Chambers á enn möguleika á að komast í NFL

Spretthlauparinn Dwain Chambers hefur enn ekki gefið upp alla von um að komast að hjá liði í bandarísku ruðningsdeildinni NFL, en hann er í úrtaki 80 evrópskra manna sem hafa tryggt sér sæti í tveggja daga æfingabúðum í Frakklandi í næstu viku. Chambers er fyrrum Evrópumeistari í 100 m hlaupi en keppir væntanlega ekki aftur í hlaupi eftir að hafa fallið á lyfjaprófi.