Okur! Okur! Okur! 4. október 2007 00:01 Á Íslandi er okrað. Þetta vita allir enda svíður venjulegu fólki í budduna oft á dag. Verð á flestu, ef ekki öllu, er hér dýrara en annars staðar. Hér vinna menn líka lengur en annars staðar en skulda samt meira en gengur og gerist í öðrum lödnum. Þetta er fáránlega ömurlegt ástand. Verkalýðsforingjar og talsmenn neytenda ætti auðvitað að vera brjálaðir yfir þessu. Þeir ættu að mæta kolvitlausir í hvert viðtalið af öðru og ekki linna látum fyrr en eitthvað er að gert. Og þá meina ég eitthvað annað en þessi vesældarlega virðisaukaskattslækkun í vor sem er bara hlægileg í dag. Okursíðan ætti að vera á síðu Neytendasamtakanna en ekki hjá mér. En það heyrist ekki múkk í þessu liði. Það lítur allt út fyrir að vera á róandi. Búðir okra, apótek okra, veitingastaðir okra. Stutt er síðan húsnæðisverð á Íslandi var hagstætt. Ekki lengur. Nú kostar 3 herbergja íbúð á Seltjarnarnesi það sama og einbýlishús í Los Angeles með sundlaug. Af okrurum landsins eru bankarnir skæðastir. Íslenskir bankar eiga hvern einasta kjaft á landinu og leika sér að því að kreista hverja krónu út úr skuldurum sínum með ýmsum frumlegum aðferðum: verðtrygging og vextir, útskriftargjald, skuldfærslugjald, seðilgjald, millifærslugjald, vanskilagjald, þóknun, fitkostnaður, úttektargjald eða bara „annar kostnaður" - það má lengi smyrja. Bönkum er víst umhugað um ímynd sína. Ég er með frábæra hugmynd að auglýsingaherferð fyrir einhvern þeirra. Keyptar verða nokkrar heilsíður og á þeim stendur handskrifað: Þetta er bankastjórinn þinn. Við hjá bankanum ákváðum að sleppa öllu áreiti á þig í heilt ár. Það er rétt, engar „fyndnar" auglýsingar, engar flottræfilsauglýsingar um áramótin og engir jakkafatamenn að bögga þig í Kringlunni. Með því sem sparast ætlum við að fella niður þetta asnalega 13 króna úttektargjald af hverri debetkortafærslu. Ég myndi færa viðskipti mín umsvifalaust til þessa banka. Aðal ástæðan fyrir okrinu ert þú. Ef þú lætur ekki okra á þér þá verður ekki okrað á þér. Kannski er borin von að ástandið lagist því Íslendingum finnst það að láta okra á sér vera munaður. Við verðum ekki reið fyrir minna mál en að Randver sé rekinn úr Spaugstofunni. Kannski Randver ætti að snúa sér að neytendavernd? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dr. Gunni Mest lesið Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson Skoðun
Á Íslandi er okrað. Þetta vita allir enda svíður venjulegu fólki í budduna oft á dag. Verð á flestu, ef ekki öllu, er hér dýrara en annars staðar. Hér vinna menn líka lengur en annars staðar en skulda samt meira en gengur og gerist í öðrum lödnum. Þetta er fáránlega ömurlegt ástand. Verkalýðsforingjar og talsmenn neytenda ætti auðvitað að vera brjálaðir yfir þessu. Þeir ættu að mæta kolvitlausir í hvert viðtalið af öðru og ekki linna látum fyrr en eitthvað er að gert. Og þá meina ég eitthvað annað en þessi vesældarlega virðisaukaskattslækkun í vor sem er bara hlægileg í dag. Okursíðan ætti að vera á síðu Neytendasamtakanna en ekki hjá mér. En það heyrist ekki múkk í þessu liði. Það lítur allt út fyrir að vera á róandi. Búðir okra, apótek okra, veitingastaðir okra. Stutt er síðan húsnæðisverð á Íslandi var hagstætt. Ekki lengur. Nú kostar 3 herbergja íbúð á Seltjarnarnesi það sama og einbýlishús í Los Angeles með sundlaug. Af okrurum landsins eru bankarnir skæðastir. Íslenskir bankar eiga hvern einasta kjaft á landinu og leika sér að því að kreista hverja krónu út úr skuldurum sínum með ýmsum frumlegum aðferðum: verðtrygging og vextir, útskriftargjald, skuldfærslugjald, seðilgjald, millifærslugjald, vanskilagjald, þóknun, fitkostnaður, úttektargjald eða bara „annar kostnaður" - það má lengi smyrja. Bönkum er víst umhugað um ímynd sína. Ég er með frábæra hugmynd að auglýsingaherferð fyrir einhvern þeirra. Keyptar verða nokkrar heilsíður og á þeim stendur handskrifað: Þetta er bankastjórinn þinn. Við hjá bankanum ákváðum að sleppa öllu áreiti á þig í heilt ár. Það er rétt, engar „fyndnar" auglýsingar, engar flottræfilsauglýsingar um áramótin og engir jakkafatamenn að bögga þig í Kringlunni. Með því sem sparast ætlum við að fella niður þetta asnalega 13 króna úttektargjald af hverri debetkortafærslu. Ég myndi færa viðskipti mín umsvifalaust til þessa banka. Aðal ástæðan fyrir okrinu ert þú. Ef þú lætur ekki okra á þér þá verður ekki okrað á þér. Kannski er borin von að ástandið lagist því Íslendingum finnst það að láta okra á sér vera munaður. Við verðum ekki reið fyrir minna mál en að Randver sé rekinn úr Spaugstofunni. Kannski Randver ætti að snúa sér að neytendavernd?
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun