Fjórflokkastjórnin 12. október 2007 11:14 Ég er varla einn um þá skoðun að finnast nýr meirihluti í borgarstjórn svolítið skrýtinn. Hvað standa margir flokkar að honum; fjórir, fimm ... sex? Hann á að vísu enn eftir að sýna spilin á hendinni; það eitt er ákveðið hver völd foringjanna verða. Og valdaskiptin ber að í slíku pólitísku moldviðri að réttast er að leyfa rykinu að setjast áður en dómarnir falla. Framvinda síðustu daga er vitaskuld meiriháttar áfall fyrir sjálfstæðismenn, einkum Vilhjálm borgarstjóra sem ég hef alltaf haft mikið álit á sem stjórnmálamanni; mér hefur virst hann heill og heiðarlegur. Égf myndi kaupa notaðan bíl af honum. Hans pólitíska ólán er að eiga ekki óskorað traust sexmenningana að baki sér í borgarstjórnarflokki sjálfstæðismanna. Það eru veikleikamerki að fara án foringjans á fund formanns og varaformanns og klaga. Það situr eftir. Það er táknmynd kreppunnar í liði Vilhjálms. Spyrja má í þessu efni: Er Davíðsarmur flokksins ennþá að þvælast fyrir flokknum? Væntanlegur borgarstjóri virðist mér geðugur maður. Hann hefur hins vegar ekki hlotið sína pólitísku eldskírn. Og ég veit ekkert hvar hann er að finna í pólitísku litrófi Samfylkingarinnar, sem mér sýnist vera flokkur sem er enn að fóta sig í stjórnmálum. Flokkurinn veit ekki enn hvort hann á að taka stöðu Framsóknar á miðjunni eða negla sig á prinsippin til vinstri? Kannski er flokkurinn líka svolítið íhald nú þegar? Það hefur sumsé ekki enn reynt á Dag í pólitískum málamiðlunum - og hvernig hann breytir þegar erfiðleikarnir sækja að. Það er bestur mælikvarða á stjórnmálamenn hvernig þeir höndla mótlæti. Vilhjálmi tókst það ekki á lokasprettinum. Hann virkaði ekki á fólk - almenningur reis upp, en þó ekki aðeins gegn honum heldur og gegn Birni Inga. Björn Ingi þarf að styrkja sig í pólitík næstu mánaða. Hann þarf að hreinsa pólitískt mannorð sitt. Æra hans sem stendur, snýst vum handaband - og hvort það hafi fram í gegnum síma eða andspænis sjálfum borgarstjóra. Það ræðst á næstu mánuðum hvort hann er nýi leiðtogi Framsóknar eða annar Finnur Ingólfsson. Þetta er skrýtinn grautur. Fjórða kryddið, blessunin hún Margrét Sverrisdóttur situr uppi sem sigurvegari í öllu þessa pólitíska tvisti og er orðinn forseti borgarstjórnar fyrir flokk sem hún hatar. Hafi menn haldið að sex prósenta fylgi Framsóknar í borginni hafi verið full lítið til að komast að völdum þá er það fjöldahreyfing á borð við tveggja prósenta aflið sem Íslandshreyfingin er. Nú er hún sumsé kominn með sinn mann að kjötkötlunum. Staða Guðjóns Frjálslynda-formanns í þessu máli öllu er eiginlega einhver mesti pólitíski brandari sem landsmenn hafa upplifað á síðustu árum. Styður hann "sinn mann" í borgarstjórn? Hvert er bakland Margrétar? Ég var orðinn sáttur við nýjan meirihluta í borgarstjórn áður en REI-málið ruggaði bátnum. Þar klikkaði traustið og trúverðugleikinn sem er lífsnauðsynlegt í pólitík. En það var fínt að skipta um ráðamenn í borginni. Það er lýðræðislega hollt. Vilhjálmur kom inn af afli og sömuleiðis margir nýju borgarfulltrúa sjallanna, ekki síst Þorbjörg Helga sem virkar vel á mig í pólitík. Ég er efins um nýjan meirihluta af því að hann er málefnalega óljós og á eftir að sannfæra mig - en ... það má auðvitað gefa öllu sjens ... meira að segja ,öguleikanum á því að framsókn og vinstri-grænir geti verið pólitískir vinir miðað við allt sem á undan er gengið til lands og sjávar ... -SER. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannamál Sigmundar Ernis Mest lesið Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason Skoðun
Ég er varla einn um þá skoðun að finnast nýr meirihluti í borgarstjórn svolítið skrýtinn. Hvað standa margir flokkar að honum; fjórir, fimm ... sex? Hann á að vísu enn eftir að sýna spilin á hendinni; það eitt er ákveðið hver völd foringjanna verða. Og valdaskiptin ber að í slíku pólitísku moldviðri að réttast er að leyfa rykinu að setjast áður en dómarnir falla. Framvinda síðustu daga er vitaskuld meiriháttar áfall fyrir sjálfstæðismenn, einkum Vilhjálm borgarstjóra sem ég hef alltaf haft mikið álit á sem stjórnmálamanni; mér hefur virst hann heill og heiðarlegur. Égf myndi kaupa notaðan bíl af honum. Hans pólitíska ólán er að eiga ekki óskorað traust sexmenningana að baki sér í borgarstjórnarflokki sjálfstæðismanna. Það eru veikleikamerki að fara án foringjans á fund formanns og varaformanns og klaga. Það situr eftir. Það er táknmynd kreppunnar í liði Vilhjálms. Spyrja má í þessu efni: Er Davíðsarmur flokksins ennþá að þvælast fyrir flokknum? Væntanlegur borgarstjóri virðist mér geðugur maður. Hann hefur hins vegar ekki hlotið sína pólitísku eldskírn. Og ég veit ekkert hvar hann er að finna í pólitísku litrófi Samfylkingarinnar, sem mér sýnist vera flokkur sem er enn að fóta sig í stjórnmálum. Flokkurinn veit ekki enn hvort hann á að taka stöðu Framsóknar á miðjunni eða negla sig á prinsippin til vinstri? Kannski er flokkurinn líka svolítið íhald nú þegar? Það hefur sumsé ekki enn reynt á Dag í pólitískum málamiðlunum - og hvernig hann breytir þegar erfiðleikarnir sækja að. Það er bestur mælikvarða á stjórnmálamenn hvernig þeir höndla mótlæti. Vilhjálmi tókst það ekki á lokasprettinum. Hann virkaði ekki á fólk - almenningur reis upp, en þó ekki aðeins gegn honum heldur og gegn Birni Inga. Björn Ingi þarf að styrkja sig í pólitík næstu mánaða. Hann þarf að hreinsa pólitískt mannorð sitt. Æra hans sem stendur, snýst vum handaband - og hvort það hafi fram í gegnum síma eða andspænis sjálfum borgarstjóra. Það ræðst á næstu mánuðum hvort hann er nýi leiðtogi Framsóknar eða annar Finnur Ingólfsson. Þetta er skrýtinn grautur. Fjórða kryddið, blessunin hún Margrét Sverrisdóttur situr uppi sem sigurvegari í öllu þessa pólitíska tvisti og er orðinn forseti borgarstjórnar fyrir flokk sem hún hatar. Hafi menn haldið að sex prósenta fylgi Framsóknar í borginni hafi verið full lítið til að komast að völdum þá er það fjöldahreyfing á borð við tveggja prósenta aflið sem Íslandshreyfingin er. Nú er hún sumsé kominn með sinn mann að kjötkötlunum. Staða Guðjóns Frjálslynda-formanns í þessu máli öllu er eiginlega einhver mesti pólitíski brandari sem landsmenn hafa upplifað á síðustu árum. Styður hann "sinn mann" í borgarstjórn? Hvert er bakland Margrétar? Ég var orðinn sáttur við nýjan meirihluta í borgarstjórn áður en REI-málið ruggaði bátnum. Þar klikkaði traustið og trúverðugleikinn sem er lífsnauðsynlegt í pólitík. En það var fínt að skipta um ráðamenn í borginni. Það er lýðræðislega hollt. Vilhjálmur kom inn af afli og sömuleiðis margir nýju borgarfulltrúa sjallanna, ekki síst Þorbjörg Helga sem virkar vel á mig í pólitík. Ég er efins um nýjan meirihluta af því að hann er málefnalega óljós og á eftir að sannfæra mig - en ... það má auðvitað gefa öllu sjens ... meira að segja ,öguleikanum á því að framsókn og vinstri-grænir geti verið pólitískir vinir miðað við allt sem á undan er gengið til lands og sjávar ... -SER.