Samviskuveiki? Þorsteinn Pálsson skrifar 13. desember 2007 06:00 Á liðnu vori var gerður samningur um yfirfærslu á vatnsréttindum ríkissjóðs í Þjórsá til Landsvirkjunar. Gera átti út um endurgjaldið á síðari stigum. Í reynd var um að ræða tilfærslu á eignarréttindum innan ríkiskerfisins. Ríkisendurskoðun hefur komist að þeirri niðurstöðu að gildi samningsins sé eftir fjárreiðulögum háð samþykki Alþingis. Svipað mál kom upp í aðdraganda kosninganna 1991. Þá gleymdi landbúnaðarráðherrann að setja fyrirvara um samþykki Alþingis við kaup á búrekstri sem nauðsyn þótti að ákveða í skyndi. Eðlilegt hefði verið að leggja Þjórsársamninginn fyrir Alþingi án tafar eða gera nýjan endanlegan samning með ákvæðum um endurgjald. Það á hins vegar ekki að gera. Þess í stað er boðað að málið verði leyst þegar og ef Landsvirkjun fær virkjunarleyfi. Hvað felst í þessu? Svarið er: Óvissa um stefnu ríkisstjórnarinnar varðandi virkjunaráformin í Þjórsá og þá nýsköpun í atvinnumálum sem þau miða að með orkufrekum hátækniiðnaði eins og netþjónabúum. Það eru vond skilaboð einmitt á þeim tíma þegar útilit er fyrir að mikil þörf verði fyrir nýsköpun af því tagi. Eftir þessa niðurstöðu er Landsvirkjun í lausu lofti. Hún getur ekki byggt neinn rétt á samningi sem ekki er bindandi. Vandi Landsvirkjunar felst í gamaldags lögbundnum leikreglum sem enn taka mið af úreltri hugmyndafræði um sjálfvirkt eignarnám ef samningar takast ekki milli orkufyrirtækja og handhafa lands og orkuréttinda. Samkvæmt gildandi lögum fellur virkjanaleyfi niður ef samningar takast ekki innan níutíu daga eftir að það hefur verið gefið út. Nú segir ríkisstjórnin að samningar um vatnsréttindi og landnot eigi ekki að hefjast fyrr en þessi frestur byrjar að líða. Engin leið er að setja frjálsu samningaferli og þinglegri meðferð svo þröngar skorður. Vitaskuld getur svo farið að samningar náist ekki við þá landeigendur sem fara með um það bil fimm hundraðshluta vatnsréttindanna á móti ríkinu. Þá verður að sæta því. En það á ekki að vera skálkaskjól fyrir rétt stjórnvöld til að komast hjá því að sýna á spilin. Reyndar er eðlilegast að fyrst liggi á borðinu hvað skattborgararnir vilja fá fyrir nýtingu þessara réttinda. Aukheldur er úrelt að gera út um verð orkuréttinda eftir að ákvörðun hefur verið tekin um að virkja og samningar hafa verið gerðir um raforkuverð jafnvel til langs tíma. Þetta á sérstaklega við um verð á þeim orkuréttindum sem ríkið ræður sjálft yfir í umboði skattborgaranna. En hér er unnt að fara tvær leiðir. Í sjálfu sér er engin nauðsyn að yfirfæra vatnsréttindin og þau landnotkunarréttindi sem ríkið á til Landsvirkjunar. Iðnaðarráðherra getur sjálfur samið við þá sem sitja ríkisjarðirnar um landnotkun. Síðan getur hann á þeim grundvelli samið við Landsvirkjun um afnotarétt að landi og verð fyrir nýtingu vatnsréttindanna. Trufli náttúruverndarsjónarmið þau nýsköpunaráform sem hér eru í húfi á að segja það tæpitungulaust. Vera má að vírus einhvers konar samviskuveiki valdi ráðherrum Samfylkingarinnar óþægindum enda koma þeir nýir að málinu. Það er hins vegar ekki gild afsökun fyrir loðinni afstöðu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen Skoðun
Á liðnu vori var gerður samningur um yfirfærslu á vatnsréttindum ríkissjóðs í Þjórsá til Landsvirkjunar. Gera átti út um endurgjaldið á síðari stigum. Í reynd var um að ræða tilfærslu á eignarréttindum innan ríkiskerfisins. Ríkisendurskoðun hefur komist að þeirri niðurstöðu að gildi samningsins sé eftir fjárreiðulögum háð samþykki Alþingis. Svipað mál kom upp í aðdraganda kosninganna 1991. Þá gleymdi landbúnaðarráðherrann að setja fyrirvara um samþykki Alþingis við kaup á búrekstri sem nauðsyn þótti að ákveða í skyndi. Eðlilegt hefði verið að leggja Þjórsársamninginn fyrir Alþingi án tafar eða gera nýjan endanlegan samning með ákvæðum um endurgjald. Það á hins vegar ekki að gera. Þess í stað er boðað að málið verði leyst þegar og ef Landsvirkjun fær virkjunarleyfi. Hvað felst í þessu? Svarið er: Óvissa um stefnu ríkisstjórnarinnar varðandi virkjunaráformin í Þjórsá og þá nýsköpun í atvinnumálum sem þau miða að með orkufrekum hátækniiðnaði eins og netþjónabúum. Það eru vond skilaboð einmitt á þeim tíma þegar útilit er fyrir að mikil þörf verði fyrir nýsköpun af því tagi. Eftir þessa niðurstöðu er Landsvirkjun í lausu lofti. Hún getur ekki byggt neinn rétt á samningi sem ekki er bindandi. Vandi Landsvirkjunar felst í gamaldags lögbundnum leikreglum sem enn taka mið af úreltri hugmyndafræði um sjálfvirkt eignarnám ef samningar takast ekki milli orkufyrirtækja og handhafa lands og orkuréttinda. Samkvæmt gildandi lögum fellur virkjanaleyfi niður ef samningar takast ekki innan níutíu daga eftir að það hefur verið gefið út. Nú segir ríkisstjórnin að samningar um vatnsréttindi og landnot eigi ekki að hefjast fyrr en þessi frestur byrjar að líða. Engin leið er að setja frjálsu samningaferli og þinglegri meðferð svo þröngar skorður. Vitaskuld getur svo farið að samningar náist ekki við þá landeigendur sem fara með um það bil fimm hundraðshluta vatnsréttindanna á móti ríkinu. Þá verður að sæta því. En það á ekki að vera skálkaskjól fyrir rétt stjórnvöld til að komast hjá því að sýna á spilin. Reyndar er eðlilegast að fyrst liggi á borðinu hvað skattborgararnir vilja fá fyrir nýtingu þessara réttinda. Aukheldur er úrelt að gera út um verð orkuréttinda eftir að ákvörðun hefur verið tekin um að virkja og samningar hafa verið gerðir um raforkuverð jafnvel til langs tíma. Þetta á sérstaklega við um verð á þeim orkuréttindum sem ríkið ræður sjálft yfir í umboði skattborgaranna. En hér er unnt að fara tvær leiðir. Í sjálfu sér er engin nauðsyn að yfirfæra vatnsréttindin og þau landnotkunarréttindi sem ríkið á til Landsvirkjunar. Iðnaðarráðherra getur sjálfur samið við þá sem sitja ríkisjarðirnar um landnotkun. Síðan getur hann á þeim grundvelli samið við Landsvirkjun um afnotarétt að landi og verð fyrir nýtingu vatnsréttindanna. Trufli náttúruverndarsjónarmið þau nýsköpunaráform sem hér eru í húfi á að segja það tæpitungulaust. Vera má að vírus einhvers konar samviskuveiki valdi ráðherrum Samfylkingarinnar óþægindum enda koma þeir nýir að málinu. Það er hins vegar ekki gild afsökun fyrir loðinni afstöðu.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun