Krýsuvík 4. desember 2007 00:01 Þegar ég var barn bjó ég um tíma á Akranesi. Í húsinu á móti bjó jafnaldri minn. Við gátum horft inn um gluggann hvort hjá öðru og veifað þegar við vildum fara út að leika eða heimsækja hvort annað. Það er klisjulegt frá að segja en mér hlýnar um hjartarætur þegar ég hugsa til þessa æskuvinar. Ættingjar mínir spyrja mig stundum um hann, sannfærðir um að eitthvað mikið hafi orðið úr þessum vel gefna og laglega strák. Svörin sem ég gef eru þó langt því frá að vera á þá leið sem fólk býst við. Með gúgglið að vopni hef ég rakið slóð hans í gegnum lífið, leitarvélarnar sýna mér hve oft hann hefur komið fyrir dómara vegna ofbeldis- og fíkniefnabrota. Í starfi mínu hefur svo komið fyrir að ég hef spurt fólk, sem þekkir til þeirrar veraldar sem hann lifir í, um hann þegar ég hef haft tækifæri til. Svörin sem ég hef fengið hafa þó hingað til aðeins vakið með mér vonleysi. Talandi um leitarvélar, vinur minn benti mér á það flissandi um daginn að gúggli fólk orðið „fordómafyllsti", kemur nafn mitt fyrst upp. Ég er hleypidómafull en á ekki erfitt með að skipta um skoðun fái ég upplýsingar um að ég kunni að hafa rangt fyrir mér. Það sama held ég að eigi við nær alla. Flestum er til dæmis í nöp við róna og dópista, skiljanlega. Einhvern veginn hef ég verið sannfærð um að sá sem einu sinni rati á glapstigu verði aldrei aftur heil manneskja. Stundum hef ég séð umfjallanir um ógæfufólk á stofnunum í fjölmiðlum. Yfirleitt er þá rætt við ónafngreindan fíkil sem hefur átt bágt og treystir sér ekki til að koma fram undir nafni og mynd. Slík frásögn held ég að geri lítið til að vekja fólk til aukinnar vitundar um hlutskipti viðmælandans. Það er erfitt að finna til með manneskju sem hefur hvorki andlit né nafn og skammast sín svo mikið að hún getur ekki komið fram. Fordómar gagnvart einstaklingi án persónueinkenna eru í raun vel skiljanlegir. Það fólk sem ég hef hitt í tengslum við vinnu mína síðustu ár hefur flest allt sannfært mig um að fólk er gott og dýrmætt. Fáir viðmælendur, ef nokkrir, hafa þó staðfest þessi einföldu sannindi með jafn kröftuglegum hætti og fólkið sem ég hitti í tengslum við umfjöllun mína um Krýsuvíkursamtökin síðustu helgi, og var tilbúið að koma fram undir nafni og/eða mynd. Það sýndi svo ekki var um villst að á bak við endalausar löggufréttir af smygli, dópi, ránum, rónum og hörmungum er fólk. Fólk sem getur náð stjórn á lífi sínu. Það er stundum svo gott að hafa rangt fyrir sér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Þegar ég var barn bjó ég um tíma á Akranesi. Í húsinu á móti bjó jafnaldri minn. Við gátum horft inn um gluggann hvort hjá öðru og veifað þegar við vildum fara út að leika eða heimsækja hvort annað. Það er klisjulegt frá að segja en mér hlýnar um hjartarætur þegar ég hugsa til þessa æskuvinar. Ættingjar mínir spyrja mig stundum um hann, sannfærðir um að eitthvað mikið hafi orðið úr þessum vel gefna og laglega strák. Svörin sem ég gef eru þó langt því frá að vera á þá leið sem fólk býst við. Með gúgglið að vopni hef ég rakið slóð hans í gegnum lífið, leitarvélarnar sýna mér hve oft hann hefur komið fyrir dómara vegna ofbeldis- og fíkniefnabrota. Í starfi mínu hefur svo komið fyrir að ég hef spurt fólk, sem þekkir til þeirrar veraldar sem hann lifir í, um hann þegar ég hef haft tækifæri til. Svörin sem ég hef fengið hafa þó hingað til aðeins vakið með mér vonleysi. Talandi um leitarvélar, vinur minn benti mér á það flissandi um daginn að gúggli fólk orðið „fordómafyllsti", kemur nafn mitt fyrst upp. Ég er hleypidómafull en á ekki erfitt með að skipta um skoðun fái ég upplýsingar um að ég kunni að hafa rangt fyrir mér. Það sama held ég að eigi við nær alla. Flestum er til dæmis í nöp við róna og dópista, skiljanlega. Einhvern veginn hef ég verið sannfærð um að sá sem einu sinni rati á glapstigu verði aldrei aftur heil manneskja. Stundum hef ég séð umfjallanir um ógæfufólk á stofnunum í fjölmiðlum. Yfirleitt er þá rætt við ónafngreindan fíkil sem hefur átt bágt og treystir sér ekki til að koma fram undir nafni og mynd. Slík frásögn held ég að geri lítið til að vekja fólk til aukinnar vitundar um hlutskipti viðmælandans. Það er erfitt að finna til með manneskju sem hefur hvorki andlit né nafn og skammast sín svo mikið að hún getur ekki komið fram. Fordómar gagnvart einstaklingi án persónueinkenna eru í raun vel skiljanlegir. Það fólk sem ég hef hitt í tengslum við vinnu mína síðustu ár hefur flest allt sannfært mig um að fólk er gott og dýrmætt. Fáir viðmælendur, ef nokkrir, hafa þó staðfest þessi einföldu sannindi með jafn kröftuglegum hætti og fólkið sem ég hitti í tengslum við umfjöllun mína um Krýsuvíkursamtökin síðustu helgi, og var tilbúið að koma fram undir nafni og/eða mynd. Það sýndi svo ekki var um villst að á bak við endalausar löggufréttir af smygli, dópi, ránum, rónum og hörmungum er fólk. Fólk sem getur náð stjórn á lífi sínu. Það er stundum svo gott að hafa rangt fyrir sér.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun