Nýriki Nonni og stórfyrirtækin 9. janúar 2007 18:55 Íslenskir auðmenn eru það sem kallast nouveaux riches. Þetta segir ekki bara að auður þeirra sé nýr, heldur líka og ekki síður að smekkur þeirra er nýríkur. Þetta birtist í hinum skoplega bankastjóra Kaupþings í London sem heldur að sé fínt að láta Duran Duran og Tom Jones spila í partíum fyrir sig og vini sína, í millunum sem láta reisa þyrlupall við hótel þar sem þeir ætla að halda veislu eina nótt, í listaverkauppboðum þar sem menn keppast um að bjóða í verk sem er ekki enn buið að mála, þátttöku í kappakstri sem byggir á því að aka á ólöglegum hraða á vegum úti en láta ekki lögguna ná sér, einkastúkur á enskum knattspyrnuvöllum og loks kaup á enskum knattspyrnuliðum. Þegar ég var að alast upp voru öðruvísi auðmenn, þeir stunduðu sinfóníutónleika og frumsýningar, höfðu annars mestanpart hægt um sig. Þeir töldu sig aðhyllast gamaldags borgaraleg gildi. Á sama tíma blóðmjólkuðu þeir samfélagið eins og þeir gátu með dyggri aðstoð einokunar- og flokksvalds. Enginn talar vel um þá núorðið. Maður getur ekki annað en dáðst að útsjónarsemi nýju millanna - sem eru auðvitað miklu ríkari en hinir gömlu. Þeir eru afar duglegir í fjárfestingum í útlöndum. En á sama tíma virðist þeim vera sama þótt þeir blóðmjólki íslenskan almenning í gegnum fyrirtæki sín, verslanir, banka og flugfélög. Þannig eru þeir ekki hótinu betri eða virðingarverðari en gamla Eimskip, Kolkrabbinn og Sambandið. Nú hefur verið sýnt fram á að hér er ekki bara hæsta verðlag í Evrópu, heldur líklega í öllum heiminum. Ég heyrði forstöðumann Samkeppnisstofnunar segja í útvarpinu áðan að þetta þyrfti ekki að vera svona. Svo kom einhver búðarloka og fór með rulluna um að þetta væri allt ríkinu að kenna. Við sem þurfum að kaupa í matinn á Íslandi vitum að það er ekki satt, það er ekki nema hluti af skýringunni. Gróði íslenskra banka er blöskranlegur. Það þýðir ekki að láta eins og hann sé alveg ótengdur okurvöxtunum og því hvernig bankarnir virðast hafa meira eða minna öll ráð yfir viðskiptavinum sínum. Ég geri ekki ráð fyrir að þetta endi í byltingu. En við eigum ekki að láta bjóða okkur þetta lengur. --- --- --- Það er í tísku að tala um samfélagslega ábyrgð fyrirtækja. Þau vilja láta líta út fyrir að þau séu góð og ábyrg. Í geysimerkilegri heimildarmynd sem nefnist The Corporation og gerð var fyrir nokkrum árum er því haldið fram að í raun sé ekki til neitt sem heiti samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja - altént muni þau ekki sýna slíka ábyrgð nema undir miklum þrýstingi. Og líti þá á hana sem fórnarkostnað. Annars snúist auðfyrirtæki bara um mylja gróða fyrir hluthafa sína og æðstu yfirmenn - án þess að skeyta um fólk, umhverfi eða siðferði. Myndin rekur þetta alveg æsingalaust, röksemdafærslan er þung og nákvæm, auðfyrirtæki eru sett á bekk sálfræðings og niðurstaðan er að þau hafi persónueinkenni hættulegs sýkópata - sem sé alveg skeytingarlaus um allt í kringum sig, samviskulaus og hirði einungis um eigin hag. --- --- --- Þráinn Bertelsson var á svipuðum nótum í ágætum pistli í Fréttablaðinu í gær. Þráinn skrifar: "Fyrir ofan okkur trónir vera sem er hvorki af holdi og blóði og er tilfinninga- og samviskulaus. Engu að síður er hún lögaðili og getur sótt mál og varið. Það er hægt að sekta hana en útilokað er að hafa hendur í hári hennar eða setja hana í fangelsi. Hún hefur ekki atkvæðisrétt en hun hefur málfrelsi og tillögurétt og henni hefur tekist að sannfæra manneskjuna um að mannlegir hagsmunir séu í besta falli númer tvö hérna á jörðinni. Þessi volduga óáþreifanlega skepna sem hefur leyst manneskjuna af hólmi sem kóróna sköpunarverksins heitir FYRIRTÆKI. Tungumál þessa ofjarls okkar er enska, gjaldmiðillinn er evra. Stuttu herraveldi mannsins á jörðinni er lokið. Það stóð mun skemur en blómaskeið risaeðlanna. Við lifum á öld fyrirtækjanna. Þeirra er mátturinn og dýrðin." Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Íslenskir auðmenn eru það sem kallast nouveaux riches. Þetta segir ekki bara að auður þeirra sé nýr, heldur líka og ekki síður að smekkur þeirra er nýríkur. Þetta birtist í hinum skoplega bankastjóra Kaupþings í London sem heldur að sé fínt að láta Duran Duran og Tom Jones spila í partíum fyrir sig og vini sína, í millunum sem láta reisa þyrlupall við hótel þar sem þeir ætla að halda veislu eina nótt, í listaverkauppboðum þar sem menn keppast um að bjóða í verk sem er ekki enn buið að mála, þátttöku í kappakstri sem byggir á því að aka á ólöglegum hraða á vegum úti en láta ekki lögguna ná sér, einkastúkur á enskum knattspyrnuvöllum og loks kaup á enskum knattspyrnuliðum. Þegar ég var að alast upp voru öðruvísi auðmenn, þeir stunduðu sinfóníutónleika og frumsýningar, höfðu annars mestanpart hægt um sig. Þeir töldu sig aðhyllast gamaldags borgaraleg gildi. Á sama tíma blóðmjólkuðu þeir samfélagið eins og þeir gátu með dyggri aðstoð einokunar- og flokksvalds. Enginn talar vel um þá núorðið. Maður getur ekki annað en dáðst að útsjónarsemi nýju millanna - sem eru auðvitað miklu ríkari en hinir gömlu. Þeir eru afar duglegir í fjárfestingum í útlöndum. En á sama tíma virðist þeim vera sama þótt þeir blóðmjólki íslenskan almenning í gegnum fyrirtæki sín, verslanir, banka og flugfélög. Þannig eru þeir ekki hótinu betri eða virðingarverðari en gamla Eimskip, Kolkrabbinn og Sambandið. Nú hefur verið sýnt fram á að hér er ekki bara hæsta verðlag í Evrópu, heldur líklega í öllum heiminum. Ég heyrði forstöðumann Samkeppnisstofnunar segja í útvarpinu áðan að þetta þyrfti ekki að vera svona. Svo kom einhver búðarloka og fór með rulluna um að þetta væri allt ríkinu að kenna. Við sem þurfum að kaupa í matinn á Íslandi vitum að það er ekki satt, það er ekki nema hluti af skýringunni. Gróði íslenskra banka er blöskranlegur. Það þýðir ekki að láta eins og hann sé alveg ótengdur okurvöxtunum og því hvernig bankarnir virðast hafa meira eða minna öll ráð yfir viðskiptavinum sínum. Ég geri ekki ráð fyrir að þetta endi í byltingu. En við eigum ekki að láta bjóða okkur þetta lengur. --- --- --- Það er í tísku að tala um samfélagslega ábyrgð fyrirtækja. Þau vilja láta líta út fyrir að þau séu góð og ábyrg. Í geysimerkilegri heimildarmynd sem nefnist The Corporation og gerð var fyrir nokkrum árum er því haldið fram að í raun sé ekki til neitt sem heiti samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja - altént muni þau ekki sýna slíka ábyrgð nema undir miklum þrýstingi. Og líti þá á hana sem fórnarkostnað. Annars snúist auðfyrirtæki bara um mylja gróða fyrir hluthafa sína og æðstu yfirmenn - án þess að skeyta um fólk, umhverfi eða siðferði. Myndin rekur þetta alveg æsingalaust, röksemdafærslan er þung og nákvæm, auðfyrirtæki eru sett á bekk sálfræðings og niðurstaðan er að þau hafi persónueinkenni hættulegs sýkópata - sem sé alveg skeytingarlaus um allt í kringum sig, samviskulaus og hirði einungis um eigin hag. --- --- --- Þráinn Bertelsson var á svipuðum nótum í ágætum pistli í Fréttablaðinu í gær. Þráinn skrifar: "Fyrir ofan okkur trónir vera sem er hvorki af holdi og blóði og er tilfinninga- og samviskulaus. Engu að síður er hún lögaðili og getur sótt mál og varið. Það er hægt að sekta hana en útilokað er að hafa hendur í hári hennar eða setja hana í fangelsi. Hún hefur ekki atkvæðisrétt en hun hefur málfrelsi og tillögurétt og henni hefur tekist að sannfæra manneskjuna um að mannlegir hagsmunir séu í besta falli númer tvö hérna á jörðinni. Þessi volduga óáþreifanlega skepna sem hefur leyst manneskjuna af hólmi sem kóróna sköpunarverksins heitir FYRIRTÆKI. Tungumál þessa ofjarls okkar er enska, gjaldmiðillinn er evra. Stuttu herraveldi mannsins á jörðinni er lokið. Það stóð mun skemur en blómaskeið risaeðlanna. Við lifum á öld fyrirtækjanna. Þeirra er mátturinn og dýrðin."
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun