Lögreglan klúðraði morðinu á Laugalæk Breki Logason skrifar 6. nóvember 2007 11:36 Þorsteinn Bergmann Einarsson hefur gefið út bók um morðið á Laugalæk. „Mér fannst þetta alltaf skrýtið mál og hafði áhuga á því. Þegar ég fór síðan að setja mig inn í málið og sjá hlutina í samhengi sá ég að þetta var mikið drama," segir Þorsteinn Bergmann Einarsson 61 árs gamall verkfræðingur frá Selfossi. Á föstudaginn fyrir helgi kom út bókin Morðið á Laugalæk eftir Þorstein sem Skrudda gefur út. Þorsteinn hefur ekki áður gefið út bók af þessu tagi en segist hafa fengið áhuga á málinu ungur. Hann starfaði á Alþýðublaðinu árið 1968 þegar málið kom upp en missti af öllum eftirmálunum þar sem hann flutti erlendis. „Lögreglan gerir mistök í upphafi rannsóknarinnar sem gerir það að verkum að þetta dregst á langinn. Það eru líka margir sem flækjast í þetta," segir Þorsteinn. „Því var haldið fram að Gunnar stundaði lánastarfsemi en það var ekki satt. Þetta var góður drengur sem var ofur feitur en það var ekki algengt í þá daga. Hann kom aldrei nálægt neinni lánastarfsemi og það var aldrei neitt sannað." Fyrir þá sem ekki þekkja morðið á Laugalæk þá var leigubílstjóri myrtur árið 1968 með mjög sjaldgæfri byssu en morðingi mannsins hefur aldrei fundist. Gerðir hafa verið sjónvarpsþættir og málið er eitt af dularfullustu morðum íslandssögunnar. „Byssan fannst ári seinna og þá var maður hnepptur í varðhald. Hann var yfirheyrður og settur í einangrun. Hann varð margsaga í málinu og var síðan sýknaður. Ástæðan var einfaldlega sú að það voru engar sannanir fyrir hendi." „Þrátt fyrir gífurlega umfangsmikla rannsókn lögreglu fundust aldrei neinar sannanir gegn þessum manni. Hann var samt ákærður fyrir morðið á Gunnari. Hann var síðan sýknaður af þeirri ákæru bæði í sakadómi og í hæstarétti. Hvað fékk kerfið til að ganga svona hart fram gegn honum? Var réttur maður ákærður?," spyr Þorsteinn í bókinni Leigubílstjórinn hét Gunnar Tryggvason en hann bjó með föður sínum á þessum tíma. „Þeir voru mjög samrýmdir feðgar og þetta fór alveg með gamla manninn. Konan hans hafði dáið þarna tveimur árum áður og síðan sonur hans. Hann dó síðan sjálfur úr sorg ári seinna. Þetta mál hafði því hörmulegar afleiðingar fyrir fjölskylduna alla." Þorsteinn segir erfitt að segja frá niðurstöðu bókarinnar en augljóst sé að lögreglan hafi gert mistök. „Þetta á að vera spennandi bók og í henni er marg athyglisvert sem lesandinn verður bara að komast að." Mest lesið Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Lífið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Lífið Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Lífið Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi Lífið Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Lífið „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Lífið samstarf Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Lífið „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Lífið Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Lífið Fleiri fréttir Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Bitist um miða á ball vinstri sinnaðs ábreiðubands Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi „Sorgleg þróun“ Líf og fjör í teiti 66°Norður í Kaupmannahöfn „Fann það á mér að það væri of mikil fórn“ Kanye og Censori séu við það að skilja Öðruvísi hugmyndir fyrir Valentínusardaginn Blár hvalur í kveðjugjöf „Geta tveir einstaklingar með svona ólíka lífssýn átt í hjónabandi?“ Russell Brand stefnt vegna kynferðislegrar áreitni Eyþór Wöhler hefur fundið ástina Björn Hlynur og Rakel slettu úr klaufunum Breytti lúxusíbúð frá 1985 í Efstaleitinu í risastóra lúxussvítu Von Trier lagður inn á hjúkrunarheimili Eldri borgarar á hraðstefnumóti í Bíó paradís Íslensku kryddpíurnar en hver er hvað? Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Öryrki um þrítugt vegna verkja en lyfjalaus í dag Draumurinn rættist en honum fylgdi skömm Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Tilhugsun um kynlíf á ný óbærileg Forsetahjónin mættu á frumsýningu Sigurvilja „Ég gerði ein mistök, eða tvö“ Sjá meira
„Mér fannst þetta alltaf skrýtið mál og hafði áhuga á því. Þegar ég fór síðan að setja mig inn í málið og sjá hlutina í samhengi sá ég að þetta var mikið drama," segir Þorsteinn Bergmann Einarsson 61 árs gamall verkfræðingur frá Selfossi. Á föstudaginn fyrir helgi kom út bókin Morðið á Laugalæk eftir Þorstein sem Skrudda gefur út. Þorsteinn hefur ekki áður gefið út bók af þessu tagi en segist hafa fengið áhuga á málinu ungur. Hann starfaði á Alþýðublaðinu árið 1968 þegar málið kom upp en missti af öllum eftirmálunum þar sem hann flutti erlendis. „Lögreglan gerir mistök í upphafi rannsóknarinnar sem gerir það að verkum að þetta dregst á langinn. Það eru líka margir sem flækjast í þetta," segir Þorsteinn. „Því var haldið fram að Gunnar stundaði lánastarfsemi en það var ekki satt. Þetta var góður drengur sem var ofur feitur en það var ekki algengt í þá daga. Hann kom aldrei nálægt neinni lánastarfsemi og það var aldrei neitt sannað." Fyrir þá sem ekki þekkja morðið á Laugalæk þá var leigubílstjóri myrtur árið 1968 með mjög sjaldgæfri byssu en morðingi mannsins hefur aldrei fundist. Gerðir hafa verið sjónvarpsþættir og málið er eitt af dularfullustu morðum íslandssögunnar. „Byssan fannst ári seinna og þá var maður hnepptur í varðhald. Hann var yfirheyrður og settur í einangrun. Hann varð margsaga í málinu og var síðan sýknaður. Ástæðan var einfaldlega sú að það voru engar sannanir fyrir hendi." „Þrátt fyrir gífurlega umfangsmikla rannsókn lögreglu fundust aldrei neinar sannanir gegn þessum manni. Hann var samt ákærður fyrir morðið á Gunnari. Hann var síðan sýknaður af þeirri ákæru bæði í sakadómi og í hæstarétti. Hvað fékk kerfið til að ganga svona hart fram gegn honum? Var réttur maður ákærður?," spyr Þorsteinn í bókinni Leigubílstjórinn hét Gunnar Tryggvason en hann bjó með föður sínum á þessum tíma. „Þeir voru mjög samrýmdir feðgar og þetta fór alveg með gamla manninn. Konan hans hafði dáið þarna tveimur árum áður og síðan sonur hans. Hann dó síðan sjálfur úr sorg ári seinna. Þetta mál hafði því hörmulegar afleiðingar fyrir fjölskylduna alla." Þorsteinn segir erfitt að segja frá niðurstöðu bókarinnar en augljóst sé að lögreglan hafi gert mistök. „Þetta á að vera spennandi bók og í henni er marg athyglisvert sem lesandinn verður bara að komast að."
Mest lesið Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Lífið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Lífið Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Lífið Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi Lífið Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Lífið „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Lífið samstarf Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Lífið „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Lífið Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Lífið Fleiri fréttir Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Bitist um miða á ball vinstri sinnaðs ábreiðubands Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi „Sorgleg þróun“ Líf og fjör í teiti 66°Norður í Kaupmannahöfn „Fann það á mér að það væri of mikil fórn“ Kanye og Censori séu við það að skilja Öðruvísi hugmyndir fyrir Valentínusardaginn Blár hvalur í kveðjugjöf „Geta tveir einstaklingar með svona ólíka lífssýn átt í hjónabandi?“ Russell Brand stefnt vegna kynferðislegrar áreitni Eyþór Wöhler hefur fundið ástina Björn Hlynur og Rakel slettu úr klaufunum Breytti lúxusíbúð frá 1985 í Efstaleitinu í risastóra lúxussvítu Von Trier lagður inn á hjúkrunarheimili Eldri borgarar á hraðstefnumóti í Bíó paradís Íslensku kryddpíurnar en hver er hvað? Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Öryrki um þrítugt vegna verkja en lyfjalaus í dag Draumurinn rættist en honum fylgdi skömm Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Tilhugsun um kynlíf á ný óbærileg Forsetahjónin mættu á frumsýningu Sigurvilja „Ég gerði ein mistök, eða tvö“ Sjá meira