Gersemar gærdagsins, sýning Turak-leikhússins - fjórar stjörnur 20. apríl 2007 00:01 Hugvitssamleg, súrrealísk og sniðug sýning fyrir fólk á öllum aldri. Landsmenn geta hugsað sér glatt til menningarglóðarinnar fram á vorið því enn stendur yfir franska menningarkynningin Pourquoi pas? og hingað streymir hæfileikafólk frá meginlandinu sem fúst er að skemmta okkur og fræða. Á mánudagskvöld var sett upp óvenjuleg leiksýning í Kúlu Þjóðleikhússins en sýning sú ferðast um landið þessa dagana og verður hún sett upp í flestum fjórðungum auk sýninga í Hafnarfirði og á Reykjanesi. ýningin Gersemar gærdagsins er tegund af brúðuleikhúsi þar sem hinn hugvitsami forsprakki Turak-leikhússins, Michel Laubau, tekur sér stöðu á leiksviði og lætur alls kyns furður lifna við. Persónur og leikmunir eru gerð úr handahófskenndu dóti, straujárn, leikföng, fjaðrir og eldhúsáhöld koma þannig við sögu tveggja manna, annar þeirra er líklega að missa af flugi á meðan hinn er tvístígandi og forvitinn könnuður sem felur sig í fötu. Reyndar er ég alls ekki viss um hvað þessi sýning fjallar annað en það hvað það er gaman að hafa ímyndunarafl. Húmorinn er í fyrirrúmi í þessari sýningu og hinar einföldustu hreyfingar stjórnandans verða merkingarhlaðnar í óreiðukenndu umhverfi þar sem allir bíða spenntir eftir því hverju stjórnandinn tekur upp á næst. Tónlistin var sköpuð af tveimur rafmagnsgíturum og toguðust þau hljóð í allar áttir, það var hreint ótrúlegt hvað hægt var að að skapa mikla stemningu með tólf strengjum og magnara. Upptökuvélar og ljós voru líka notuð á eftirtektarverðan hátt og veggir leikhússins þannig brotnir niður í fleiri og framúrstefnulegri einingar. Gestirnir, einkum þeir yngstu, skelltu innilega upp úr yfir brellunum og látalátunum á sviðinu og ég er nokkuð viss um að þetta sjónarspil situr í fleirum en mér. Nú er bara spurning hvort einhver hafi farið beint út í bílskúr heima eftir sýninguna til þess að láta eitthvað lifna við eins og Fransmaðurinn Laubau. Kristrún Heiða Hauksdóttir Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Fleiri fréttir Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Landsmenn geta hugsað sér glatt til menningarglóðarinnar fram á vorið því enn stendur yfir franska menningarkynningin Pourquoi pas? og hingað streymir hæfileikafólk frá meginlandinu sem fúst er að skemmta okkur og fræða. Á mánudagskvöld var sett upp óvenjuleg leiksýning í Kúlu Þjóðleikhússins en sýning sú ferðast um landið þessa dagana og verður hún sett upp í flestum fjórðungum auk sýninga í Hafnarfirði og á Reykjanesi. ýningin Gersemar gærdagsins er tegund af brúðuleikhúsi þar sem hinn hugvitsami forsprakki Turak-leikhússins, Michel Laubau, tekur sér stöðu á leiksviði og lætur alls kyns furður lifna við. Persónur og leikmunir eru gerð úr handahófskenndu dóti, straujárn, leikföng, fjaðrir og eldhúsáhöld koma þannig við sögu tveggja manna, annar þeirra er líklega að missa af flugi á meðan hinn er tvístígandi og forvitinn könnuður sem felur sig í fötu. Reyndar er ég alls ekki viss um hvað þessi sýning fjallar annað en það hvað það er gaman að hafa ímyndunarafl. Húmorinn er í fyrirrúmi í þessari sýningu og hinar einföldustu hreyfingar stjórnandans verða merkingarhlaðnar í óreiðukenndu umhverfi þar sem allir bíða spenntir eftir því hverju stjórnandinn tekur upp á næst. Tónlistin var sköpuð af tveimur rafmagnsgíturum og toguðust þau hljóð í allar áttir, það var hreint ótrúlegt hvað hægt var að að skapa mikla stemningu með tólf strengjum og magnara. Upptökuvélar og ljós voru líka notuð á eftirtektarverðan hátt og veggir leikhússins þannig brotnir niður í fleiri og framúrstefnulegri einingar. Gestirnir, einkum þeir yngstu, skelltu innilega upp úr yfir brellunum og látalátunum á sviðinu og ég er nokkuð viss um að þetta sjónarspil situr í fleirum en mér. Nú er bara spurning hvort einhver hafi farið beint út í bílskúr heima eftir sýninguna til þess að láta eitthvað lifna við eins og Fransmaðurinn Laubau. Kristrún Heiða Hauksdóttir
Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Fleiri fréttir Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira