Fjögur ár í viðbót? 28. janúar 2007 18:11 Tvær skoðanakannanir, gerðar með stuttu milli bili, reyndar með óþægilega lélegri svörun, benda til þess að farið sé að molna undan stjórnarandstöðunni. Samfylkingin fær herfilega útreið í þessum könnunum, er í kringum tuttugu prósent. Í síðari könnuninni eru Vinstri grænir orðnir stærri en krataflokkurinn. En stóru tíðindin eru ekki endilega þessi, heldur hitt að samanlagt fylgi vinstri flokkanna, VG og Samfylkingar, er að minnka. Það hefur lengi á kjörtímabilinu verið í kringum 45 prósent - hefur hæst farið í 47 prósent hjá Gallup. Slíkt fylgi ætti líklega að vera ávísun á vinstri stjórn eftir kosningarnar. En nú slefar það varla í 40 prósent. Það virðist líka allt vera í uppnámi í stjórnarandstöðunni. Sambúð Samfylkingar og Vinstri grænna er afar stirð. Fyrir því eru sögulegar forsendur, frá því þessar fylkingar kölluðust kommar og kratar, en ekki hjálpar heldur að allt er upp í loft í Frjálslynda flokknum. Hugsanlegt framboð Framtíðarlandsins mun líkast til aðallega taka fylgi frá stjórnarandstöðuflokkunum og hið sama má segja um framboð gamals fólks og öryrkja. Nema að það endi í tómu gríni. --- --- --- Það verður stóráfall fyrir flokk eins og Samfykinguna að komast ekki í ríkisstjórn eftir kosningar. Að þurfa að sitja hjá í fjögur ár í viðbót og hafa takmörkuð áhrif á hvernig Ísland þróast á tíma mikilla breytinga. Vinstri grænir eru meiri stjórnarandstöðuflokkur í eðli sínu. Það er eðlilega spurt hvort villta vinstrið þar geti yfirleitt fúnkerað í ríkisstjórn. Málefnalega er ansi mikill munur á flokkunum. Annar er þjóðernissinnaður, hinn alþjóðasinnaður. Annar er mjög samstæður, hinn hefur í röðum sínum mjög sjónarmið sem þarf að sætta. Annar hefur tengsl í sveitirnar, hinn fremur í þéttbýlið - stefnan í landbúnaðarmálum er gerólík. Evrópumálin stía flokkunum líka í sundur, sérstaklega ef Samfylkingin fer að setja Evrópu og evruna á oddinn. Vinstri grænir þola ekki Evrópusambandið - sama þótt það sé framarlega í umhverfismálum og félagslegum réttindamálum og á öndverðum meiði við Bandaríkin í alþjóðapólitíkinni. Vísast stafar þetta af heitri þjóðerniskennd. Innan Samfylkingarinnar eru blairistar sem eru spenntir fyrir einkavæðingu. Í VG er frekar spurning um að þjóðnýta aftur það sem hefur verið einkavætt - að minnsta kosti miðað við málflutninginn undanfarin ár. Flokkarnir þrátta um hvorir séu meiri femínistar. Það er kannski bara kjánalegt, en ágreiningurinn í umhverfismálum er alvarlegur. Vinstri grænir eru að sönnu hreinræktaðri umhverfissinnar - Samfylkingin hefur í sínum röðum stæka stóriðjumenn. En um leið er spurning hversu "ábyrgir" Vinstri grænir verða ef þeir komast í ríkisstjórn? Munu þeir til dæmis krefjast þess að hætt verði við þær álversframkvæmdir sem þegar eru í bígerð? --- --- --- Á sama tíma virðist Framsóknarflokkurinn vera að rétta aðeins úr kútnum. Það eru reyndar uppi kenningar um að hann flytji aftur í sveitina, hætti að reyna að vera miðjuflokkur á mölinni, en verði aftur gamli góði bændaflokkurinn. Sigur Guðna Ágústssonar og Bjarna Harðarsonar þykir til marks um þetta. Þeir eru svo sveitalegir báðir. Sjálfstæðisflokkurinn siglir frekar lygnan sjó, passar sig á að taka ekki ábyrgð á of miklu, með formann sem lætur lítið fyrir sér fara. Virkar næstum ópólitískur. Það var kannski það sem Ingibjörg Sólrún átti við. Kosningabaráttan er í raun komin á fullt. Ráðherrar eru í jólasveinaleik í ráðuneytum sínum, þau hafa breyst i kosningaskrifstofur með tilheyrandi útdeilingu gjafa. Maður veit ekki hvort maður á að fyllast þakklæti eða fussa. En það skyldi þó ekki fara svo að ríkisstjórnin héldi velli í haust og við fengjum fjögur ár í viðbót af Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun
Tvær skoðanakannanir, gerðar með stuttu milli bili, reyndar með óþægilega lélegri svörun, benda til þess að farið sé að molna undan stjórnarandstöðunni. Samfylkingin fær herfilega útreið í þessum könnunum, er í kringum tuttugu prósent. Í síðari könnuninni eru Vinstri grænir orðnir stærri en krataflokkurinn. En stóru tíðindin eru ekki endilega þessi, heldur hitt að samanlagt fylgi vinstri flokkanna, VG og Samfylkingar, er að minnka. Það hefur lengi á kjörtímabilinu verið í kringum 45 prósent - hefur hæst farið í 47 prósent hjá Gallup. Slíkt fylgi ætti líklega að vera ávísun á vinstri stjórn eftir kosningarnar. En nú slefar það varla í 40 prósent. Það virðist líka allt vera í uppnámi í stjórnarandstöðunni. Sambúð Samfylkingar og Vinstri grænna er afar stirð. Fyrir því eru sögulegar forsendur, frá því þessar fylkingar kölluðust kommar og kratar, en ekki hjálpar heldur að allt er upp í loft í Frjálslynda flokknum. Hugsanlegt framboð Framtíðarlandsins mun líkast til aðallega taka fylgi frá stjórnarandstöðuflokkunum og hið sama má segja um framboð gamals fólks og öryrkja. Nema að það endi í tómu gríni. --- --- --- Það verður stóráfall fyrir flokk eins og Samfykinguna að komast ekki í ríkisstjórn eftir kosningar. Að þurfa að sitja hjá í fjögur ár í viðbót og hafa takmörkuð áhrif á hvernig Ísland þróast á tíma mikilla breytinga. Vinstri grænir eru meiri stjórnarandstöðuflokkur í eðli sínu. Það er eðlilega spurt hvort villta vinstrið þar geti yfirleitt fúnkerað í ríkisstjórn. Málefnalega er ansi mikill munur á flokkunum. Annar er þjóðernissinnaður, hinn alþjóðasinnaður. Annar er mjög samstæður, hinn hefur í röðum sínum mjög sjónarmið sem þarf að sætta. Annar hefur tengsl í sveitirnar, hinn fremur í þéttbýlið - stefnan í landbúnaðarmálum er gerólík. Evrópumálin stía flokkunum líka í sundur, sérstaklega ef Samfylkingin fer að setja Evrópu og evruna á oddinn. Vinstri grænir þola ekki Evrópusambandið - sama þótt það sé framarlega í umhverfismálum og félagslegum réttindamálum og á öndverðum meiði við Bandaríkin í alþjóðapólitíkinni. Vísast stafar þetta af heitri þjóðerniskennd. Innan Samfylkingarinnar eru blairistar sem eru spenntir fyrir einkavæðingu. Í VG er frekar spurning um að þjóðnýta aftur það sem hefur verið einkavætt - að minnsta kosti miðað við málflutninginn undanfarin ár. Flokkarnir þrátta um hvorir séu meiri femínistar. Það er kannski bara kjánalegt, en ágreiningurinn í umhverfismálum er alvarlegur. Vinstri grænir eru að sönnu hreinræktaðri umhverfissinnar - Samfylkingin hefur í sínum röðum stæka stóriðjumenn. En um leið er spurning hversu "ábyrgir" Vinstri grænir verða ef þeir komast í ríkisstjórn? Munu þeir til dæmis krefjast þess að hætt verði við þær álversframkvæmdir sem þegar eru í bígerð? --- --- --- Á sama tíma virðist Framsóknarflokkurinn vera að rétta aðeins úr kútnum. Það eru reyndar uppi kenningar um að hann flytji aftur í sveitina, hætti að reyna að vera miðjuflokkur á mölinni, en verði aftur gamli góði bændaflokkurinn. Sigur Guðna Ágústssonar og Bjarna Harðarsonar þykir til marks um þetta. Þeir eru svo sveitalegir báðir. Sjálfstæðisflokkurinn siglir frekar lygnan sjó, passar sig á að taka ekki ábyrgð á of miklu, með formann sem lætur lítið fyrir sér fara. Virkar næstum ópólitískur. Það var kannski það sem Ingibjörg Sólrún átti við. Kosningabaráttan er í raun komin á fullt. Ráðherrar eru í jólasveinaleik í ráðuneytum sínum, þau hafa breyst i kosningaskrifstofur með tilheyrandi útdeilingu gjafa. Maður veit ekki hvort maður á að fyllast þakklæti eða fussa. En það skyldi þó ekki fara svo að ríkisstjórnin héldi velli í haust og við fengjum fjögur ár í viðbót af Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum?