Í töfrabirtu Einar Már Jónsson skrifar 7. nóvember 2007 00:01 Ég reyni að fylgja þeirri reglu að forðast þýðingar og lesa sem flest á frummálinu, ef ég á þess nokkurn kost. Þótt ég hafi alloft snarað textum sjálfur úr einu máli yfir á annað (eða kannske vegna þess), hef ég vantrú á þýðingum, ég hef eitthvert hugboð um að þýðendum sé hætt við pennaglöpum, einmitt þegar síst skyldi. En samt hef ég fundið fyrir því, að það er ekki rétt af mér að halda of fast við þessa reglu. Þvert á móti, þegar maður les þýðingar birtist heimurinn manni í óvæntu ljósi. Dýrir aparEinu sinni var ég að lesa í frönsku stórblaði og rakst þar á merka frétt, þýdda upp úr fréttaskeyti frá engilsaxneskri fréttastofu, sem skýrði frá því að verð á öpum hefði hækkað í Vestur-Afríku; væri það mjög bagalegt fyrir þarlenda, því apar hefðu stórt hlutverk í vöruflutningum af ýmsu tagi. Ég varð hugsi við lesturinn: hvernig er hægt að nota apa við vöruflutninga? En ég sá að þetta hlaut að vera einfalt mál, það þyrfti ekki annað en setja á þá bakpoka og fylla af varningi, þá myndu þeir sveifla sér hratt og örugglega í trjánum í skógum hinnar svörtu álfu með farminn á bakinu, kannske margir í hóp, og koma honum fljótt áleiðis. Verðhækkanir á öpum hlytu að vera alvarlegt vandamál.Það var um svipað leyti, að ég las í einhverri fræðibók, að Aristóteles hefði skilgreint mannskepnuna þannig, að hún væri „hlægilegt dýr", það væri aðal hennar sem greindi hana frá öðrum dýrum sköpunarverksins. Þetta hafði ég að vísu aldrei heyrt áður, en mér fannst þetta bæði skynsamleg og heimspekileg skilgreining. Hvað er hægt að segja annað um stöðugt brambolt mann-ókindarinnar en að það sé hlægilegt, þegar öllu er á botninn hvolft, þótt stundum virðist það á annan veg?Hverflyndir höfrungarMitt í þessu öllu datt ég niður á grein um gáfnafar höfrunga í öðru stórblaðinu, sem tekin var upp úr ensku vísindatímariti, og var þeim lýst svo að þeir væru „versatiles", en það merkir á frönsku að þeir séu gjarnir á að skipta um skoðun, eða kannske, samkvæmt orðabókinni, að þeir séu „hverflyndir" og „duttlungafullir". Í sjálfu sér kom mér þetta ekki á óvart, það var fyllilega eftir þessum lipru sjávardýrum, svamlandi í hinni votu höfuðskepnu þar sem ekkert er fast og stöðugt, að vera ekki fastheldin á skoðanir sínar, en ég velti fyrir mér hinni miklu skarpskyggni fræðimanna. Því aldrei hafði ég heyrt að höfrungar hefðu skoðanir sínar í hámæli. Vísindamennirnir hlutu að hafa fundið einhver ráð til að gera skoðanakannanir meðal þeirra.Þessi tíðindi voru mér hrein opinberun, veröldin birtist mér í töfrabirtu, eins og hún væri alveg ný úr höndum skaparans. Ég sá fyrir mér hópa af öpum með bakpoka hoppandi úr einu tré í annað á ströndum Vestur-Afríku, færandi varninginn heim, á eftir þeim var apareki með keyri, vitanlega alveg sprenghlægilegur í sínum luraleika niðri á jörðinni með lipra ferhendingana fyrir ofan sig á hraðferð í krónum trjánna, en úti í sjónum syntu höfrungar og höfðu á þessu öllu ýmsar og breytilegar skoðanir.Sigur grámyglunnarEn því miður stóð þessi glæsta sýn ekki lengi, hún leystist upp í grámyglulegum hversdagsleikanum. Við nánari athugun kom sem sé í ljós, að á ensku vísaði lýsingarorðið sem haft var um höfrungana einungis til fimleika þeirra við að leika sér með bolta og slíkt, en það voru engin tíðindi, og skilgreining Aristótelesar, sem hafði víst millilent í ítölsku á leiðinni yfir í frönsku, var einungis á þá leið að maðurinn væri skepna semn væri fær um að hlæja, og það hafa menn lengi vitað.En hvað þá um flutningsapana? Skömmu eftir að fréttin birtist kom leiðrétting, því er nú ver og miður: enskuséní hins franska stórblaðs hafði sem sé ruglað saman „donkey" og „monkey". Ég sat eftir með sárt ennið og fannst heimurinn rúinn öllum skáldskap. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Már Jónsson Mest lesið Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir Skoðun
Ég reyni að fylgja þeirri reglu að forðast þýðingar og lesa sem flest á frummálinu, ef ég á þess nokkurn kost. Þótt ég hafi alloft snarað textum sjálfur úr einu máli yfir á annað (eða kannske vegna þess), hef ég vantrú á þýðingum, ég hef eitthvert hugboð um að þýðendum sé hætt við pennaglöpum, einmitt þegar síst skyldi. En samt hef ég fundið fyrir því, að það er ekki rétt af mér að halda of fast við þessa reglu. Þvert á móti, þegar maður les þýðingar birtist heimurinn manni í óvæntu ljósi. Dýrir aparEinu sinni var ég að lesa í frönsku stórblaði og rakst þar á merka frétt, þýdda upp úr fréttaskeyti frá engilsaxneskri fréttastofu, sem skýrði frá því að verð á öpum hefði hækkað í Vestur-Afríku; væri það mjög bagalegt fyrir þarlenda, því apar hefðu stórt hlutverk í vöruflutningum af ýmsu tagi. Ég varð hugsi við lesturinn: hvernig er hægt að nota apa við vöruflutninga? En ég sá að þetta hlaut að vera einfalt mál, það þyrfti ekki annað en setja á þá bakpoka og fylla af varningi, þá myndu þeir sveifla sér hratt og örugglega í trjánum í skógum hinnar svörtu álfu með farminn á bakinu, kannske margir í hóp, og koma honum fljótt áleiðis. Verðhækkanir á öpum hlytu að vera alvarlegt vandamál.Það var um svipað leyti, að ég las í einhverri fræðibók, að Aristóteles hefði skilgreint mannskepnuna þannig, að hún væri „hlægilegt dýr", það væri aðal hennar sem greindi hana frá öðrum dýrum sköpunarverksins. Þetta hafði ég að vísu aldrei heyrt áður, en mér fannst þetta bæði skynsamleg og heimspekileg skilgreining. Hvað er hægt að segja annað um stöðugt brambolt mann-ókindarinnar en að það sé hlægilegt, þegar öllu er á botninn hvolft, þótt stundum virðist það á annan veg?Hverflyndir höfrungarMitt í þessu öllu datt ég niður á grein um gáfnafar höfrunga í öðru stórblaðinu, sem tekin var upp úr ensku vísindatímariti, og var þeim lýst svo að þeir væru „versatiles", en það merkir á frönsku að þeir séu gjarnir á að skipta um skoðun, eða kannske, samkvæmt orðabókinni, að þeir séu „hverflyndir" og „duttlungafullir". Í sjálfu sér kom mér þetta ekki á óvart, það var fyllilega eftir þessum lipru sjávardýrum, svamlandi í hinni votu höfuðskepnu þar sem ekkert er fast og stöðugt, að vera ekki fastheldin á skoðanir sínar, en ég velti fyrir mér hinni miklu skarpskyggni fræðimanna. Því aldrei hafði ég heyrt að höfrungar hefðu skoðanir sínar í hámæli. Vísindamennirnir hlutu að hafa fundið einhver ráð til að gera skoðanakannanir meðal þeirra.Þessi tíðindi voru mér hrein opinberun, veröldin birtist mér í töfrabirtu, eins og hún væri alveg ný úr höndum skaparans. Ég sá fyrir mér hópa af öpum með bakpoka hoppandi úr einu tré í annað á ströndum Vestur-Afríku, færandi varninginn heim, á eftir þeim var apareki með keyri, vitanlega alveg sprenghlægilegur í sínum luraleika niðri á jörðinni með lipra ferhendingana fyrir ofan sig á hraðferð í krónum trjánna, en úti í sjónum syntu höfrungar og höfðu á þessu öllu ýmsar og breytilegar skoðanir.Sigur grámyglunnarEn því miður stóð þessi glæsta sýn ekki lengi, hún leystist upp í grámyglulegum hversdagsleikanum. Við nánari athugun kom sem sé í ljós, að á ensku vísaði lýsingarorðið sem haft var um höfrungana einungis til fimleika þeirra við að leika sér með bolta og slíkt, en það voru engin tíðindi, og skilgreining Aristótelesar, sem hafði víst millilent í ítölsku á leiðinni yfir í frönsku, var einungis á þá leið að maðurinn væri skepna semn væri fær um að hlæja, og það hafa menn lengi vitað.En hvað þá um flutningsapana? Skömmu eftir að fréttin birtist kom leiðrétting, því er nú ver og miður: enskuséní hins franska stórblaðs hafði sem sé ruglað saman „donkey" og „monkey". Ég sat eftir með sárt ennið og fannst heimurinn rúinn öllum skáldskap.
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun