Illmenni og kýr Karen Kjartansdóttir skrifar 30. október 2007 00:01 Íslenska landnámskýrin er eins og þjóðin. Lítil, krúttleg og afskaplega dugleg. Hún kom með forfeðrum okkar til landsins í opnum bát yfir Atlantshafið. Á skinnum afkvæma hennar er saga okkar geymd og mjólk hennar hélt lífi í þjóðinni öldum saman. Í Íslendingasögum eru mjólkurafurðir oft drifkraftur sögunnar og þeir sem hafa lesið Sjálfstætt fólk eftir sjálft nóbelsskáldið vita að sjaldan er dauðinn jafn harmrænn í skáldsögu og þegar hann hittir kálf fyrir. Það var löngun Hallgerðar Höskuldsdóttur í góðan ost í Hlíðarendabúr sem varð til þess að spádómurinn um þjófsaugun rættist. Það að eiginmaður hennar hafði rekið henni kinnhest fyrir það eitt að sækja mjólkurafurðir sýnir best hversu mikil liðleskja Gunnar var, að ekki sé talað um slíkur búskussi að halda ekki almennilegri nyt í kúnum. Kýr eru næsta guðlegar verur í bókmenntum og því ekki að undra þótt Gunnar hafi verið drepinn skömmu síðar. Íslendingasögurnar greina frá því að aðeins truflað fólk kunni ekki að meta mjólkurafurðir - fólk eins og Egill Skallagrímsson. Hann hefur ábyggilega ekki drukkið nægilega mikið af mjólk, líklega verið með mjólkuróþol ofan á drykkjusýkina. Þið munið nú hvað gerðist þegar Egill fékk skyr að drekka hjá fjandmanni sínum Ármóði. „Síðan þeysti Egill upp úr sér spýju mikla og gaus í andlit Ármóði, í augun og nasarnar og í munninn; rann svo ofan um bringuna". Daginn eftir skar Egill svo skeggið af Ármóði og krækti úr honum augað. Fleiri svipuð atvik gerast eftir mjólkurdrykkju í sögunni og enn fleiri í öðrum Íslendingasögum. Af lýsingunum dreg ég þann lærdóm að aðeins illmenni fúlsi við mjólk. Hún getur þó orðið þeim til lífs eins og sjá má þegar Egill hyggst svelta sig í hel en misheppnast þegar honum er gefin mjólk að drekka fyrir misgá. Mjólk er drykkur góðs fólks og á kálfskinn eru rituð stórvirki - um það tjáir ekki að deila. Í samtímanum gorta íslenskir matvælaframleiðendur mest af gæðum íslenskra mjólkurafurða. Það að vilja fara blanda hinni dásamlegu landnámskýr við aðrar kýr og óæðri hljómar eins og Drottinssvik í mín eyru. Stígum varlega til jarðar og minnumst kvæðis Sigurðar Sigurðssonar dýralæknis: Búkolla mín baular nú/og biður menn að hafa trú/ á litskrúðugri landnámskú,/sem lífið þakka megum./Hennar mjólk er holl og góð/heilsubrunnur vorri þjóð./Kynið hreina sýnir sjóð,/sem við bestan eigum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Karen Kjartansdóttir Mest lesið Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson Skoðun
Íslenska landnámskýrin er eins og þjóðin. Lítil, krúttleg og afskaplega dugleg. Hún kom með forfeðrum okkar til landsins í opnum bát yfir Atlantshafið. Á skinnum afkvæma hennar er saga okkar geymd og mjólk hennar hélt lífi í þjóðinni öldum saman. Í Íslendingasögum eru mjólkurafurðir oft drifkraftur sögunnar og þeir sem hafa lesið Sjálfstætt fólk eftir sjálft nóbelsskáldið vita að sjaldan er dauðinn jafn harmrænn í skáldsögu og þegar hann hittir kálf fyrir. Það var löngun Hallgerðar Höskuldsdóttur í góðan ost í Hlíðarendabúr sem varð til þess að spádómurinn um þjófsaugun rættist. Það að eiginmaður hennar hafði rekið henni kinnhest fyrir það eitt að sækja mjólkurafurðir sýnir best hversu mikil liðleskja Gunnar var, að ekki sé talað um slíkur búskussi að halda ekki almennilegri nyt í kúnum. Kýr eru næsta guðlegar verur í bókmenntum og því ekki að undra þótt Gunnar hafi verið drepinn skömmu síðar. Íslendingasögurnar greina frá því að aðeins truflað fólk kunni ekki að meta mjólkurafurðir - fólk eins og Egill Skallagrímsson. Hann hefur ábyggilega ekki drukkið nægilega mikið af mjólk, líklega verið með mjólkuróþol ofan á drykkjusýkina. Þið munið nú hvað gerðist þegar Egill fékk skyr að drekka hjá fjandmanni sínum Ármóði. „Síðan þeysti Egill upp úr sér spýju mikla og gaus í andlit Ármóði, í augun og nasarnar og í munninn; rann svo ofan um bringuna". Daginn eftir skar Egill svo skeggið af Ármóði og krækti úr honum augað. Fleiri svipuð atvik gerast eftir mjólkurdrykkju í sögunni og enn fleiri í öðrum Íslendingasögum. Af lýsingunum dreg ég þann lærdóm að aðeins illmenni fúlsi við mjólk. Hún getur þó orðið þeim til lífs eins og sjá má þegar Egill hyggst svelta sig í hel en misheppnast þegar honum er gefin mjólk að drekka fyrir misgá. Mjólk er drykkur góðs fólks og á kálfskinn eru rituð stórvirki - um það tjáir ekki að deila. Í samtímanum gorta íslenskir matvælaframleiðendur mest af gæðum íslenskra mjólkurafurða. Það að vilja fara blanda hinni dásamlegu landnámskýr við aðrar kýr og óæðri hljómar eins og Drottinssvik í mín eyru. Stígum varlega til jarðar og minnumst kvæðis Sigurðar Sigurðssonar dýralæknis: Búkolla mín baular nú/og biður menn að hafa trú/ á litskrúðugri landnámskú,/sem lífið þakka megum./Hennar mjólk er holl og góð/heilsubrunnur vorri þjóð./Kynið hreina sýnir sjóð,/sem við bestan eigum.
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun