Lífið

Stefnt að sáttum Auðuns og Adolfs

Auðunn Blöndal var heitt í hamsi vegna málsins.
Auðunn Blöndal var heitt í hamsi vegna málsins.

Auðunn Blöndal var ekki par sáttur við yfirlýsingar Adolfs Inga Erlingssonar sem íþróttafréttamaðurinn lét hafa eftir sér í Fréttablaðinu í gær. Þar sagði Adolf að Auðunn og Hugi Halldórsson hefðu viðhaft hneykslanlega framkomu á HM í Þýskalandi.„Við höfum oft orðið okkur til skammar á ferlinum með truflunum og öðru slíku en það var ekkert slíkt uppá teninginum þarna úti,“ sagði Auðunn

Auðunn sagði ennfremur að starfsmenn HSÍ, þar á meðal framkvæmdarstjórinn Einar Þorvarðarson, hafi aðstoðað þá eftir fremsta megni. Framkvæmdarstjórinn hafi meðal annars komið því kring að þeir fengju að hitta strákanna inni í búningsklefanum. Og það hafi reitt Adolf til reiði. „Strákarnir urðu mjög svekktir að við gátum ekki lengur spjallað við þá eftir leiki enda vorum við þarna á vegum stuðningsmannasíðunnar,“ segir Auðunn og bætir því við að þeim hafi borist ósk frá Guðjóni Val Sigurðssyni um að hitta sig og félaganna uppi á hótelherbergi eftir leik. Auðunn fór heim eftir leikinn gegn Úkraínu en var væntanlegur aftur á mótið í dag þegar Ísland leikur við Túnis.

 

Adolf Ingi Allt útlit fyrir að „Strákarnir“ og íþróttafréttamaðurinn nái sáttum í dag.

Sjónvarpsþátturinn Strákarnir með Auðunn fremstan í flokki hefur átt gott samstarf við íslenska landsliðið. Frægt er orðið þegar þeir létu rassskella sig í sturtuklefanum að hætti nýliða og ekki er langt síðan að landsliðsmennirnir hentu rjómakökum í þá í miðbæ Reykjavíkur.

Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var unnið að því hörðum höndum í allan gærdag að bera klæðin á vopnin og ná sáttum milli þessara aðila. Áður en blaðið fór í prentun stefndi allt í mikinn sáttarfund hjá Adolf Inga og „Strákunum“ í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×