Hvílíkt lán Davíð Þór Jónsson skrifar 25. nóvember 2007 00:01 Þegar ég bjó í Svíþjóð fyrir hartnær átján árum kynntist ég íslenskum systkinum sem þar bjuggu. Bróðirinn var í sambúð, þau hjónaleysin áttu unga dóttur og konan var barnshafandi á ný. Hún varð fyrir því að fá einhvern kvilla á meðgöngunni sem gerði það að verkum að síðustu mánuði hennar þurfti hún að vera rúmliggjandi eða að minnsta kosti að forðast alla líkamlega áreynslu. Hvorugt var tekjuhátt og ekki urðu veikindin til að bæta hag þeirra, þótt félagslegt öryggisnet í landinu kæmi í veg fyrir að þau færu á vonarvöl. Þau voru bíllaus og þótti þeim brýnt að ráða bót á því vegna stækkunar fjölskyldunnar og erfiðleika konunnar við að ferðast af eigin rammleik. Þau fundu bíl, gerðu áætlun og sóttu um lán til að geta keypt hann. Lánið ætluðu þau að borga á einu ári. Þau lögðu fram upplýsingar um fjölskylduhagi og tekjur og biðu milli vonar og ótta. Viku síðar voru þau kölluð á fund bankastjórans sem tjáði þeim að farið hefði verið yfir málið og eðlilegt hefði þótt að bíl þyrftu þau að eignast. Þeim var hins vegar sagt að þau þættu of tekjulág til að geta endurgreitt lánið á einu ári. Þeim var því boðið að greiða það á tveim árum í staðinn. Þegar systirin frétti þetta hugsaði hún sér gott til glóðarinnar. Hún var talsvert tekjuhærri en bróðir hennar, sambýlismaður hennar hafði líka ágætar tekjur og þau voru barnlaus. Hún hlyti að þykja betri pappír en bróðirinn. Hún sótti því um lán til að geta keypt bíl. Viku síðar var hún boðuð á fund. Þar var henni tilkynnt að samkvæmt upplýsingum um fjölskylduhagi hennar væri ekki ljóst af hverju hún þyrfti bíl og að ef hana langaði í bíl hefði hún nægar tekjur til að kaupa hann, til þess þyrfti hún ekki lán. Henni var því synjað um lánið. Þetta þótti Svíum mjög eðlileg bankastarfsemi. Enda hristu þeir stundum hausinn yfir muninum á sér og Íslendingum og drógu hann saman í þessum orðum: „Ef Sví vinnur milljón í happdrætti fer hann með hana í bankann, leggur helminginn inn og kaupir bíl fyrir hinn helminginn. Ef Íslendingur vinnur milljón í happdrætti fer hann með hana í bankann, fær lánaða milljón og kaupir sér bíl fyrir tvær." Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Þór Jónsson Mest lesið Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson Skoðun
Þegar ég bjó í Svíþjóð fyrir hartnær átján árum kynntist ég íslenskum systkinum sem þar bjuggu. Bróðirinn var í sambúð, þau hjónaleysin áttu unga dóttur og konan var barnshafandi á ný. Hún varð fyrir því að fá einhvern kvilla á meðgöngunni sem gerði það að verkum að síðustu mánuði hennar þurfti hún að vera rúmliggjandi eða að minnsta kosti að forðast alla líkamlega áreynslu. Hvorugt var tekjuhátt og ekki urðu veikindin til að bæta hag þeirra, þótt félagslegt öryggisnet í landinu kæmi í veg fyrir að þau færu á vonarvöl. Þau voru bíllaus og þótti þeim brýnt að ráða bót á því vegna stækkunar fjölskyldunnar og erfiðleika konunnar við að ferðast af eigin rammleik. Þau fundu bíl, gerðu áætlun og sóttu um lán til að geta keypt hann. Lánið ætluðu þau að borga á einu ári. Þau lögðu fram upplýsingar um fjölskylduhagi og tekjur og biðu milli vonar og ótta. Viku síðar voru þau kölluð á fund bankastjórans sem tjáði þeim að farið hefði verið yfir málið og eðlilegt hefði þótt að bíl þyrftu þau að eignast. Þeim var hins vegar sagt að þau þættu of tekjulág til að geta endurgreitt lánið á einu ári. Þeim var því boðið að greiða það á tveim árum í staðinn. Þegar systirin frétti þetta hugsaði hún sér gott til glóðarinnar. Hún var talsvert tekjuhærri en bróðir hennar, sambýlismaður hennar hafði líka ágætar tekjur og þau voru barnlaus. Hún hlyti að þykja betri pappír en bróðirinn. Hún sótti því um lán til að geta keypt bíl. Viku síðar var hún boðuð á fund. Þar var henni tilkynnt að samkvæmt upplýsingum um fjölskylduhagi hennar væri ekki ljóst af hverju hún þyrfti bíl og að ef hana langaði í bíl hefði hún nægar tekjur til að kaupa hann, til þess þyrfti hún ekki lán. Henni var því synjað um lánið. Þetta þótti Svíum mjög eðlileg bankastarfsemi. Enda hristu þeir stundum hausinn yfir muninum á sér og Íslendingum og drógu hann saman í þessum orðum: „Ef Sví vinnur milljón í happdrætti fer hann með hana í bankann, leggur helminginn inn og kaupir bíl fyrir hinn helminginn. Ef Íslendingur vinnur milljón í happdrætti fer hann með hana í bankann, fær lánaða milljón og kaupir sér bíl fyrir tvær."
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun