Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,59 prósent við opnun viðskipta í Kauphöllinni í dag og stendur vísitalan í 8.051 stigi. Þetta er í takt við gengi á helstu fjármálamörkuðum í Evrópu í dag og í Bandaríkjunum í gær.
Vísitalan lækkaði um 3,47 prósent á föstudag í síðustu viku en hækkaði um 1,32 prósent í gær.
Vísitalan fór hæst í 9,016 stig 18. júlí síðastliðinn en hefur lækkað síðan þá.
Hækkun vísitölunnar á árinu öllu nemur 25,6 prósentum.