Bergmansþing í kvöld 14. ágúst 2007 05:00 Ingmar Bergman á velmektarárum sínum. Rannsóknahópurinn Deus ex cinema stendur fyrir málþingi í kvöld sem ber yfirskriftina Guð á hvíta tjaldinu um trúarleg minni í verkum sænska leikstjórans Ingmars Bergman sem lést í júlí og fleiri stórskálda kvikmyndanna. Þingið fer fram í Hallgrímskirkju í tengslum við Kirkjulistahátíð. Þar verða sýnd nokkur myndbrot úr kvikmyndum sem sýna Guð og guðlega nærveru og fjallað um það hvernig kvikmyndagerðarmenn hafa í gegnum söguna sýnt Guð á hvíta tjaldinu sem persónu eða á annan hátt. Dagskráin verður helguð minningu Ingmars Bergman, og fjallað verður um Guð, trú og kirkju í nokkrum mynda hans en þar er af nógu að taka: trúarleg stef og álitamál gegnumsýra höfundarverk Bergmans. Einnig verða kvikmyndir danska leikstjórans Carls Theodors Dreyer teknar til skoðunar en mynd hans Jóhanna af Örk verður sýnd á miðnætursýningu í Hallgrímskirkju á fimmtudagskvöld. Meðal þátttakenda á málþinginu verða dr. Pétur Pétursson, prófessor, sem gaf út bók um kvikmyndir Bergmans og Oddný Sen, kvikmyndafræðingur, sem er einn af okkar helstu sérfræðingum um kvikmyndagerð Dreyers. Þinghald hefst kl. 20 í Hallgrímskirkju. Mest lesið Saga sagði já við Sturlu Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Arnarsson mætti rétt fyrir árslok Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Lífið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Rannsóknahópurinn Deus ex cinema stendur fyrir málþingi í kvöld sem ber yfirskriftina Guð á hvíta tjaldinu um trúarleg minni í verkum sænska leikstjórans Ingmars Bergman sem lést í júlí og fleiri stórskálda kvikmyndanna. Þingið fer fram í Hallgrímskirkju í tengslum við Kirkjulistahátíð. Þar verða sýnd nokkur myndbrot úr kvikmyndum sem sýna Guð og guðlega nærveru og fjallað um það hvernig kvikmyndagerðarmenn hafa í gegnum söguna sýnt Guð á hvíta tjaldinu sem persónu eða á annan hátt. Dagskráin verður helguð minningu Ingmars Bergman, og fjallað verður um Guð, trú og kirkju í nokkrum mynda hans en þar er af nógu að taka: trúarleg stef og álitamál gegnumsýra höfundarverk Bergmans. Einnig verða kvikmyndir danska leikstjórans Carls Theodors Dreyer teknar til skoðunar en mynd hans Jóhanna af Örk verður sýnd á miðnætursýningu í Hallgrímskirkju á fimmtudagskvöld. Meðal þátttakenda á málþinginu verða dr. Pétur Pétursson, prófessor, sem gaf út bók um kvikmyndir Bergmans og Oddný Sen, kvikmyndafræðingur, sem er einn af okkar helstu sérfræðingum um kvikmyndagerð Dreyers. Þinghald hefst kl. 20 í Hallgrímskirkju.
Mest lesið Saga sagði já við Sturlu Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Arnarsson mætti rétt fyrir árslok Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Lífið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira