Ólíðandi yfirgangur Jón Kaldal skrifar 2. nóvember 2007 00:01 Það er eitthvað mjög öfugsnúið við að íbúar í einu húsi, eða jafnvel einni íbúð, komist upp með að halda næsta nágrenni sínu í heljargreipum svo mánuðum skiptir. Fréttablaðið sagði í gær frá einu slíku tilfelli. Í því dæmi mega íbúar í götu í miðbænum búa við stöðugt ónæði og ógn frá nágrönnum sínum sem stunda fíkniefnasölu nánast fyrir opnum tjöldum, með öllum þeim hörmungum sem geta fylgt þeim viðskiptum. Á þessu ári hafa verið færðar til bókar sextán heimsóknir lögreglunnar í viðkomandi hús og þar hafa fundist fíkniefni, þýfi og afsöguð haglabyssa. Það er engin furða að fólkið sem býr í næsta nágrenni við slík ósköp óttist um sig og sína. Því miður er þetta ástand ekki einsdæmi. Í Fréttablaðinu í dag er sagt frá því að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu telur síst ofáætlað að viðvarandi vandamál vegna óreglu íbúa tengist fimmtán til tuttugu húsum eða íbúðum í borginni. Gera má ráð fyrir að hvert þessara húsa og íbúða trufli líf nokkurra fjölskyldna og einstaklinga í næsta nágrenni. Það þýðir að á hverjum degi þurfa mögulega tugir eða hundruð saklausra borgarbúa að lifa við þá tilfinningu að vera ekki öruggir inni á eigin heimili. Úrræðaleysi kerfisins gagnvart þessum vanda virðist vera sláandi. Í frétt Fréttablaðsins í gær kemur fram að nágrannar hússins í miðbænum hafa skrifað borgarfulltrúum bréf og farið fram á þeirra hjálp í málinu. Bréfriturum finnst óskiljanlegt að fíknefnasala geti viðgengist á sama stað í svo langan tíma, þrátt fyrir ítrekaðar kvartanir til lögreglu. Þar er síst of sterkt til orða tekið. Stefán Eiríksson, hinn röggsami lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins, segir að lögreglan deili áhyggjum íbúa og verið sé að skoða hvað hægt sé að gera til að koma málinu í rétt horf. Eftir sextán heimsóknir á sama stað, upptöku þýfis, eiturlyfja og haglabyssu, sem hefur verið breytt í árásarvopn, hefði maður ætlað að málið ætti fyrir löngu að vera komið af skoðunarstigi. Ef þetta dugar ekki til aðgerða, hvað þá? Lögreglan hefur sýnt í verki að vont ástand getur lagast hratt ef hún leggur af lausatök. Besta dæmið er stórbætt hegðun fólks í miðbænum að nóttu til um helgar. Þar komust menn áður upp með ýmis skrílslæti, brjótandi glös og mígandi þar sem þeim sýndist, eins og það væri viðunandi framkoma. Þegar lögreglan varð loks sýnileg í miðbænum var hún fljót að leiðrétta þann mikla misskilning. Og ólíkt því sem hinn reyndi yfirlögregluþjónn Geir Jón Þórisson hélt fram fyrir fáeinum mánuðum þurfti ekki mörg hundruð lögreglumenn í það verk. Svipaða viðhorfsbreytingu virðist þurfa innan lögreglunnar gagnvart íbúum ógæfuhúsa og íbúða í borginni. Nágrannar þeirra eiga skýlausan rétt á því að lögreglan taki mun fastar á málum en nú virðist vera raunin. Jafnvel þó að það kosti stöðuga viðveru lögreglumanna við viðkomandi hús til að koma í veg fyrir ólíðandi yfirgang íbúa þeirra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Mest lesið Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Það er eitthvað mjög öfugsnúið við að íbúar í einu húsi, eða jafnvel einni íbúð, komist upp með að halda næsta nágrenni sínu í heljargreipum svo mánuðum skiptir. Fréttablaðið sagði í gær frá einu slíku tilfelli. Í því dæmi mega íbúar í götu í miðbænum búa við stöðugt ónæði og ógn frá nágrönnum sínum sem stunda fíkniefnasölu nánast fyrir opnum tjöldum, með öllum þeim hörmungum sem geta fylgt þeim viðskiptum. Á þessu ári hafa verið færðar til bókar sextán heimsóknir lögreglunnar í viðkomandi hús og þar hafa fundist fíkniefni, þýfi og afsöguð haglabyssa. Það er engin furða að fólkið sem býr í næsta nágrenni við slík ósköp óttist um sig og sína. Því miður er þetta ástand ekki einsdæmi. Í Fréttablaðinu í dag er sagt frá því að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu telur síst ofáætlað að viðvarandi vandamál vegna óreglu íbúa tengist fimmtán til tuttugu húsum eða íbúðum í borginni. Gera má ráð fyrir að hvert þessara húsa og íbúða trufli líf nokkurra fjölskyldna og einstaklinga í næsta nágrenni. Það þýðir að á hverjum degi þurfa mögulega tugir eða hundruð saklausra borgarbúa að lifa við þá tilfinningu að vera ekki öruggir inni á eigin heimili. Úrræðaleysi kerfisins gagnvart þessum vanda virðist vera sláandi. Í frétt Fréttablaðsins í gær kemur fram að nágrannar hússins í miðbænum hafa skrifað borgarfulltrúum bréf og farið fram á þeirra hjálp í málinu. Bréfriturum finnst óskiljanlegt að fíknefnasala geti viðgengist á sama stað í svo langan tíma, þrátt fyrir ítrekaðar kvartanir til lögreglu. Þar er síst of sterkt til orða tekið. Stefán Eiríksson, hinn röggsami lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins, segir að lögreglan deili áhyggjum íbúa og verið sé að skoða hvað hægt sé að gera til að koma málinu í rétt horf. Eftir sextán heimsóknir á sama stað, upptöku þýfis, eiturlyfja og haglabyssu, sem hefur verið breytt í árásarvopn, hefði maður ætlað að málið ætti fyrir löngu að vera komið af skoðunarstigi. Ef þetta dugar ekki til aðgerða, hvað þá? Lögreglan hefur sýnt í verki að vont ástand getur lagast hratt ef hún leggur af lausatök. Besta dæmið er stórbætt hegðun fólks í miðbænum að nóttu til um helgar. Þar komust menn áður upp með ýmis skrílslæti, brjótandi glös og mígandi þar sem þeim sýndist, eins og það væri viðunandi framkoma. Þegar lögreglan varð loks sýnileg í miðbænum var hún fljót að leiðrétta þann mikla misskilning. Og ólíkt því sem hinn reyndi yfirlögregluþjónn Geir Jón Þórisson hélt fram fyrir fáeinum mánuðum þurfti ekki mörg hundruð lögreglumenn í það verk. Svipaða viðhorfsbreytingu virðist þurfa innan lögreglunnar gagnvart íbúum ógæfuhúsa og íbúða í borginni. Nágrannar þeirra eiga skýlausan rétt á því að lögreglan taki mun fastar á málum en nú virðist vera raunin. Jafnvel þó að það kosti stöðuga viðveru lögreglumanna við viðkomandi hús til að koma í veg fyrir ólíðandi yfirgang íbúa þeirra.
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun