Ísland — til hvers? 27. september 2007 00:01 Athafnamenn ágirnast landið, orkuna, vatnið, fiskinn. Mestur gróði fæst eflaust með því að leggja þjóðfélagið niður, ekki bara málið og krónuna. Hverjum Íslendingi eru því boðnar 100 milljónir í vasann fyrir að yfirgefa landið. Þú mátt aldrei snúa aftur, enda svo sem ekki til mikils að snúa þegar allir eru fluttir í burtu og bara risavaxnar verksmiðjur með innfluttum þrælum eftir. Værirðu til í þetta? Svona dæmi setti ég upp fyrir Lufsuna og vitandi það að við fjölskyldan fengjum 400 millur og tækifæri til að hefja nýtt líf í Kanada (frábærasta land í heimi samkvæmt Michael Moore og varla lýgur hann) komumst við að þeirri niðurstöðu að já, við værum alveg til í tuskið. Ég meina, þegar allt kemur til alls, hverjir eru kostirnir við Ísland? Svona fyrir utan það að allir sem þú þekkir eru hérna? Ef þeir væru allir komnir við hliðina á þér í úthverfi í Montreal, hvað væri þá eftir? Sundlaugarnar? Skyrið? Ekki er það veðrið. Ekki er það verðlagið og blygðunarlaust okrið - halló! Lækkun virðisaukaskatts!? Ekki er það endalaus djöfulgangurinn og ruglið. Ekki er það fámennið og fábreytnin. Ekki er það hröð breyting samfélagsins frá tiltölulega jöfnu samfélagi í það að hrottalegur ójöfnuður landsmanna þykir eðlilegur. Hver samþykkti þessar breytingar? Æi já, við búum í „opnu markaðskerfi" og svona er þetta „alls staðar annars staðar". Þrátt fyrir allt þetta slæma er eitthvað sem heldur aftur að manni. Hamingjan hjálpi mér, gæti það verið þjóðarstolt? Gæti það verið hin fögru fjöll og fyrnindi og gleðin yfir góða veðrinu þegar það kemur loksins? Gæti það verið kyrrðin og hreina loftið sem má finna eftir hálftíma reiðhjólaferð úr bænum? Gæti það verið vonin um að ástandið lagist og að Ísland verði einhvern tímann alveg frábært fyrir alla? Ísland — til hvers? Jú, til að komast í burtu frá því. Maður verður að sleppa af og til. Ekkert er eins frískandi. Og Ísland er líka til þess að koma aftur til, því eftir dvöl í sveittri stórborg er undarlega ljúft að sjá hraunmolann birtast aftur í nepjunni. Og þar fyrir utan verða okkur aldrei boðnar 100 millur á kjaft fyrir að fara. Hver á þá að borga yfirdráttarvextina? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dr. Gunni Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun
Athafnamenn ágirnast landið, orkuna, vatnið, fiskinn. Mestur gróði fæst eflaust með því að leggja þjóðfélagið niður, ekki bara málið og krónuna. Hverjum Íslendingi eru því boðnar 100 milljónir í vasann fyrir að yfirgefa landið. Þú mátt aldrei snúa aftur, enda svo sem ekki til mikils að snúa þegar allir eru fluttir í burtu og bara risavaxnar verksmiðjur með innfluttum þrælum eftir. Værirðu til í þetta? Svona dæmi setti ég upp fyrir Lufsuna og vitandi það að við fjölskyldan fengjum 400 millur og tækifæri til að hefja nýtt líf í Kanada (frábærasta land í heimi samkvæmt Michael Moore og varla lýgur hann) komumst við að þeirri niðurstöðu að já, við værum alveg til í tuskið. Ég meina, þegar allt kemur til alls, hverjir eru kostirnir við Ísland? Svona fyrir utan það að allir sem þú þekkir eru hérna? Ef þeir væru allir komnir við hliðina á þér í úthverfi í Montreal, hvað væri þá eftir? Sundlaugarnar? Skyrið? Ekki er það veðrið. Ekki er það verðlagið og blygðunarlaust okrið - halló! Lækkun virðisaukaskatts!? Ekki er það endalaus djöfulgangurinn og ruglið. Ekki er það fámennið og fábreytnin. Ekki er það hröð breyting samfélagsins frá tiltölulega jöfnu samfélagi í það að hrottalegur ójöfnuður landsmanna þykir eðlilegur. Hver samþykkti þessar breytingar? Æi já, við búum í „opnu markaðskerfi" og svona er þetta „alls staðar annars staðar". Þrátt fyrir allt þetta slæma er eitthvað sem heldur aftur að manni. Hamingjan hjálpi mér, gæti það verið þjóðarstolt? Gæti það verið hin fögru fjöll og fyrnindi og gleðin yfir góða veðrinu þegar það kemur loksins? Gæti það verið kyrrðin og hreina loftið sem má finna eftir hálftíma reiðhjólaferð úr bænum? Gæti það verið vonin um að ástandið lagist og að Ísland verði einhvern tímann alveg frábært fyrir alla? Ísland — til hvers? Jú, til að komast í burtu frá því. Maður verður að sleppa af og til. Ekkert er eins frískandi. Og Ísland er líka til þess að koma aftur til, því eftir dvöl í sveittri stórborg er undarlega ljúft að sjá hraunmolann birtast aftur í nepjunni. Og þar fyrir utan verða okkur aldrei boðnar 100 millur á kjaft fyrir að fara. Hver á þá að borga yfirdráttarvextina?