Viðskipti innlent

Kortaveltumet í ágúst

Kortavelta hefur aldrei verið meiri en í síðasta mánuði. Greining Glitnis segir allt stefna í myndarlega einkaneyslu á fjórðungnum.
Kortavelta hefur aldrei verið meiri en í síðasta mánuði. Greining Glitnis segir allt stefna í myndarlega einkaneyslu á fjórðungnum. MYND/VILHELM

Kortavelta var aldrei meiri en í síðasta mánuði en þá nam hún 25,5 milljörðum króna, samkvæmt nýbirtum tölum Seðlabankans. Greiningardeild Glitnis segir mikinn vöxt hafa hlaupið í einkaneyslu og stefni í að hún verði myndarlegum á þessum þriðja fjórðungi.

Greiningardeildin bendir jafnframt á að þetta jafngildi ríflega 15 prósenta aukningu frá sama mánuði í fyrra.

Svipaða sögu er að segja af debetkortaveltu í ágúst, sem nam 20,6 milljörðum króna, og hefur aldrei verið meiri.

Greiningardeildin segir að með hækkandi sól í ár hafi líf færst í kortaveltu landsmanna þótt hún hafi ekki náð sama vaxtarhraða og þegar best lét árið 2005. „Þetta styður þá skoðun okkar að tölur um landsframleiðslu 2. fjórðungs ársins, sem birtar verða í fyrramálið, muni sýna nokkurn vöxt einkaneyslu eftir rúmlega 1% samdrátt milli ára á fyrsta fjórðungi ársins," segir greiningardeildin, sem bætir við að hugsanlega verði tölur um einkaneyslu endurskoðaðar til hækkunar fyrir fyrsta ársfjórðung. Þá telur hún, að einkaneysla muni vaxa á milli ára á þessum þriðja ársfjórðungi og muni það vega gegn þeim samdrætti sem nú er sé atvinnuvegafjárfestingu vegna aðsteðjandi loka á stóriðjuframkvæmdum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×