Sport

Federer sigraði örugglega í Ástralíu

Ljósmyndarar kepptust við að mynda Federer með verðlaunagripinn eftir mótið í morgun.
Ljósmyndarar kepptust við að mynda Federer með verðlaunagripinn eftir mótið í morgun. MYND/Getty

Roger Federer undirstrikaði enn og aftur yfirburði sína í tennisheiminum með því að sigra Opna ástralska meistaramótið nú í morgun. Federer lagði Fernando Gonzalez frá Chile í úrslitum, 7-6, 6-4 og 6-4, og tryggði sér sinn 10. risamótstitil á ferlinum.

Federer hefur nú leikið 36 viðureignir í röð án þess að tapa og virðist nánast ósigrandi á tennisvellinum. Á mótinu í Ástralíu tapaði hann ekki einu einasta setti og varð þar með fyrsti tennisspilarinn til að ná þeim árangri á risamóti síðan Björn Borg náði því árið 1980.

Federer var hrærður eftir viðureignina og grét af gleði. "Ég er mjög stoltur af þessum titli. Fernando veitti mér harða keppni og hann er klárlega einn af stjörnum þessa móts," sagði Federer en Gonzalez var lítt þekktur fyrir mótið en vakti mikla athygli fyrir frábæra spilamennsku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×