Stærri og flottari demantar um þessi jól en oft áður 23. október 2007 02:00 Dýrir hringar Helga Jónsdóttir fékk nýverið pöntun upp á hálfra milljón króna giftingahring. Íslendingar ætla að gefa stærri og flottari demantshringa en áður fyrir þessi jól. Íslenska þjóðin virðist gripin demantsæði og ekki er lengur óalgengt að gefa demantshring í morgungjöf á tyllidögum eða jafnvel bara sem tækifærisgjöf. Demantar eru enda ágætis fjárfesting og þá er ekki verra að sýna aðeins auðinn. „Við gullsmiðir höfum puttann á púlsinum og erum þeir fyrstu sem finnum fyrir því ef það harðnar á dalnum og svo öfugt," segir Sigurður Steinþórsson hjá Gull & Silfur á Laugaveginum. Hann hyggst panta meira af demöntum fyrir þessi jól en oft áður enda sé mjög mikil sala á þessu eftirsóknaverða djásni um þessar mundir og steinarnir sem fólk vill fá í hringana sína stækka og stækka. Sigurður segir jafnframt að þeir hafi nýlega fengið fyrirspurnir og jafnvel pöntun um að smíða demantshring handa nýfæddum kornabörnum þannig að það eru ekki bara konurnar sem skreyta sig með gimsteininum. Helga Jónsdóttir í Gullkúnst tekur undir orð Sigurðar og hún telur sig þurfa að vera betur undirbúna fyrir þessi jól. „Ég býst við því að það verði meiri demantssala fyrir þessi jól en oft áður," segir Helga sem nýlega fékk pöntun upp á hálfra milljón króna giftingarhring. „Þetta er alls ekki algengt en vissulega hefur komið fyrir að ég hafi ekki átt nægilega stóra demanta og ég finn fyrir því að fólk vill stærri og stærri demanta," útskýrir Helga og bætir því við að þjóðin virðist jafnframt hafa miklu meira vit á þeim demöntum sem þeir vilja. „Fólk virðist vera aðeins meira upplýst," segir Helga. Jón Sigurjónsson hjá Jón & Óskari hefur verið að í demantsbransanum í þrjátíu ár og segir að þótt þeir finni kannski ekki fyrir því að meira seljist af demöntum þá finni þeir mikið fyrir því að fólk vilji meiri íburð en áður. „Fólk vill hafa hringana stærri og glæsilegri," segir Jón og sannast þar kannski hið fornkveðna sem Loralei Lee færði í söng að demanturinn væri besti vinur konunnar. freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Fleiri fréttir „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Sjá meira
Íslendingar ætla að gefa stærri og flottari demantshringa en áður fyrir þessi jól. Íslenska þjóðin virðist gripin demantsæði og ekki er lengur óalgengt að gefa demantshring í morgungjöf á tyllidögum eða jafnvel bara sem tækifærisgjöf. Demantar eru enda ágætis fjárfesting og þá er ekki verra að sýna aðeins auðinn. „Við gullsmiðir höfum puttann á púlsinum og erum þeir fyrstu sem finnum fyrir því ef það harðnar á dalnum og svo öfugt," segir Sigurður Steinþórsson hjá Gull & Silfur á Laugaveginum. Hann hyggst panta meira af demöntum fyrir þessi jól en oft áður enda sé mjög mikil sala á þessu eftirsóknaverða djásni um þessar mundir og steinarnir sem fólk vill fá í hringana sína stækka og stækka. Sigurður segir jafnframt að þeir hafi nýlega fengið fyrirspurnir og jafnvel pöntun um að smíða demantshring handa nýfæddum kornabörnum þannig að það eru ekki bara konurnar sem skreyta sig með gimsteininum. Helga Jónsdóttir í Gullkúnst tekur undir orð Sigurðar og hún telur sig þurfa að vera betur undirbúna fyrir þessi jól. „Ég býst við því að það verði meiri demantssala fyrir þessi jól en oft áður," segir Helga sem nýlega fékk pöntun upp á hálfra milljón króna giftingarhring. „Þetta er alls ekki algengt en vissulega hefur komið fyrir að ég hafi ekki átt nægilega stóra demanta og ég finn fyrir því að fólk vill stærri og stærri demanta," útskýrir Helga og bætir því við að þjóðin virðist jafnframt hafa miklu meira vit á þeim demöntum sem þeir vilja. „Fólk virðist vera aðeins meira upplýst," segir Helga. Jón Sigurjónsson hjá Jón & Óskari hefur verið að í demantsbransanum í þrjátíu ár og segir að þótt þeir finni kannski ekki fyrir því að meira seljist af demöntum þá finni þeir mikið fyrir því að fólk vilji meiri íburð en áður. „Fólk vill hafa hringana stærri og glæsilegri," segir Jón og sannast þar kannski hið fornkveðna sem Loralei Lee færði í söng að demanturinn væri besti vinur konunnar. freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Fleiri fréttir „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Sjá meira