Munkar og skunkar 4. október 2007 00:01 Ríkisstjórnir Norður-Kóreu og Kúbu eiga sitthvað sameiginlegt, þar á meðal þetta: önnur hefur hangið við völd með ofbeldi um margra áratuga skeið og ríghaldið fólkinu í ólýsanlegri fátækt fyrir velvild Kínverja, hin fyrir óvild Bandaríkjastjórnar. Búrma er annað mál. Herforingjastjórnin þar situr að vísu í skjóli Kínverja og hefur gert það síðan 1962, en þeir halda henni samt ekki uppi, enda er ekki til að dreifa nánu sögulegu sambandi milli landanna líkt og milli Kína og Kóreu. Búrma stóð fyrir sínu fyrir miðbik síðustu aldar, landið var þá helzti hrísgrjónaútflytjandi heimsins í tonnum talið og þótti standa feti framar en Taíland á næsta bæ við. Búrma hafði háð þrjár styrjaldir við Breta á nítjándu öld og féll undir brezk yfirráð 1885. Bretar stjórnuðu Búrmu líkt og Indlandi, bæði vel og illa, svo að fólkið í Búrmu brauzt að endingu undan veldi þeirra 1948 meðal annars fyrir tilstilli munka, sem hafa frá fornu fari notið mikillar virðingar meðal fólksins og haldið sig frá stjórnmálum. Lýðræðið stóð ekki lengi. Herinn rændi völdum í Búrmu 1962 og hefur hangið á þeim æ síðan eins og hundur á roði. Herforingjastjórnin þjóðnýtti helminginn af hagkerfinu, þjarmaði að fólki og fyrirtækjum á alla lund og einangraði landið frá umheiminum. Herforingjarnir lýstu göngu sinni - og lýsa henni enn! - sem „sigurgöngu til sósíalisma."Að brjótast til fátæktarFram yfir 1970 héldu margir þeirra, sem fylgdust með Búrmu úr fjarlægð, að allt væri með felldu. Þá vissu menn minna um eyðileggingarmátt áætlunarbúskapar í andstöðumerkingu við blandaðan markaðsbúskap. Á þeim árum stóðu margir hagfræðingar í þeirri trú, að til langs tíma litið gæti miðstýring leitt til meiri hagvaxtar en markaðsbúskapur, ekki sízt í fátækum löndum, en flestir viðurkenndu þó, að mannréttindum væri áfátt í sósíalistaríkjum. Þjóðhagsreikningar virtust renna stoðum undir þessa skoðun: vöxtur Búrmu virtist viðunandi og sambærilegur við Taíland. Menn hefðu þó átt að heyra viðvörunarbjöllur hringja, þegar þess varð vart, að útflutningur frá Taílandi óx hröðum skrefum og utanríkisviðskipti Búrmu drógust saman ár frá ári. Smám saman byrjuðu vísbendingarnar um hnignun Búrmu að hrannast upp. Munurinn á Búrmu og Taílandi varð sífellt áþekkari þeim mun, sem blasti við ferðamönnum á landamærum Sovétríkjanna og Finnlands: að snúa aftur til Bangkok frá Rangún var eins og að koma heim og fá ferskt loft í lungun.Þannig leið mér, þegar ég sneri aftur til Bangkok að lokinni tveggja vikna vist í Rangún í embættiserindum vorið 1978. Búrmversku embættismennirnir, sem ég vann með, voru fyrsta flokks, fágaðir, flinkir og vel menntaðir í brezkum háskólum, en herforingjarnir, yfirboðarar þeirra - ég hitti nokkra - virtust ekki hafa neitt til brunns að bera annað en óheflað yfirbragð (og vopn). Landið var í hraðvaxandi niðurníðslu. Á bezta hótelinu í borginni voru sporðdrekar í rúmunum og rottur í lyftunum. Mig dauðlangaði í mangó á morgnana, því að morgunverðurinn var óætur, en á matseðlinum voru engir ávextir, þótt greinar trjáanna fyrir utan gluggann á matsalnum svignuðu undan safaríkum þunga ávaxtanna. Ég benti þjónunum á trén, en þeir sáu ekki samhengið.Fimmtíu sent á dagBúrmu fór aftur, Taíland brunaði áfram, og bilið hélt áfram að breikka. Utanríkisviðskipti Búrmu héldu áfram að drabbast niður og einnig fjárfesting, þveröfugt við Taíland. Svipaða sögu er að segja af menntamálum. Tiltölulega fleiri sækja nú háskóla í Taílandi (43 prósent af hverjum árgangi) en framhaldsskóla í Búrmu (40 prósent). Háskólarnir í Búrmu hafa staðið lokaðir langtímum saman, þar eð stúdentarnir styðja andóf munkanna gegn herforingjastjórninni. Aung San Suu Kyi, sem leiddi Lýðræðisbandalagið til yfirburðasigurs í almennum þingkosningum 1990, hefur síðan þá setið í stofufangelsi í tólf ár með hléum. Spillingin æðir áfram, hún er miklu meiri en í Taílandi.Búrma er umsvifamikill útflytjandi eiturlyfja, líkast til fyrir milligöngu herforingjastjórnarinnar, enda hefur hún alla þræði efnahagslífsins í hendi sér. Sama máli gegnir um ólöglegan útflutning þjóðminja frá Búrmu. Nú er svo komið, að mikill hluti fólksins í Búrmu myndi þakka fyrir að fá að draga fram lífið á einum dollara á dag, því að þjóðartekjur á mann í landinu eru nú ekki nema 175 Bandaríkjadollarar, eftir því sem næst verður komizt, það gerir fimmtíu sent á dag, sem er sextándi partur af tekjum á mann í Taílandi.Herforingjarnir skiptu um nafn á landinu 1989 og skírðu það Mjanmar. Líklegt virðist, að eitt af fyrstu verkum nýrrar lýðræðisstjórnar verði að taka aftur upp enska nafnið Búrma til að afmá sem allra flest af fingraförum herforingjanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorvaldur Gylfason Mest lesið Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun
Ríkisstjórnir Norður-Kóreu og Kúbu eiga sitthvað sameiginlegt, þar á meðal þetta: önnur hefur hangið við völd með ofbeldi um margra áratuga skeið og ríghaldið fólkinu í ólýsanlegri fátækt fyrir velvild Kínverja, hin fyrir óvild Bandaríkjastjórnar. Búrma er annað mál. Herforingjastjórnin þar situr að vísu í skjóli Kínverja og hefur gert það síðan 1962, en þeir halda henni samt ekki uppi, enda er ekki til að dreifa nánu sögulegu sambandi milli landanna líkt og milli Kína og Kóreu. Búrma stóð fyrir sínu fyrir miðbik síðustu aldar, landið var þá helzti hrísgrjónaútflytjandi heimsins í tonnum talið og þótti standa feti framar en Taíland á næsta bæ við. Búrma hafði háð þrjár styrjaldir við Breta á nítjándu öld og féll undir brezk yfirráð 1885. Bretar stjórnuðu Búrmu líkt og Indlandi, bæði vel og illa, svo að fólkið í Búrmu brauzt að endingu undan veldi þeirra 1948 meðal annars fyrir tilstilli munka, sem hafa frá fornu fari notið mikillar virðingar meðal fólksins og haldið sig frá stjórnmálum. Lýðræðið stóð ekki lengi. Herinn rændi völdum í Búrmu 1962 og hefur hangið á þeim æ síðan eins og hundur á roði. Herforingjastjórnin þjóðnýtti helminginn af hagkerfinu, þjarmaði að fólki og fyrirtækjum á alla lund og einangraði landið frá umheiminum. Herforingjarnir lýstu göngu sinni - og lýsa henni enn! - sem „sigurgöngu til sósíalisma."Að brjótast til fátæktarFram yfir 1970 héldu margir þeirra, sem fylgdust með Búrmu úr fjarlægð, að allt væri með felldu. Þá vissu menn minna um eyðileggingarmátt áætlunarbúskapar í andstöðumerkingu við blandaðan markaðsbúskap. Á þeim árum stóðu margir hagfræðingar í þeirri trú, að til langs tíma litið gæti miðstýring leitt til meiri hagvaxtar en markaðsbúskapur, ekki sízt í fátækum löndum, en flestir viðurkenndu þó, að mannréttindum væri áfátt í sósíalistaríkjum. Þjóðhagsreikningar virtust renna stoðum undir þessa skoðun: vöxtur Búrmu virtist viðunandi og sambærilegur við Taíland. Menn hefðu þó átt að heyra viðvörunarbjöllur hringja, þegar þess varð vart, að útflutningur frá Taílandi óx hröðum skrefum og utanríkisviðskipti Búrmu drógust saman ár frá ári. Smám saman byrjuðu vísbendingarnar um hnignun Búrmu að hrannast upp. Munurinn á Búrmu og Taílandi varð sífellt áþekkari þeim mun, sem blasti við ferðamönnum á landamærum Sovétríkjanna og Finnlands: að snúa aftur til Bangkok frá Rangún var eins og að koma heim og fá ferskt loft í lungun.Þannig leið mér, þegar ég sneri aftur til Bangkok að lokinni tveggja vikna vist í Rangún í embættiserindum vorið 1978. Búrmversku embættismennirnir, sem ég vann með, voru fyrsta flokks, fágaðir, flinkir og vel menntaðir í brezkum háskólum, en herforingjarnir, yfirboðarar þeirra - ég hitti nokkra - virtust ekki hafa neitt til brunns að bera annað en óheflað yfirbragð (og vopn). Landið var í hraðvaxandi niðurníðslu. Á bezta hótelinu í borginni voru sporðdrekar í rúmunum og rottur í lyftunum. Mig dauðlangaði í mangó á morgnana, því að morgunverðurinn var óætur, en á matseðlinum voru engir ávextir, þótt greinar trjáanna fyrir utan gluggann á matsalnum svignuðu undan safaríkum þunga ávaxtanna. Ég benti þjónunum á trén, en þeir sáu ekki samhengið.Fimmtíu sent á dagBúrmu fór aftur, Taíland brunaði áfram, og bilið hélt áfram að breikka. Utanríkisviðskipti Búrmu héldu áfram að drabbast niður og einnig fjárfesting, þveröfugt við Taíland. Svipaða sögu er að segja af menntamálum. Tiltölulega fleiri sækja nú háskóla í Taílandi (43 prósent af hverjum árgangi) en framhaldsskóla í Búrmu (40 prósent). Háskólarnir í Búrmu hafa staðið lokaðir langtímum saman, þar eð stúdentarnir styðja andóf munkanna gegn herforingjastjórninni. Aung San Suu Kyi, sem leiddi Lýðræðisbandalagið til yfirburðasigurs í almennum þingkosningum 1990, hefur síðan þá setið í stofufangelsi í tólf ár með hléum. Spillingin æðir áfram, hún er miklu meiri en í Taílandi.Búrma er umsvifamikill útflytjandi eiturlyfja, líkast til fyrir milligöngu herforingjastjórnarinnar, enda hefur hún alla þræði efnahagslífsins í hendi sér. Sama máli gegnir um ólöglegan útflutning þjóðminja frá Búrmu. Nú er svo komið, að mikill hluti fólksins í Búrmu myndi þakka fyrir að fá að draga fram lífið á einum dollara á dag, því að þjóðartekjur á mann í landinu eru nú ekki nema 175 Bandaríkjadollarar, eftir því sem næst verður komizt, það gerir fimmtíu sent á dag, sem er sextándi partur af tekjum á mann í Taílandi.Herforingjarnir skiptu um nafn á landinu 1989 og skírðu það Mjanmar. Líklegt virðist, að eitt af fyrstu verkum nýrrar lýðræðisstjórnar verði að taka aftur upp enska nafnið Búrma til að afmá sem allra flest af fingraförum herforingjanna.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun