanleikir eru meðal merkustu listgreina hvers samfélags og Spaugstofan telst stórmerkileg á þeim mælikvarða - þátturinn hefur verið vinsælasta gamanefni Íslendinga í 18 ár. Það sem var merkilegast við þáttinn var þó líklega hvernig hann varð til sem afsprengi hópvinnu. Húmor Spaugstofunnar tilheyrir ekki einum manni heldur varð kómíkin til í sínu eigin rými; tengslanna sem voru á milli þessara ágætu gamanleikara. Á bak við Spaugstofuna voru einstaklingar en hún var líka sjálfstætt afl, lítið samfélag sem endurspeglaði annað stærra samfélag. Fólk trúði því jafnvel að einhver ósýnileg tengsl væru á milli Spaugstofunnar og íslensku þjóðarsálarinnar. Þannig virkar líka kómíkin. Það gengur ekki að hafa Laurel án Hardys, eða Abbott án Costellos. Marxbræður færu ekki að reka einn bróður og ráða óskyldan mann í hans stað. Monty Python-hópurinn dó með Graham Chapman, ekkert síður en Bítlarnir dóu með John Lennon. Á sama hátt ætti Spaugstofan ekki að geta þrifist án Randvers. Eða ekki. Nú er okkur sagt að þetta hafi allt saman verið blekking. Spaugstofan var aldrei til sem samfélag skapandi listamanna heldur voru þetta verktakar í vinnu hjá ríkinu. Ríkisútvarpið á Spaugstofuna eins og hvert annað skrásett vörumerki. Samfélag Karls Ágústs, Sigurðar, Arnar, Pálma og Randvers - míkrókosmosinn sem okkur fannst stundum fela í sér allt Ísland - var heldur aldrei til. Þeir voru staksteinar sem komu hver öðrum ekkert meira við en hver annar Kínverji eða Portúgali við Kárahnjúka. Það er ekki til samfélag, bara einstaklingar.Martröð nýfrjálshyggjunnarAuðvitað veit maður að söngur tímans er svona. Við komum hvert öðru ekkert við heldur erum við öll lítil atóm sem verða hvert og eitt að eiga við stórabróður - hinn alráða vinnuveitanda. Atómin koma hvert öðru ekkert við því að þau eru frjáls og sjálfstæð. Samstaða þeirra og samhjálp kemur ekki til greina því að hún er stórhættuleg; gott ef hún er ekki kommúnismi. Forðumst öfgar, er boðskapur þjóðstjórnarinnar nýju, og núna eru það hættulegar öfgar að efast um frelsi atómanna og tala þess í stað um samstöðu.Svona er veruleiki nýfrjálshyggjunnar og boðberar stefnunnar þreytast ekki á að segja manni að það sé ekki til neinn annar valkostur. Allir eiga að vera saman í einu liði - liði hinnar samstiga og alráðu einstaklingshyggju. Við megum ekki eiga lengur neitt saman, ekki skóla, sjúkrahús eða rafmagnsleiðslurnar sem liggja í húsin okkar. Við erum öll sjálfstætt starfandi verktakar í samfélagi launaleyndar þar sem öll dýrð, peningar og áhrif flæða að ofan en ekki vegna þess að atómin séu að rekast saman. Í rýminu milli atómanna gerist ekkert, engin sköpun getur orðið til þar; hvort sem það er á sviði auðsköpunar eða lista.Et tu ¿ Brute?Einhvern veginn trúði maður því þó samt að Spaugstofan væri undanskilin þessu. Að á milli okkar firrtu og valdalausu launþeganna leyndist eitt hirðfífl sem tæki ekki þátt í sjónleik nýfrjálshyggjunnar. Hirðfífl sem hægt væri að hlæja að en segði stundum óþægilegan sannleika. Að meðal þjóðar þar sem samvinnuhugsjónin væri dauð leyndist eitt, lítið samvinnufélag þar sem veruleikanum var snúið við. Að til væri samfélag hláturmenningarinnar þar sem konungur betlaranna ríkti þótt það væri ekki nema eitt kvöld í viku, hálftíma í senn. Að Bogi og Örvar myndu aldrei skilja þó að ekkert annað samfélag fái þrifist í veröld nýfrjálshyggjunnar.En auðvitað er slíkt samfélag ekki til. Það er enginn annar valkostur, ekki einu sinni í gamni. Spaugstofan var aldrei til, aðeins stakir launamenn og sjálfstætt starfandi verktakar.