Auðlindaskattur,réttlæti og laun: Lítil umræða Þorsteinn Pálsson skrifar 18. desember 2007 06:00 Alþingi hefur að tillögu sjávarútvegsráðherra fellt tímabundið niður auðlindaskatt af þorskveiðiréttindum. Óveruleg umræða hefur farið fram um þessa breytingu. Skýringin er hugsanlega sú að hér er um að ræða tiltölulega hóflegan skatt. Talsmenn Framsóknarflokksins eru þeir einu sem að einhverju marki hafa látið að sér kveða í þessari umræðu. Þeir hafa með gildum rökum gagnrýnt ríkisstjórnina fyrir að ganga ekki nægjanlega langt í að fella skattinn alfarið niður um tíma að minnsta kosti. Almenn hagfræðileg rök mæla þannig með lækkun skatta á atvinnufyrirtæki fremur en styrkveitingum þegar aðstæður kalla á opinberar aðgerðir. Einörð afstaða forystumanna Framsóknarflokksins í þessu máli er um margt athyglisverð þegar til þess er litið að rétt fyrir lok vorþings lét þáverandi flokksforysta að því liggja að til stjórnarslita gæti komið fyrir kosningar ef samstarfsflokkurinn féllist ekki á að festa í stjórnarskrá skyldu til þess að leggja skatt á alla nýtingu náttúruauðlinda í samræmi við gamlar tillögur svokallaðrar auðlindanefndar. Ef horfið hefði verið að því ráði hefði ekki verið unnt að lækka skatt á sjávarútveginn eftir þorskniðurskurðinn; hvað þá að fella hann niður með öllu. Leggja hefði þurft nýjan skatt á bændur fyrir not afrétta og ennfremur á fyrirtæki og almenning vegna kaupa á raforku og heitu vatni. Stundum er því haldið fram að auðlindaskattur sé annarrar náttúru en aðrir skattar fyrir þá sök að hann snúist um réttlæti. Sannleikurinn er þó sá að erfitt er að færa gild rök fyrir því að réttlætið sjálft felist í skattheimtu. Hún er hins vegar að ákveðnu marki réllætanleg nauðsyn. Út frá hagrænum sjónrmiðum getur skattheimta svo verið misjafnlega skynsamleg og misjafnlega réttlát. Flestum er til að mynda ljóst að ekki er sérlega réttlátt að láta eina auðlind bera skatt en ekki aðrar eins og gildandi löggjöf gerir ráð fyrir. Ástæðan fyrir því að þeir sem telja auðlindaskatt vera réttlætismál hafa ekki árætt að krefjast skattlagningar á orkubúskapinn er sú að skattur á því sviði á greiða leið beint út í verðlagið. Hækkun raforkuverðs og hitaveitureikninga yrði með öðrum orðum óvinsælt réttlæti. Áhrifin á hag almennings eru óbeinni í sjávarútvegi. En þar gildir eins og annars staðar að skattar eru ekki útflutningsvara. Þeir fá ekki útrás í markaðsverði erlendis. Skattar sem leggjast á sjávarútveg en ekki aðrar atvinnugreinar hafa því fyrst og fremst þau hagrænu áhrif að veikja samkeppnisstöðu atvinnugreinarinnar um fjármagn og vinnuafl. Ef arðsemi er minni í sjávarútvegi en annars staðar leitar fjármagn síður í þann farveg. En líklegast er að skattheimta af þessu tagi hafi fyrst áhrif í þá veru að veikja sjávarútveg í samkeppni um vinnuafl. Það þýðir á mæltu máli að skatturinn leiðir til þess að sjávarútvegurinn greiðir að sama skapi lægri laun en ella væri. Margir eiga erfitt með að koma auga á afgerandi réttlæti í því að lækka laun í einni atvinnugrein en ekki öðrum með sérstakri skattheimtu. Augu forystumana Framsóknarflokksins hafa á síðari hluta ársins verið næmari en annarra fyrir þessum einföldu staðreyndum um réttlæti og hagræn áhrif skattheimtu. Þessi afstaða verðskuldar því meiri athygli en hún hefur hlotið og reyndar nokkuð lof í fyrirferðar lítilli umræðu. Grundvallarspurningin er stór þó að fjárhæðin sé ekki risavaxin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun
Alþingi hefur að tillögu sjávarútvegsráðherra fellt tímabundið niður auðlindaskatt af þorskveiðiréttindum. Óveruleg umræða hefur farið fram um þessa breytingu. Skýringin er hugsanlega sú að hér er um að ræða tiltölulega hóflegan skatt. Talsmenn Framsóknarflokksins eru þeir einu sem að einhverju marki hafa látið að sér kveða í þessari umræðu. Þeir hafa með gildum rökum gagnrýnt ríkisstjórnina fyrir að ganga ekki nægjanlega langt í að fella skattinn alfarið niður um tíma að minnsta kosti. Almenn hagfræðileg rök mæla þannig með lækkun skatta á atvinnufyrirtæki fremur en styrkveitingum þegar aðstæður kalla á opinberar aðgerðir. Einörð afstaða forystumanna Framsóknarflokksins í þessu máli er um margt athyglisverð þegar til þess er litið að rétt fyrir lok vorþings lét þáverandi flokksforysta að því liggja að til stjórnarslita gæti komið fyrir kosningar ef samstarfsflokkurinn féllist ekki á að festa í stjórnarskrá skyldu til þess að leggja skatt á alla nýtingu náttúruauðlinda í samræmi við gamlar tillögur svokallaðrar auðlindanefndar. Ef horfið hefði verið að því ráði hefði ekki verið unnt að lækka skatt á sjávarútveginn eftir þorskniðurskurðinn; hvað þá að fella hann niður með öllu. Leggja hefði þurft nýjan skatt á bændur fyrir not afrétta og ennfremur á fyrirtæki og almenning vegna kaupa á raforku og heitu vatni. Stundum er því haldið fram að auðlindaskattur sé annarrar náttúru en aðrir skattar fyrir þá sök að hann snúist um réttlæti. Sannleikurinn er þó sá að erfitt er að færa gild rök fyrir því að réttlætið sjálft felist í skattheimtu. Hún er hins vegar að ákveðnu marki réllætanleg nauðsyn. Út frá hagrænum sjónrmiðum getur skattheimta svo verið misjafnlega skynsamleg og misjafnlega réttlát. Flestum er til að mynda ljóst að ekki er sérlega réttlátt að láta eina auðlind bera skatt en ekki aðrar eins og gildandi löggjöf gerir ráð fyrir. Ástæðan fyrir því að þeir sem telja auðlindaskatt vera réttlætismál hafa ekki árætt að krefjast skattlagningar á orkubúskapinn er sú að skattur á því sviði á greiða leið beint út í verðlagið. Hækkun raforkuverðs og hitaveitureikninga yrði með öðrum orðum óvinsælt réttlæti. Áhrifin á hag almennings eru óbeinni í sjávarútvegi. En þar gildir eins og annars staðar að skattar eru ekki útflutningsvara. Þeir fá ekki útrás í markaðsverði erlendis. Skattar sem leggjast á sjávarútveg en ekki aðrar atvinnugreinar hafa því fyrst og fremst þau hagrænu áhrif að veikja samkeppnisstöðu atvinnugreinarinnar um fjármagn og vinnuafl. Ef arðsemi er minni í sjávarútvegi en annars staðar leitar fjármagn síður í þann farveg. En líklegast er að skattheimta af þessu tagi hafi fyrst áhrif í þá veru að veikja sjávarútveg í samkeppni um vinnuafl. Það þýðir á mæltu máli að skatturinn leiðir til þess að sjávarútvegurinn greiðir að sama skapi lægri laun en ella væri. Margir eiga erfitt með að koma auga á afgerandi réttlæti í því að lækka laun í einni atvinnugrein en ekki öðrum með sérstakri skattheimtu. Augu forystumana Framsóknarflokksins hafa á síðari hluta ársins verið næmari en annarra fyrir þessum einföldu staðreyndum um réttlæti og hagræn áhrif skattheimtu. Þessi afstaða verðskuldar því meiri athygli en hún hefur hlotið og reyndar nokkuð lof í fyrirferðar lítilli umræðu. Grundvallarspurningin er stór þó að fjárhæðin sé ekki risavaxin.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun