Lögreglan klúðraði morðinu á Laugalæk Breki Logason skrifar 6. nóvember 2007 11:36 Þorsteinn Bergmann Einarsson hefur gefið út bók um morðið á Laugalæk. „Mér fannst þetta alltaf skrýtið mál og hafði áhuga á því. Þegar ég fór síðan að setja mig inn í málið og sjá hlutina í samhengi sá ég að þetta var mikið drama," segir Þorsteinn Bergmann Einarsson 61 árs gamall verkfræðingur frá Selfossi. Á föstudaginn fyrir helgi kom út bókin Morðið á Laugalæk eftir Þorstein sem Skrudda gefur út. Þorsteinn hefur ekki áður gefið út bók af þessu tagi en segist hafa fengið áhuga á málinu ungur. Hann starfaði á Alþýðublaðinu árið 1968 þegar málið kom upp en missti af öllum eftirmálunum þar sem hann flutti erlendis. „Lögreglan gerir mistök í upphafi rannsóknarinnar sem gerir það að verkum að þetta dregst á langinn. Það eru líka margir sem flækjast í þetta," segir Þorsteinn. „Því var haldið fram að Gunnar stundaði lánastarfsemi en það var ekki satt. Þetta var góður drengur sem var ofur feitur en það var ekki algengt í þá daga. Hann kom aldrei nálægt neinni lánastarfsemi og það var aldrei neitt sannað." Fyrir þá sem ekki þekkja morðið á Laugalæk þá var leigubílstjóri myrtur árið 1968 með mjög sjaldgæfri byssu en morðingi mannsins hefur aldrei fundist. Gerðir hafa verið sjónvarpsþættir og málið er eitt af dularfullustu morðum íslandssögunnar. „Byssan fannst ári seinna og þá var maður hnepptur í varðhald. Hann var yfirheyrður og settur í einangrun. Hann varð margsaga í málinu og var síðan sýknaður. Ástæðan var einfaldlega sú að það voru engar sannanir fyrir hendi." „Þrátt fyrir gífurlega umfangsmikla rannsókn lögreglu fundust aldrei neinar sannanir gegn þessum manni. Hann var samt ákærður fyrir morðið á Gunnari. Hann var síðan sýknaður af þeirri ákæru bæði í sakadómi og í hæstarétti. Hvað fékk kerfið til að ganga svona hart fram gegn honum? Var réttur maður ákærður?," spyr Þorsteinn í bókinni Leigubílstjórinn hét Gunnar Tryggvason en hann bjó með föður sínum á þessum tíma. „Þeir voru mjög samrýmdir feðgar og þetta fór alveg með gamla manninn. Konan hans hafði dáið þarna tveimur árum áður og síðan sonur hans. Hann dó síðan sjálfur úr sorg ári seinna. Þetta mál hafði því hörmulegar afleiðingar fyrir fjölskylduna alla." Þorsteinn segir erfitt að segja frá niðurstöðu bókarinnar en augljóst sé að lögreglan hafi gert mistök. „Þetta á að vera spennandi bók og í henni er marg athyglisvert sem lesandinn verður bara að komast að." Mest lesið Klara og félagar í uppreisn gegn „femínistaþreytunni“ Lífið Fær nánast alltaf fullnægingu með rúnki en sjaldnar í kynlífi Lífið Prinsessan í sínu fyrsta hlutverki með Höllu Lífið Lærði fyrstu hundrað tölurnar í pi í sóttkví Lífið „Verulegar fjárhæðir“ fyrir snemmbúinn helgan stein Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun Fagaðilar gefa óumbeðin ráð um útlitsbreytingar: „Þú hefur þyngst“ Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Segist vera orðinn of gamall Lífið Ómótstæðileg jarðarberjaostakaka að hætti Evu Laufeyjar Matur Fleiri fréttir Prinsessan í sínu fyrsta hlutverki með Höllu Lærði fyrstu hundrað tölurnar í pi í sóttkví Klara og félagar í uppreisn gegn „femínistaþreytunni“ Fær nánast alltaf fullnægingu með rúnki en sjaldnar í kynlífi Gossip girl stjarna orðinn faðir „Verulegar fjárhæðir“ fyrir snemmbúinn helgan stein Tipsý bar valinn besti barinn í Reykjavík Fagaðilar gefa óumbeðin ráð um útlitsbreytingar: „Þú hefur þyngst“ Saltaðar píkur og hátíðarúrgangur Segist vera orðinn of gamall Sveppi og Pétur skíthræddir við hýenur sem heimamaðurinn kallar djöfullinn Enginn dæmir neinn á vikulegum geislasverðaæfingum „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ „Ég er auðvitað ekkert eðlilega stolt“ Íslenska ullin grunnurinn í hönnuninni Heimsfrægir dansarar kenndu nemendum Brynju Péturs Tara Sif og Elfar Elí keyptu glæsihús í Kópavogi Hraðfréttaprins fæddur og nefndur Tvær stúlkur bera nú nafnið eftir mismæli Svíakonungs Níutíu prósent Íslendinga geti sest í helgan stein fyrir þrítugt Fréttir síðustu daga stoppa ekki bingó Flokks fólksins Stjörnulífið: Sólarsæla og sykurpabbar Dreymir um að verða rithöfundur Af hverju talar Áslaug Arna um „smjörklípumenn“? Kvennaathvarfið á allra vörum Fann ástina á Prikinu Átta Dalvíkingar grófu sig í snjóhús í hamfaraveðri Krakkatían: Bangsímon, borðspil og bílar Glanni glæpur og íþróttaálfurinn í Keflavík Elsta popphljómsveit heims að leggja upp laupana Sjá meira
„Mér fannst þetta alltaf skrýtið mál og hafði áhuga á því. Þegar ég fór síðan að setja mig inn í málið og sjá hlutina í samhengi sá ég að þetta var mikið drama," segir Þorsteinn Bergmann Einarsson 61 árs gamall verkfræðingur frá Selfossi. Á föstudaginn fyrir helgi kom út bókin Morðið á Laugalæk eftir Þorstein sem Skrudda gefur út. Þorsteinn hefur ekki áður gefið út bók af þessu tagi en segist hafa fengið áhuga á málinu ungur. Hann starfaði á Alþýðublaðinu árið 1968 þegar málið kom upp en missti af öllum eftirmálunum þar sem hann flutti erlendis. „Lögreglan gerir mistök í upphafi rannsóknarinnar sem gerir það að verkum að þetta dregst á langinn. Það eru líka margir sem flækjast í þetta," segir Þorsteinn. „Því var haldið fram að Gunnar stundaði lánastarfsemi en það var ekki satt. Þetta var góður drengur sem var ofur feitur en það var ekki algengt í þá daga. Hann kom aldrei nálægt neinni lánastarfsemi og það var aldrei neitt sannað." Fyrir þá sem ekki þekkja morðið á Laugalæk þá var leigubílstjóri myrtur árið 1968 með mjög sjaldgæfri byssu en morðingi mannsins hefur aldrei fundist. Gerðir hafa verið sjónvarpsþættir og málið er eitt af dularfullustu morðum íslandssögunnar. „Byssan fannst ári seinna og þá var maður hnepptur í varðhald. Hann var yfirheyrður og settur í einangrun. Hann varð margsaga í málinu og var síðan sýknaður. Ástæðan var einfaldlega sú að það voru engar sannanir fyrir hendi." „Þrátt fyrir gífurlega umfangsmikla rannsókn lögreglu fundust aldrei neinar sannanir gegn þessum manni. Hann var samt ákærður fyrir morðið á Gunnari. Hann var síðan sýknaður af þeirri ákæru bæði í sakadómi og í hæstarétti. Hvað fékk kerfið til að ganga svona hart fram gegn honum? Var réttur maður ákærður?," spyr Þorsteinn í bókinni Leigubílstjórinn hét Gunnar Tryggvason en hann bjó með föður sínum á þessum tíma. „Þeir voru mjög samrýmdir feðgar og þetta fór alveg með gamla manninn. Konan hans hafði dáið þarna tveimur árum áður og síðan sonur hans. Hann dó síðan sjálfur úr sorg ári seinna. Þetta mál hafði því hörmulegar afleiðingar fyrir fjölskylduna alla." Þorsteinn segir erfitt að segja frá niðurstöðu bókarinnar en augljóst sé að lögreglan hafi gert mistök. „Þetta á að vera spennandi bók og í henni er marg athyglisvert sem lesandinn verður bara að komast að."
Mest lesið Klara og félagar í uppreisn gegn „femínistaþreytunni“ Lífið Fær nánast alltaf fullnægingu með rúnki en sjaldnar í kynlífi Lífið Prinsessan í sínu fyrsta hlutverki með Höllu Lífið Lærði fyrstu hundrað tölurnar í pi í sóttkví Lífið „Verulegar fjárhæðir“ fyrir snemmbúinn helgan stein Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun Fagaðilar gefa óumbeðin ráð um útlitsbreytingar: „Þú hefur þyngst“ Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Segist vera orðinn of gamall Lífið Ómótstæðileg jarðarberjaostakaka að hætti Evu Laufeyjar Matur Fleiri fréttir Prinsessan í sínu fyrsta hlutverki með Höllu Lærði fyrstu hundrað tölurnar í pi í sóttkví Klara og félagar í uppreisn gegn „femínistaþreytunni“ Fær nánast alltaf fullnægingu með rúnki en sjaldnar í kynlífi Gossip girl stjarna orðinn faðir „Verulegar fjárhæðir“ fyrir snemmbúinn helgan stein Tipsý bar valinn besti barinn í Reykjavík Fagaðilar gefa óumbeðin ráð um útlitsbreytingar: „Þú hefur þyngst“ Saltaðar píkur og hátíðarúrgangur Segist vera orðinn of gamall Sveppi og Pétur skíthræddir við hýenur sem heimamaðurinn kallar djöfullinn Enginn dæmir neinn á vikulegum geislasverðaæfingum „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ „Ég er auðvitað ekkert eðlilega stolt“ Íslenska ullin grunnurinn í hönnuninni Heimsfrægir dansarar kenndu nemendum Brynju Péturs Tara Sif og Elfar Elí keyptu glæsihús í Kópavogi Hraðfréttaprins fæddur og nefndur Tvær stúlkur bera nú nafnið eftir mismæli Svíakonungs Níutíu prósent Íslendinga geti sest í helgan stein fyrir þrítugt Fréttir síðustu daga stoppa ekki bingó Flokks fólksins Stjörnulífið: Sólarsæla og sykurpabbar Dreymir um að verða rithöfundur Af hverju talar Áslaug Arna um „smjörklípumenn“? Kvennaathvarfið á allra vörum Fann ástina á Prikinu Átta Dalvíkingar grófu sig í snjóhús í hamfaraveðri Krakkatían: Bangsímon, borðspil og bílar Glanni glæpur og íþróttaálfurinn í Keflavík Elsta popphljómsveit heims að leggja upp laupana Sjá meira