Tónlist

Tónleikar í Sigurjónssafni

Árlegir sumartónleikar Listasafns Sigurjóns hófu göngu sína sumarið 1989. Tónleikaröðin þótti kærkomin viðbót við menningarlífið í borginni því framan af voru þetta einu reglulegu tónlistarviðburðir á sumrin í Reykjavík.

Fyrir utan vandaða tónlist og flutning einkennir það tónleikana að vera fremur stuttir. Þeir hefjast klukkan 20:30 og standa í um klukkustund sem hentar flestum á löngum sumarkvöldum. Eftir tónleika þykir flytjendum og gestum afar notalegt að njóta veitinga í kaffistofu safnsins fyrir opnu hafinu og síðbúnu sólarlaginu á sundunum.

Ásókn er mikil meðal tónlistarfólks að fá að leika á tónleikunum og í lok umsóknarfrests, um miðjan febrúar síðast liðinn, höfðu um helmingi fleiri sótt um en hægt var að sinna. Fyrstu tónleikar sumarsins verða á þriðjudagskvöldið kl. 20:30: Söngtríóið Live from New York er skipað söngvurum úr kór Metropolitan Óperunnar í New York, Constance Green sópran, Ellen Lang mezzósópran og Irwin Reese tenór, ásamt píanóleikaranum Robert Rogers. Þau flytja ameríska söngleikja- og óperutónlist ásamt afrísk-amerískum þjóðlögum.

Upplýsingar um tónleikaröðina má finna netsíðum safnsins (www.lso.is) og þar má nálgast efnisskrár tónleikanna þegar þær eru tilbúnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.