Handbolti

Valur og Akureyri áfram í bikarnum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Baldvin Þorsteinsson skoraði fimm mörk fyrir Val í dag.
Baldvin Þorsteinsson skoraði fimm mörk fyrir Val í dag. Mynd/Anton

Topplið Hauka í N1-deild karla datt í dag úr bikarkeppni karla eftir að hafa tapað fyrir Val í Vodafone-höllinni, 23-22. Staðan í hálfleik var 12-11, Val í vil.

Haukar voru sterkari í byrjun leiks en Valsmenn voru með frumkvæðið í seinni hálfleik. Þegar rúm hálf mínúta var til leiksloka var Valur með tveggja marka forystu en Halldór Ingólfsson minnkaði muninn þá úr vítakasti.

Ingvar Árnason tryggði svo Val sigur með marki þegar skammt var til leiksloka en Freyr Bjarnason náði að klóra í bakkann fyrir Hauka í blálokin.

Mörk Vals: Ernir Hrafn Arnarson 6, Sigfús Páll Sigfússon 5, Baldvin Þorsteinsson 5, Fannar Friðgeirsson 3, Elvar Friðriksson 2, Ingvar Árnason 1 og Kristján Karlsson 1.

Mörk Hauka: Arnar Jón Agnarsson 6, Kári Kristjánsson 4, Andri Stefan 4, Sigurbergur Sveinsson 4, Freyr Brynjarsson 2, Arnar Pétursson 1, Halldór Ingólfsson 1.

Í hinum leik dagsins í bikarkeppni karla tapaði Afturelding 2 fyrir Akureyri á heimavelli, 39-20.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×