Í eilífðinni Karen D. Kjartansdóttir skrifar 23. október 2007 00:01 Líklega er það flughræðslan sem fær mig til að hugsa um guð og dauðann á ferðalögum. Eftir flugtak gríp ég iðulega Moggann, fletti upp í minningargreinum og velti fyrir mér hvernig slík grein yrði væri hún skrifuð um andlát mitt. Minningargreinar eru vettvangur þar sem allir virðast treysta sér til að viðra tilfinningar og persónulega hagi. Því eru þær hlýjar, tilfinningaþrungnar og stundum vandræðalegar. Við vitum að okkar tími mun koma og viljum að okkar verði minnst með tilhlýðilegum hætti. Þannig verður kjaftaglöð og hnýsin manneskja með eindæmum skrafhreifin og áhugasöm um samferðamenn sína. Sendibréfastíll er í miklu uppáhaldi hjá mér. Hverjum vöknar ekki um augu við orð á borð við: „Nú ertu dáin elsku amma mín. Þú varst alltaf svo góð og þó að ég hafi lítið hitt þig í seinni tíð gleymi ég aldrei bragðgóðu pönnukökunum sem þú töfraðir fram á svipstundu." Þetta finnst mér fögur kvenlýsing og er viss um að ömmur gleðjast við slíkan lestur á himnum. Stórmennastíll er rótgrónara form, um merka menn, styrk þeirra, karlmennsku og ráðvendni. Einatt kemur ritari því á framfæri að stórmennið hafi haft mikið álit á honum: „Fallinn er frá mikill höfðingi. Sjónarsviptir er þegar slíkur maður yfirgefur leiksvið lífsins," segir skrifari í byrjun og svo eitthvað á þessa leið: „Ég var ekki hár í loftinu þegar hann áttaði sig á því að hugur minn stóð til reksturs fyrirtækja. Réð hann mér heilt sem alla tíð hefur nýst mér vel." Hetjustíll var oft notaður um karla fyrir nokkrum áratugum og dregin upp líkindi með og görpum fortíðar. Eitt sinn varð ég svo ringluð að ég þurfti að líta aftur efst í greinina til að fullvissa mig um að Þórður nokkur væri nýlátinn en ekki Gunnar Hámundarson. Ég sé mig í anda í eilífðinni þar sem ég sit með koffínlaust kaffi, nikótínlausa sígarettu og Mogga sem engin tré dóu fyrir, og brosi góðlátlega yfir sendibréfunum sem mér hafa borist á síðum hans. „Rétt er það, vinir af holdi og blóði, ég var fögur, listfeng og dyggðug, skil vel að þið saknið mín," mun ég segja angurværum rómi og því næst snúa mér að Hallgerði Höskuldsdóttur, formóður minni, og ræða um laglega karlmenn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Karen Kjartansdóttir Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun
Líklega er það flughræðslan sem fær mig til að hugsa um guð og dauðann á ferðalögum. Eftir flugtak gríp ég iðulega Moggann, fletti upp í minningargreinum og velti fyrir mér hvernig slík grein yrði væri hún skrifuð um andlát mitt. Minningargreinar eru vettvangur þar sem allir virðast treysta sér til að viðra tilfinningar og persónulega hagi. Því eru þær hlýjar, tilfinningaþrungnar og stundum vandræðalegar. Við vitum að okkar tími mun koma og viljum að okkar verði minnst með tilhlýðilegum hætti. Þannig verður kjaftaglöð og hnýsin manneskja með eindæmum skrafhreifin og áhugasöm um samferðamenn sína. Sendibréfastíll er í miklu uppáhaldi hjá mér. Hverjum vöknar ekki um augu við orð á borð við: „Nú ertu dáin elsku amma mín. Þú varst alltaf svo góð og þó að ég hafi lítið hitt þig í seinni tíð gleymi ég aldrei bragðgóðu pönnukökunum sem þú töfraðir fram á svipstundu." Þetta finnst mér fögur kvenlýsing og er viss um að ömmur gleðjast við slíkan lestur á himnum. Stórmennastíll er rótgrónara form, um merka menn, styrk þeirra, karlmennsku og ráðvendni. Einatt kemur ritari því á framfæri að stórmennið hafi haft mikið álit á honum: „Fallinn er frá mikill höfðingi. Sjónarsviptir er þegar slíkur maður yfirgefur leiksvið lífsins," segir skrifari í byrjun og svo eitthvað á þessa leið: „Ég var ekki hár í loftinu þegar hann áttaði sig á því að hugur minn stóð til reksturs fyrirtækja. Réð hann mér heilt sem alla tíð hefur nýst mér vel." Hetjustíll var oft notaður um karla fyrir nokkrum áratugum og dregin upp líkindi með og görpum fortíðar. Eitt sinn varð ég svo ringluð að ég þurfti að líta aftur efst í greinina til að fullvissa mig um að Þórður nokkur væri nýlátinn en ekki Gunnar Hámundarson. Ég sé mig í anda í eilífðinni þar sem ég sit með koffínlaust kaffi, nikótínlausa sígarettu og Mogga sem engin tré dóu fyrir, og brosi góðlátlega yfir sendibréfunum sem mér hafa borist á síðum hans. „Rétt er það, vinir af holdi og blóði, ég var fögur, listfeng og dyggðug, skil vel að þið saknið mín," mun ég segja angurværum rómi og því næst snúa mér að Hallgerði Höskuldsdóttur, formóður minni, og ræða um laglega karlmenn.