Lífið

Lessing segir árásirnar 11. september ekki svo skelfilegar

Doris Lessing Nóbelsverðlaunahafi liggur ekki á skoðunum sínum.
Doris Lessing Nóbelsverðlaunahafi liggur ekki á skoðunum sínum. MYND/AP

Doris Lessing, sem hlaut á dögunum bókmenntaverðlaun Nóbels í ár, segir árásirnar á Bandaríkin þann 11. september 2001 ekki svo skelfilegar í samanburði við hermdarverkastarfsemi IRA á Bretlandi á árum áður.

Í samtali við spænska blaðið El País segir hins 88 ára gamla Lessing að vissulega hafi fjölmargir látist og tvær merkar byggingar fallið í árásunum fyrir sex árum en atburðurinn sé ekki eins hræðilegur og sérstakur og Bandaríkjamenn haldi.

Segir hún menn til að mynda gleyma tilræði IRA við Margaret Thatcher, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, árið 1984, en þá þá létust fimm og 34 særðust þegar sprengja sprakk a hóteli ársþing þar sem Íhaldsflokksins var haldið.

George Bush Bandaríkjaforseti er ekki í miklum metum hjá hinum aldna rithöfundi því hún segir hann hættulegan heiminum. Allir séu orðnir þreyttir á honum. „Annaðhvort er hann heimskur eða mjög klár, en maður verður að muna að hann tilheyrir hópi sem hefur hagnast mikið á stríðum," segir Lessing.

Þá bætir Lessing við að henni hafi aldrei litist á Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.