Hvíld frá amstri fjármálaheimsins 7. nóvember 2007 00:01 Helga Hlín Hákonardóttir, framkvæmdastjóri lögfræðisviðs Saga Capital og motocross-unnandi. Mynd / Unnar Helgason Frá blautu barnsbeini hefur Helga Hlín Hákonardóttir, framkvæmdastjóri lögfræðisviðs hjá Saga Capital Fjárfestingarbanka, verið viðloðandi vélhjól. Sem krakki lék hún sér á vélsleðum og fjórhjólum og hún var ekki lengi að fá sér mótorhjólapróf um leið og hún hafði aldur til. Í fyrrasumar prófaði hún motocross í fyrsta sinn og féll kylliflöt. „Motocrossið er mjög líkamlega krefjandi íþrótt. Ef maður er ekki í góðu formi þegar maður byrjar er maður fljótur að komast í það. Svo er þetta alveg óheyrilega gaman og ögrandi. Hvíldin frá amstri fjármálaheimsins og útrásin eru algjör. Þetta er mikil frelsun!“ Helga Hlín líkir hverju skipti við þá tilfinningu sem flestir muna eftir, að læra að hjóla á reiðhjóli. „Hvert skipti í motocrossinu er persónulegur sigur sem helst má líkja við að læra að hjóla. Maður er alltaf að sigrast á einhverju nýju. Það finnst mér alveg nauðsynlegt, annars verða hlutirnir fljótt leiðinlegir.“ Öll fjölskyldan deilir áhuga Helgu Hlínar á motocrossinu. Fjögur hjól sitja í bílskúrnum sem tilheyra Helgu Hlín, manni hennar, Unnari Sveini Helgasyni og eldri dóttur þeirra sem er fimmtán ára. Sú yngri, sem er ekki nema tveggja ára, hefur óbilandi áhuga á bleikum hjólum. Hún hefur ekki áhyggjur af áhuga dætranna. „Eldri dóttir mín hefur slasað sig oftar í handboltanum en ég í motocrossinu. Þessu fylgir mikill agi og bæði krakkar og fullorðnir þurfa því að sýna fyllstu virðingu við allar reglur. Svo er maður vel varinn. Maður losnar hins vegar ekki við lófastóra marbletti og skrámur. Þeir sem hafa ekki fengið marblett eða japlað á smá sandi síðan þeir voru níu ára eiga sjálfsagt lítið erindi í motocrossið.“ Héðan og þaðan Mest lesið Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Frá blautu barnsbeini hefur Helga Hlín Hákonardóttir, framkvæmdastjóri lögfræðisviðs hjá Saga Capital Fjárfestingarbanka, verið viðloðandi vélhjól. Sem krakki lék hún sér á vélsleðum og fjórhjólum og hún var ekki lengi að fá sér mótorhjólapróf um leið og hún hafði aldur til. Í fyrrasumar prófaði hún motocross í fyrsta sinn og féll kylliflöt. „Motocrossið er mjög líkamlega krefjandi íþrótt. Ef maður er ekki í góðu formi þegar maður byrjar er maður fljótur að komast í það. Svo er þetta alveg óheyrilega gaman og ögrandi. Hvíldin frá amstri fjármálaheimsins og útrásin eru algjör. Þetta er mikil frelsun!“ Helga Hlín líkir hverju skipti við þá tilfinningu sem flestir muna eftir, að læra að hjóla á reiðhjóli. „Hvert skipti í motocrossinu er persónulegur sigur sem helst má líkja við að læra að hjóla. Maður er alltaf að sigrast á einhverju nýju. Það finnst mér alveg nauðsynlegt, annars verða hlutirnir fljótt leiðinlegir.“ Öll fjölskyldan deilir áhuga Helgu Hlínar á motocrossinu. Fjögur hjól sitja í bílskúrnum sem tilheyra Helgu Hlín, manni hennar, Unnari Sveini Helgasyni og eldri dóttur þeirra sem er fimmtán ára. Sú yngri, sem er ekki nema tveggja ára, hefur óbilandi áhuga á bleikum hjólum. Hún hefur ekki áhyggjur af áhuga dætranna. „Eldri dóttir mín hefur slasað sig oftar í handboltanum en ég í motocrossinu. Þessu fylgir mikill agi og bæði krakkar og fullorðnir þurfa því að sýna fyllstu virðingu við allar reglur. Svo er maður vel varinn. Maður losnar hins vegar ekki við lófastóra marbletti og skrámur. Þeir sem hafa ekki fengið marblett eða japlað á smá sandi síðan þeir voru níu ára eiga sjálfsagt lítið erindi í motocrossið.“
Héðan og þaðan Mest lesið Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira