Leikjavísir

Nintendo áhugasamt

„Þetta er allt á byrjunarreit en við höfum átt nokkra fundi með forsvarsmönnum Nintendo," segir Magnús Scheving, framkvæmdastjóri Latabæjar.

Frá því er greint í breska blaðinu Observer að til standi að gefa út tölvuleik byggðan á Latabæ en Magnús vill fara varlega í allar slíkar yfirlýsingar. „Svona ferli getur tekið nokkur ár og þetta er allt á frumstigi," útskýrir Magnús.

Hann bætir því þó við að nýjasta afurð Nintendo, leikjatölvan Wii, henti þeim í Latabæ mjög vel enda geri stjórnpinninn notendum kleift að hreyfa sig samfara því að spila tölvuleiki.

- fgg/





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.