
Sport
Federer vinnur fyrsta settið gegn Nadal

Úrslitaleikurinn í karlaflokki á Wimbledon mótinu er nú í fullum gangi og er sýndur beint á sjónvarpsstöðinni Sýn. Roger Federer vann fyrsta settið gegn Rafael Nadal 7-6 eftir æsilega og spennuþrungna lotu þar sem Svisslendingurinn vann 9-7 í upphækkuninni.