Gengi hlutabréfa hækkaði almennt við lok viðskipta í Kauphöll Íslands í dag. Gengi bréfa í Straumi hækkaði mest, eða um 3,33 prósent og standa bréf fjárfestingabankans í 21,7 krónum á hlut. Gengi bréfa í FL Group hækkaði næstmest, eða um 3,1 prósent.
Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,88 prósent og stendur í 8.341 stigi.
Nánar um breytingar á gengi hlutabréfa í Kauphöllinni má sjá hér