Sport

Þórshamar stigameistari í Kata

Mynd/Hari
Íslandsmeistaramótið í kata fór fram í íþróttahúsi Hagaskóla í gær. Nýr Íslandsmeistari var krýndur í kvennaflokki. Rúmlega 40 keppendur frá 16 ára aldri voru skráðir á mótið. Kata er röð fyrirfram ákveðinna hreyfinga sem iðkandinn þarf að framkvæma í réttri röð, á réttum hraða og með réttum áherslum.

Segja má að hreyfingarnar myndi ímyndaðan bardaga við nokkra ósýnilega andstæðinga. Ragna Kjartansdóttir úr Þórshamri kom á óvart og fór með sigur af hólmi í keppni einstaklinga.

Ragna var einnig í hópkataliði Þórshamars sem jafnframt urðu Íslandsmeistarar. Með Rögnu voru í liðinu Hulda Axelsdóttir og Sólveig Krista Einarsdóttir.

Hjá körlunum varði Helgi Jóhannesson, úr Breiðablik Íslandsmeistarartitil sinn og var jafnframt í hópkataliði Breiðabliks sem einnig varði sinn titil. Með Helga voru í liðinu voru Einar Hagen og Magnús Kr. Eyjólfsson.

Stigakeppnin var hnífjöfn en Þórshamar hafði sigur á Breiðablik með eins stigs mun og eru því Íslandsmeistarar félaga í kata.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×