Lífið

Remax auglýsir í Skaupinu

SEV skrifar
Ragnar Bragason er leikstjóri Áramótaskaupsins.
Ragnar Bragason er leikstjóri Áramótaskaupsins. MYND/365

Fasteignasalan Remax býður landsmönnum um áramótin upp á auglýsingu í umtalaðasta auglýsingapláss Íslandssögunnar - í miðju Áramótaskaupinu. Þrátt fyrir bölsýnisspár um fasteignamarkaðinn virðast Remax menn eiga fyrir salti í grautinn og ríflega það, en þeir munu hafa reitt fram þrjár milljónir fyrir plássið.

Bloggarinn Ómar R. Valdimarsson, greindi frá þessu á heimasíðu sinni í dag, og segist hafa áreiðanlegar heimildir fyrir. Það var hann sem sagði upprunalega frá því að til stæði að bjóða upp á auglýsingu í miðju Skaupsins.

Ómar bloggaði reyndar líka fyrir rúmri viku um það að Kaupþing ynni að gerð annarar auglýsingar með John Cleese, en sú síðasta kostaði litlar áttatíu milljónir króna. Hafði margur spekúlantinn spáð henni í auglýsingatímann umdeilda, en nú virðist sem Remax hafi hreppt hnossið.

Ekki náðist í Gunnar Sverri Harðarson, sem fer með markaðsmál fyrir Remax, við vinnslu fréttarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.