Best 29. nóvember 2007 00:01 Niðurstaðan liggur fyrir: Ísland er besta land í heimi. Þróunarstofnun Sameinuðu þjóðanna lýsti þessu yfir í brakandi nýrri skýrslu á þriðjudaginn. Við höfum þar með tekið við góðæriskyndlinum af Norðmönnum, sem höfðu verið bestir í heimi í sex ár þar á undan. Mikið held ég að þessi niðurstaða hafi góð áhrif á jólaverslunina. Ég veit samt ekki hvaða snillingar vinna við þessa stofnun en þeir versla örugglega í öðrum matvörubúðum en við og borga húsnæðislánin sín á hagstæðari kjörum. Spurning hvort þeir þurfi líka að vinna sextíu tíma á viku til að ná endum saman? Svo efast ég stórlega um að veðurfarið hérna hafi verið tekið með í reikninginn. Það eru ægilega misvísandi upplýsingarnar sem maður fær úr fjölmiðlum. Einn daginn er maður í hamingjulandinu, allt í uppsveiflu og framtíðin björt. Daginn eftir er allt á leið til andskotans og hagkerfið rauðþrútið eins og pípandi ketill. Gott ef ekki allar bílasölur orðnar yfirfullar af svörtum Range Rover og þeir ríkustu farnir að íhuga að selja einkaþoturnar sínar. Einn daginn blasir það við af forsíðunum að hér sé offita lýðheilsulegt stórvandamál, en svo hókus pókus næsta dag: Við bara allt í einu búandi í besta landi í heimi og ekkert nema stormandi sæla fram undan. Maður er eins og í rússibana þar sem góðæris- og hamfarafréttum er skellt á mann með jöfnu millibili. Hverju á maður að trúa í þessari skæðadrífu misvísandi upplýsinga? Einkabankanum sínum? Verðmiðunum í búðunum? Leikskólakennurunum og karlinum í sjoppunni? Í dýfunum á maður engan annan kost en að arka áfram, horfandi brostnum augum á eftirstöðvarnar á greiðsluseðlunum, sem hækka bara og hækka sama hvað maður rembist við að borga (ég verð reyndar bara 79 ára þegar síðasti greiðsluseðillinn kemur inn um lúguna), vinnandi mest í heimi til að til að geta borgað fyrir dýrasta mat í heimi með dýrasta yfirdrætti í heimi. Hér er allt mest og best, í báðar áttir. Nú veit ég hvað bjartsýnt og dugandi fólk hugsar. Það hugsar: Hættu nú þessu væli – þú býrð í besta landi í heimi! Og verður maður ekki að trúa því? Varla lýgur Samþjó. Hvað ætli Bakþankinn í Fréttablaðinu í Síerra Leóne fjalli annars um í dag? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson Skoðun
Niðurstaðan liggur fyrir: Ísland er besta land í heimi. Þróunarstofnun Sameinuðu þjóðanna lýsti þessu yfir í brakandi nýrri skýrslu á þriðjudaginn. Við höfum þar með tekið við góðæriskyndlinum af Norðmönnum, sem höfðu verið bestir í heimi í sex ár þar á undan. Mikið held ég að þessi niðurstaða hafi góð áhrif á jólaverslunina. Ég veit samt ekki hvaða snillingar vinna við þessa stofnun en þeir versla örugglega í öðrum matvörubúðum en við og borga húsnæðislánin sín á hagstæðari kjörum. Spurning hvort þeir þurfi líka að vinna sextíu tíma á viku til að ná endum saman? Svo efast ég stórlega um að veðurfarið hérna hafi verið tekið með í reikninginn. Það eru ægilega misvísandi upplýsingarnar sem maður fær úr fjölmiðlum. Einn daginn er maður í hamingjulandinu, allt í uppsveiflu og framtíðin björt. Daginn eftir er allt á leið til andskotans og hagkerfið rauðþrútið eins og pípandi ketill. Gott ef ekki allar bílasölur orðnar yfirfullar af svörtum Range Rover og þeir ríkustu farnir að íhuga að selja einkaþoturnar sínar. Einn daginn blasir það við af forsíðunum að hér sé offita lýðheilsulegt stórvandamál, en svo hókus pókus næsta dag: Við bara allt í einu búandi í besta landi í heimi og ekkert nema stormandi sæla fram undan. Maður er eins og í rússibana þar sem góðæris- og hamfarafréttum er skellt á mann með jöfnu millibili. Hverju á maður að trúa í þessari skæðadrífu misvísandi upplýsinga? Einkabankanum sínum? Verðmiðunum í búðunum? Leikskólakennurunum og karlinum í sjoppunni? Í dýfunum á maður engan annan kost en að arka áfram, horfandi brostnum augum á eftirstöðvarnar á greiðsluseðlunum, sem hækka bara og hækka sama hvað maður rembist við að borga (ég verð reyndar bara 79 ára þegar síðasti greiðsluseðillinn kemur inn um lúguna), vinnandi mest í heimi til að til að geta borgað fyrir dýrasta mat í heimi með dýrasta yfirdrætti í heimi. Hér er allt mest og best, í báðar áttir. Nú veit ég hvað bjartsýnt og dugandi fólk hugsar. Það hugsar: Hættu nú þessu væli – þú býrð í besta landi í heimi! Og verður maður ekki að trúa því? Varla lýgur Samþjó. Hvað ætli Bakþankinn í Fréttablaðinu í Síerra Leóne fjalli annars um í dag?
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun