Viðskipti innlent

Askar Capital byggir borgarhluta á Indlandi

Askar Capital ætlar að taka þátt í uppbyggingarverkefnum á Indlandi í samstarfi við Nikhil Ghandi, einn þekktasta athafnamann Indverja. Tryggvi Þór Herbergsson, forstjóri Askar, segir bankann hafa fjárfest í fyrstu eigninni en í kjölfarið muni rísa nýr borgarhluti sem skipulagður er og hannað frá grunni með tileyrandi afþreyingu og öryggisgæslu.

Askar Capital er með höfuðstöðvar í Reykjavík en rekur nú starfsstöðvar í Lúxemborg og Búkarest þar sem fasteignafjárfestingum er sinnt, auk þess sem í burðarliðnum eru starfsstöðvar í Hong Kong og Mumbai.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×