Viðskipti erlent

Fasteignaverð lækkar í Bandaríkjunum

Hús til sölu í Bandaríkjunum.
Hús til sölu í Bandaríkjunum. Mynd/AFP

Verð á fasteignum lækkaði um 1,4 prósent á fyrstu þremur mánuðum ársins í Bandaríkjunum miðað við sama tíma í fyrra. Þetta er fyrsta verðlækkunin á almennum fasteignamarkaði vestanhafs í 16 ár.

Að sögn bandarísku fréttaveitunnar Bloomberg þá lækkaði verð almennt sömuleiðis á fasteignum í 13 af 20 stórborgum í Bandaríkjunum í mars. Í einstaka borgum, á borð við Detroit, hefur verð fasteigna lækkað um allt að 8 prósent á milli ára.

Síðasta almenna verðlækkunin á fasteignum í Bandaríkjunum hefur ekki verið vart síðan á þriðja ársfjórðungi árið 1991.

Bloomberg segir að samhliða háu eldsneytisverði muni draga mjög úr einkaneyslu. Muni það hafa nokkuð neikvæð áhrif á efnahagslífið í Bandaríkjunum, að mati Bloomberg.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×