23 ára nýliði með forystu á Zurich Classic 20. apríl 2007 10:42 Kyle Reifers. MYND/AP Kyle Reifers, 23 ára nýliði, stal senunni á Zurich Classic mótinu í bandarísku mótaröðinni í golfi í gær. Reifers náði tveggja högga forystu eftir magnaða spilamennsku. Kyle Reifers er aðeins 23 ára og spilar á sínu fyrsta tímabili í bandarísku mótaröðinni. Hann tryggði sér þáttökurétt með því að setja niður pútt á lokaholunni á úrtökumótinu. Frammistaða hans í gær var ótrúleg. Hann náði átta fuglum og tíu pörum á holunum átján. Lék á 64 höggum og setti vallarmet sem áður var í eigu Chris Di Marco. Di Marco er sjö höggum á eftir Reifers. David Toms sem er fæddur í Louisana lék ágætlega í gær á 69 höggum en mótið fór ekki fram á þessum velli í fyrra vegna hamfarana í New Orleans. Gamla kempan Mark Calcavecchia er í öðru sæti lék á 66 höggum, sex undir pari og er tveimur höggum á eftir Reifers. Calcavecchia vann á sínum tíma sigur á opna breska árið 1989. Suður-Kóreumaðurinn Charlie Wie átti tilþrif dagsins þegar hann vippaði ofan í holu á átjándu. Wie átti skrautlegan hring, fékk fjóra fugla tvo skolla og skramba og er sjö höggum á eftir Reifers. Fjórir kylfingar eru í þriðja sæti á fimm höggum undir pari. Tim Petrovic, Tom Johnson, Jason Schultz og Lucas Glover allt Bandaríkjamenn Golf Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Sport Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Kyle Reifers, 23 ára nýliði, stal senunni á Zurich Classic mótinu í bandarísku mótaröðinni í golfi í gær. Reifers náði tveggja högga forystu eftir magnaða spilamennsku. Kyle Reifers er aðeins 23 ára og spilar á sínu fyrsta tímabili í bandarísku mótaröðinni. Hann tryggði sér þáttökurétt með því að setja niður pútt á lokaholunni á úrtökumótinu. Frammistaða hans í gær var ótrúleg. Hann náði átta fuglum og tíu pörum á holunum átján. Lék á 64 höggum og setti vallarmet sem áður var í eigu Chris Di Marco. Di Marco er sjö höggum á eftir Reifers. David Toms sem er fæddur í Louisana lék ágætlega í gær á 69 höggum en mótið fór ekki fram á þessum velli í fyrra vegna hamfarana í New Orleans. Gamla kempan Mark Calcavecchia er í öðru sæti lék á 66 höggum, sex undir pari og er tveimur höggum á eftir Reifers. Calcavecchia vann á sínum tíma sigur á opna breska árið 1989. Suður-Kóreumaðurinn Charlie Wie átti tilþrif dagsins þegar hann vippaði ofan í holu á átjándu. Wie átti skrautlegan hring, fékk fjóra fugla tvo skolla og skramba og er sjö höggum á eftir Reifers. Fjórir kylfingar eru í þriðja sæti á fimm höggum undir pari. Tim Petrovic, Tom Johnson, Jason Schultz og Lucas Glover allt Bandaríkjamenn
Golf Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Sport Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira