Tónlistarútgáfa með nýju lagi 21. nóvember 2007 00:01 Tónlistarmaðurinn Einar Örn Benediktsson heldur úti vefnum Grapewire og býður einstaklingum sem og fyrirtækjum aðgang að sölukerfi fyrir vörur jafnt sem stafrænt efni. Markaðurinn/E.Ól. Nýlega ákvað breska rokksveitin Radiohead að gera nýjustu plötu sína aðgengilega til niðurhals á internetinu. Og það sem meira er, hverjum og einum er í sjálfsvald sett hvað hann vill borga fyrir gripinn. Flestir, eða um 60 prósent, kjósa að borga ekki neitt meðan hinir borga mismarga hundraðkalla. Prince gaf nýjustu plötuna sína með sunnudagsútgáfu dagblaðsins The Mail (raunar keypti blaðið upplag plötunnar) og Einstürzende Neubauten gaf rétt fyrir mánaðamótin út plötu sem fjármögnuð er með áskriftarsölu á netinu. Þetta er í þriðja sinn sem sveitin þýska fer þessa leið, fyrsta tilraun var gerð árið 2002. Allt eru þetta tiltölulega ný dæmi um þróun sem átt hefur sér stað á síðustu árum. Þekktar hljómsveitir hafa í auknum mæli fært sig yfir á netið. Meðal frumkvöðla í þessu var David Bowie sem gaf árið 1997 út lagið Telling Lies á netinu og hvergi annars staðar. Ári síðar stofnaði hann sína eigin internetþjónustu, Bowienet. Nýjabrumið er heldur ekki bara í útlöndum. Hér heima er nýlega komin út platan Mugiboogie sem tónlistarmaðurinn Mugison framleiðir og gefur út sjálfur. Fyrsta kastið var platan bara í sölu á netinu, þar sem jafnframt því að fá hana senda heim í pósti hefur mátt hlaða niður tónlistinni stafrænt. Hlutur tónlistarmannsins af söluhagnaði er meiri og hefðbundin útgáfufyrirtæki að mestu út undan. Fyrirkomulag þetta gafst svo vel að Mugison býður nú upp á allar fyrri plötur sínar með þessum hætti, póstsendar um leið og hlaða má þeim niður. Mugison lætur ekki staðar numið við plöturnar heldur er líka hægt að kaupa (á mugison.grapewire.net) útgáfutónleika nýju plötunnar sem niðurhal. Tónleikarnir voru raunar þegar komnir í sölu daginn eftir að þeir voru haldnir fyrr í þessum mánuði.Dæmið snýst viðJóhann er fyrrverandi útgáfustjóri 12 tóna en stundar nú nám í markaðsfræðum við Viðskiptaháskólann á Bifröst. Markaðurinn/Valli„Grapewire skapar ákveðinn farveg fyrir bæði tónlistarmenn og útgáfufyrirtæki til að koma sínu efni á framfæri," segir Einar Örn Benediktsson, tónlistarmaður og útgáfufrömuður, sem heldur úti Grapewire-vefnum. Hann er enginn nýgræðingur í tónlistarútgáfu hér, var einn af stofnendum Grammsins og svo síðar Smekkleysu, en sú útgáfa segir hann að hafi raunar verið á netinu allar götur síðan 1995 og notað netið til að selja vörur. Einar segir að útgáfa á borð við þá að setja Mugison-tónleikana beint í sölu á netinu sé nokkuð sem lengi hafi kitlað. „En þetta hefur svo sem verið gert áður þó þetta sé nýtt á Íslandi."Einar segir ljóst að tónlistarmenn hafi nú aukið val um hvernig þeir hagi sölu og markaðssetningu á sínu efni. „Þetta fer eftir áherslum manna," segir hann og nefnir að margir kjósi þá leið að gera hljómplötusamning við útgáfufyrirtæki. „En svo eru dæmi um hljómsveitir sem eru með öll réttindamál á eigin hendi og geta því í raun boðið hljómplötufyrirtækjum að gefa út plötuna sína fyrir segjum hundraðkall af hverju seldu eintaki. Frekar en að hljómplötufyrirtæki bjóðist til að borga fyrir upptökurnar og greiði hljómsveitunum hundraðkallinn. Dæmið hefur snúist við. Ég veit um erlend dæmi þess að hljómsveitir segi þetta við útgáfufyrirtæki." Einar segir að þannig sjái nú fyrir endann á þeim tíma þegar útgáfufyrirtæki hagi sér eins og banki sem láni hljómsveitum og fái endurgreitt eftir sölu platna. „Madonna fer til dæmis með allt sitt til tónleikafyrirtækis. Svo eru dæmi eins og Robbie Williams sem selur allt sitt til hljómplötufyrirtækis." Einar Örn segir skilin sömuleiðis að skerpast milli tónleikaferða og plötuútgáfu. „Þess vegna skoða hljómsveitir það líka að nota útgáfu sem jaðaríhlut við önnur viðskipti sem eiga sér stað í kringum hljómsveitina, svo sem bolasölu og meira til. Prince hefur gert þetta í mörg ár. Hann beið til dæmis með útgáfu þar til hann var kominn með 10.000 áskrifendur og var þar með kominn með fyrir kostnaði."Þá gilda ólík lögmál um tónlistarmenn eftir því hvar þeir eru staddir á ferlinum, bendir Einar á. „Maður gæti spurt sig af hverju karlar á borð við Rolling Stones eru ennþá að gefa út plötur. Af hverju eru þeir ekki sestir í helgan stein? Málið er bara að þegar þeir gefa út nýja plötu seljast líka tvær til þrjár gamlar. Fyrir hverja plötu fá þeir fjögurra platna sölu, þannig að þótt þeir selji minna eru þeir samt að selja meira. Þeir selja úr eldri útgáfulista upp á 30 til 40 plötur. Sama gildir um Bowie," segir hann og telur að útgáfufyrirtæki ættu síst að óttast internetið þegar kemur að tónlist. „Ég sá nýlega kanadíska rannsókn sem sýnir fram á að „peer-to-peer" auki plötusölu fremur en að draga úr henni."Útgáfan ekki alveg úr leikAð sama skapi telur Jóhann Ágúst Jóhannsson, fyrrverandi útgáfustjóri 12 Tóna sem nú leggur nú stund á meistaranám í menningarstjórnun við Viðskiptaháskólann á Bifröst, netið fremur fela í sér tækifæri en ógnanir í útgáfu tónlistar. „Mér sýnist allt stefna í þá átt að útgáfan færast í auknum mæli á internetið," segir hann, þótt vitaskuld eigi eftir að koma út tónlist enn um sinn á bæði geisladiskum og vínylplötum. „En netið á eftir að sölsa undir sig þennan geira í dreifingu tónlistar. Spurningin er bara hvenær geisladiskurinn hættir að vera aðalformið í miðlun tónlistar. Maður vill svo sem ekki vera of svartsýnn fyrir hönd þeirra sem selja geisladiska og gefur þessu því kannski svona fimm ár."Jóhann telur hins vegar að útgáfufyrirtæki muni áfram hafa hlutverki að gegna við að fjármagna útgáfustarfsemi hljómsveita, en þær hafa eignast útgáfurétt með því að leggja út fyrir kostnaði við upptökur og fleira slíkt. „Útgáfa er útgáfa þótt tónlistinni sé dreift á netinu og meira í dæminu en bara að prenta plötu og disk." Hann telur útgáfufyrirtækin því alls ekki úr leik þótt þau verði að þróa sín viðskiptamódel í átt að nýju umhverfi, svo sem með útgáfu í gegnum tónlistarsíður á borð við iTunes og eMusic. „En þetta býður náttúrlega úrræðagóðum tónlistarmönnum fleiri valkosti, svo sem um hvort þeir vilji yfirhöfuð starfa með útgáfum. En valdahlutföllin hafa mikið jafnast út. Vald útgáfunnar hefur minnkað og hún í mun meiri mæli komið til móts við tónlistarmenn og óskir þeirra. Og það er náttúrlega bara jákvætt, enda á þetta bara að helgast af samningum. Annars held ég að þetta sé mikið í þróun og ekki ljóst hvernig jafnvægi kemst á." Undir smásjánni Tengdar fréttir Plötufyrirtækin sofandi á verðinum Í viðtali við Mugison (sem raunar heitir Örn Elías Guðmundsson) sem birtist í Fréttablaðinu í byrjun þessa mánaðar undir yfirskriftinni „Alltaf tilbúinn í prumpukeppni“ fer tónlistarmaðurinn meðal annars yfir eigin sýn á tónlistariðnaðinn. 21. nóvember 2007 00:01 Samstarf á netinu gerir útgáfuna mögulega Einstürzende Neubauten tók á tvö hundruð dögum upp nýja plötu í eigin hljóðveri. Útgáfan er fjármögnuð með sölu áskrifta að vefsvæði hljómsveitarinnar www.neubauten.org. Þar komast áskrifendur í margvíslegt efni og upptökur sem ekki fara í almenna dreifingu. Nýja platan, sem heitir Alles wieder offen, kom út rétt fyrir mánaðamótin síðustu. 21. nóvember 2007 00:01 Mest lesið Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Discover hefur flug milli München og Íslands Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Jóna Björk tekur við Garðheimum Viðskipti innlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Fleiri fréttir Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Þrjú teymi vilja hanna og byggja nýju þjóðarhöllina Sjá meira
Nýlega ákvað breska rokksveitin Radiohead að gera nýjustu plötu sína aðgengilega til niðurhals á internetinu. Og það sem meira er, hverjum og einum er í sjálfsvald sett hvað hann vill borga fyrir gripinn. Flestir, eða um 60 prósent, kjósa að borga ekki neitt meðan hinir borga mismarga hundraðkalla. Prince gaf nýjustu plötuna sína með sunnudagsútgáfu dagblaðsins The Mail (raunar keypti blaðið upplag plötunnar) og Einstürzende Neubauten gaf rétt fyrir mánaðamótin út plötu sem fjármögnuð er með áskriftarsölu á netinu. Þetta er í þriðja sinn sem sveitin þýska fer þessa leið, fyrsta tilraun var gerð árið 2002. Allt eru þetta tiltölulega ný dæmi um þróun sem átt hefur sér stað á síðustu árum. Þekktar hljómsveitir hafa í auknum mæli fært sig yfir á netið. Meðal frumkvöðla í þessu var David Bowie sem gaf árið 1997 út lagið Telling Lies á netinu og hvergi annars staðar. Ári síðar stofnaði hann sína eigin internetþjónustu, Bowienet. Nýjabrumið er heldur ekki bara í útlöndum. Hér heima er nýlega komin út platan Mugiboogie sem tónlistarmaðurinn Mugison framleiðir og gefur út sjálfur. Fyrsta kastið var platan bara í sölu á netinu, þar sem jafnframt því að fá hana senda heim í pósti hefur mátt hlaða niður tónlistinni stafrænt. Hlutur tónlistarmannsins af söluhagnaði er meiri og hefðbundin útgáfufyrirtæki að mestu út undan. Fyrirkomulag þetta gafst svo vel að Mugison býður nú upp á allar fyrri plötur sínar með þessum hætti, póstsendar um leið og hlaða má þeim niður. Mugison lætur ekki staðar numið við plöturnar heldur er líka hægt að kaupa (á mugison.grapewire.net) útgáfutónleika nýju plötunnar sem niðurhal. Tónleikarnir voru raunar þegar komnir í sölu daginn eftir að þeir voru haldnir fyrr í þessum mánuði.Dæmið snýst viðJóhann er fyrrverandi útgáfustjóri 12 tóna en stundar nú nám í markaðsfræðum við Viðskiptaháskólann á Bifröst. Markaðurinn/Valli„Grapewire skapar ákveðinn farveg fyrir bæði tónlistarmenn og útgáfufyrirtæki til að koma sínu efni á framfæri," segir Einar Örn Benediktsson, tónlistarmaður og útgáfufrömuður, sem heldur úti Grapewire-vefnum. Hann er enginn nýgræðingur í tónlistarútgáfu hér, var einn af stofnendum Grammsins og svo síðar Smekkleysu, en sú útgáfa segir hann að hafi raunar verið á netinu allar götur síðan 1995 og notað netið til að selja vörur. Einar segir að útgáfa á borð við þá að setja Mugison-tónleikana beint í sölu á netinu sé nokkuð sem lengi hafi kitlað. „En þetta hefur svo sem verið gert áður þó þetta sé nýtt á Íslandi."Einar segir ljóst að tónlistarmenn hafi nú aukið val um hvernig þeir hagi sölu og markaðssetningu á sínu efni. „Þetta fer eftir áherslum manna," segir hann og nefnir að margir kjósi þá leið að gera hljómplötusamning við útgáfufyrirtæki. „En svo eru dæmi um hljómsveitir sem eru með öll réttindamál á eigin hendi og geta því í raun boðið hljómplötufyrirtækjum að gefa út plötuna sína fyrir segjum hundraðkall af hverju seldu eintaki. Frekar en að hljómplötufyrirtæki bjóðist til að borga fyrir upptökurnar og greiði hljómsveitunum hundraðkallinn. Dæmið hefur snúist við. Ég veit um erlend dæmi þess að hljómsveitir segi þetta við útgáfufyrirtæki." Einar segir að þannig sjái nú fyrir endann á þeim tíma þegar útgáfufyrirtæki hagi sér eins og banki sem láni hljómsveitum og fái endurgreitt eftir sölu platna. „Madonna fer til dæmis með allt sitt til tónleikafyrirtækis. Svo eru dæmi eins og Robbie Williams sem selur allt sitt til hljómplötufyrirtækis." Einar Örn segir skilin sömuleiðis að skerpast milli tónleikaferða og plötuútgáfu. „Þess vegna skoða hljómsveitir það líka að nota útgáfu sem jaðaríhlut við önnur viðskipti sem eiga sér stað í kringum hljómsveitina, svo sem bolasölu og meira til. Prince hefur gert þetta í mörg ár. Hann beið til dæmis með útgáfu þar til hann var kominn með 10.000 áskrifendur og var þar með kominn með fyrir kostnaði."Þá gilda ólík lögmál um tónlistarmenn eftir því hvar þeir eru staddir á ferlinum, bendir Einar á. „Maður gæti spurt sig af hverju karlar á borð við Rolling Stones eru ennþá að gefa út plötur. Af hverju eru þeir ekki sestir í helgan stein? Málið er bara að þegar þeir gefa út nýja plötu seljast líka tvær til þrjár gamlar. Fyrir hverja plötu fá þeir fjögurra platna sölu, þannig að þótt þeir selji minna eru þeir samt að selja meira. Þeir selja úr eldri útgáfulista upp á 30 til 40 plötur. Sama gildir um Bowie," segir hann og telur að útgáfufyrirtæki ættu síst að óttast internetið þegar kemur að tónlist. „Ég sá nýlega kanadíska rannsókn sem sýnir fram á að „peer-to-peer" auki plötusölu fremur en að draga úr henni."Útgáfan ekki alveg úr leikAð sama skapi telur Jóhann Ágúst Jóhannsson, fyrrverandi útgáfustjóri 12 Tóna sem nú leggur nú stund á meistaranám í menningarstjórnun við Viðskiptaháskólann á Bifröst, netið fremur fela í sér tækifæri en ógnanir í útgáfu tónlistar. „Mér sýnist allt stefna í þá átt að útgáfan færast í auknum mæli á internetið," segir hann, þótt vitaskuld eigi eftir að koma út tónlist enn um sinn á bæði geisladiskum og vínylplötum. „En netið á eftir að sölsa undir sig þennan geira í dreifingu tónlistar. Spurningin er bara hvenær geisladiskurinn hættir að vera aðalformið í miðlun tónlistar. Maður vill svo sem ekki vera of svartsýnn fyrir hönd þeirra sem selja geisladiska og gefur þessu því kannski svona fimm ár."Jóhann telur hins vegar að útgáfufyrirtæki muni áfram hafa hlutverki að gegna við að fjármagna útgáfustarfsemi hljómsveita, en þær hafa eignast útgáfurétt með því að leggja út fyrir kostnaði við upptökur og fleira slíkt. „Útgáfa er útgáfa þótt tónlistinni sé dreift á netinu og meira í dæminu en bara að prenta plötu og disk." Hann telur útgáfufyrirtækin því alls ekki úr leik þótt þau verði að þróa sín viðskiptamódel í átt að nýju umhverfi, svo sem með útgáfu í gegnum tónlistarsíður á borð við iTunes og eMusic. „En þetta býður náttúrlega úrræðagóðum tónlistarmönnum fleiri valkosti, svo sem um hvort þeir vilji yfirhöfuð starfa með útgáfum. En valdahlutföllin hafa mikið jafnast út. Vald útgáfunnar hefur minnkað og hún í mun meiri mæli komið til móts við tónlistarmenn og óskir þeirra. Og það er náttúrlega bara jákvætt, enda á þetta bara að helgast af samningum. Annars held ég að þetta sé mikið í þróun og ekki ljóst hvernig jafnvægi kemst á."
Undir smásjánni Tengdar fréttir Plötufyrirtækin sofandi á verðinum Í viðtali við Mugison (sem raunar heitir Örn Elías Guðmundsson) sem birtist í Fréttablaðinu í byrjun þessa mánaðar undir yfirskriftinni „Alltaf tilbúinn í prumpukeppni“ fer tónlistarmaðurinn meðal annars yfir eigin sýn á tónlistariðnaðinn. 21. nóvember 2007 00:01 Samstarf á netinu gerir útgáfuna mögulega Einstürzende Neubauten tók á tvö hundruð dögum upp nýja plötu í eigin hljóðveri. Útgáfan er fjármögnuð með sölu áskrifta að vefsvæði hljómsveitarinnar www.neubauten.org. Þar komast áskrifendur í margvíslegt efni og upptökur sem ekki fara í almenna dreifingu. Nýja platan, sem heitir Alles wieder offen, kom út rétt fyrir mánaðamótin síðustu. 21. nóvember 2007 00:01 Mest lesið Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Discover hefur flug milli München og Íslands Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Jóna Björk tekur við Garðheimum Viðskipti innlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Fleiri fréttir Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Þrjú teymi vilja hanna og byggja nýju þjóðarhöllina Sjá meira
Plötufyrirtækin sofandi á verðinum Í viðtali við Mugison (sem raunar heitir Örn Elías Guðmundsson) sem birtist í Fréttablaðinu í byrjun þessa mánaðar undir yfirskriftinni „Alltaf tilbúinn í prumpukeppni“ fer tónlistarmaðurinn meðal annars yfir eigin sýn á tónlistariðnaðinn. 21. nóvember 2007 00:01
Samstarf á netinu gerir útgáfuna mögulega Einstürzende Neubauten tók á tvö hundruð dögum upp nýja plötu í eigin hljóðveri. Útgáfan er fjármögnuð með sölu áskrifta að vefsvæði hljómsveitarinnar www.neubauten.org. Þar komast áskrifendur í margvíslegt efni og upptökur sem ekki fara í almenna dreifingu. Nýja platan, sem heitir Alles wieder offen, kom út rétt fyrir mánaðamótin síðustu. 21. nóvember 2007 00:01